Neyðarástandi lýst yfir vegna Covid-19 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. janúar 2022 16:50 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samráði við sóttvarnalækni hefur lýst yfir neyðarstigi Almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er fjórða skiptið sem neyðarstigi hefur verið lýst yfir hér á landi vegna stöðu faraldursins frá því að hann hófst. Neyðarstigi var lýst yfir vegna veirunnar 6. mars 2020, 4. október 2020 og 24. mars 2021. Þetta segir í tilkynningu frá Almannavörnum. Þar segir að þrátt fyrir að staðan sé eins og hún er í faraldrinum séu bjartari tímar framundan og ljós við enda ganganna. „Allt mun þetta hefjast með samstöðunni sem við höfum ítrekað sýnt að er okkar besta vopn. Það er mat sóttvarnalæknis og Almannavarna að ef samfélagið tekur sig saman, hægi á, minnki samgang eins og hægt er, sé um tímabundið ástand að ræða og landsmenn geti með hækkandi sól lifað með mun minni samkomutakmarkanir en nú eru í gildi,“ segir í tilkynningunni. Faraldurinn hefur verið í miklum vexti hér á landi frá því að ómíkron-afbrigðið barst hingað til lands í byrjun desember. Sóttvarnaaðgerðir voru hertar til muna 23. desember síðastliðinn en þrátt fyrir það hefur hver metdagurinn tekið við af öðrum hvað varðar greiningu smitaðra hér á landi. Undanfarna daga hafa um 1.000 til 1.200 greinst smitaðir af veirunni innanlands dag hvern og sjaldan jafn margir á landamærunum. Þá er staðan í heilbrigðiskerfinu metin grafalvarleg. Landspítalinn var færður á neyðarstig 28. desember síðastliðinn og er það mat landlæknis að staðan muni þyngjast enn fremur á næstunni og á fleiri heilbrigðisstofnunum. Það verði bæði vegna fjölgun sjúklinga með Covid-19 og vegna fjölgunar starfsmanna í einangrun. Búast megi við mikilli fjölgun innlagna á næstunni ef spár standist. „Í ljósi framangreinds er það mat ríkislögreglustjóra að rétt sé að lýsa yfir Neyðarstigi Almannavarna. Með því virkja fyrirtæki og stofnanir viðbragðsáætlanir sýnar um órofinn rekstur á hæsta stigi. Slíkt hefur ekki almenn áhrif á almenning en lýtur fyrst og fremst að þeim fyrirtækjum, stofnunum og viðbragðsaðilum sem hlutverki hafa að gegna í viðbragðsáætlun almannavarna og sóttvarnalæknis,“ segir í tilkynningunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Leikskólabörnin verða líklegast boðuð í bólusetningu í næstu viku Annar dagur bólusetninga barna á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu hófst í Laugardalshöll í hádeginu en alls fengu um 3.600 boð um mætingu í dag. 11. janúar 2022 16:28 Segir stefna í algjört neyðarástand með óbreyttri þróun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að með óbreyttri þróun kórónuveirufaraldursins stefni í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfi landsins og í margvíslegri innlendir starfsemi. Bæði vegna Covid-19 sjúkdómsins sjálfs og afleiddum áhrifum hans. 11. janúar 2022 16:06 Bindur vonir við að hjarðónæmi náist á næstu vikum eða mánuðum Sóttvarnalæknir segir Íslendinga nú standa á krossgötum með tilliti til faraldursins. Efla þurfi afkastagetu spítalans og ef það tekst ekki þarf að grípa til aðgerða til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Hann bindur vonir við að með bólusetningum og útbreiddum sýkingum verði hægt að ná hjarðónæmi á næstunni. Yfirlæknir á Landspítala segir fyrir öllu að ná fjölda smitaðra niður til að Landspítali ráði við álagið. 11. janúar 2022 13:30 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Neyðarstigi var lýst yfir vegna veirunnar 6. mars 2020, 4. október 2020 og 24. mars 2021. Þetta segir í tilkynningu frá Almannavörnum. Þar segir að þrátt fyrir að staðan sé eins og hún er í faraldrinum séu bjartari tímar framundan og ljós við enda ganganna. „Allt mun þetta hefjast með samstöðunni sem við höfum ítrekað sýnt að er okkar besta vopn. Það er mat sóttvarnalæknis og Almannavarna að ef samfélagið tekur sig saman, hægi á, minnki samgang eins og hægt er, sé um tímabundið ástand að ræða og landsmenn geti með hækkandi sól lifað með mun minni samkomutakmarkanir en nú eru í gildi,“ segir í tilkynningunni. Faraldurinn hefur verið í miklum vexti hér á landi frá því að ómíkron-afbrigðið barst hingað til lands í byrjun desember. Sóttvarnaaðgerðir voru hertar til muna 23. desember síðastliðinn en þrátt fyrir það hefur hver metdagurinn tekið við af öðrum hvað varðar greiningu smitaðra hér á landi. Undanfarna daga hafa um 1.000 til 1.200 greinst smitaðir af veirunni innanlands dag hvern og sjaldan jafn margir á landamærunum. Þá er staðan í heilbrigðiskerfinu metin grafalvarleg. Landspítalinn var færður á neyðarstig 28. desember síðastliðinn og er það mat landlæknis að staðan muni þyngjast enn fremur á næstunni og á fleiri heilbrigðisstofnunum. Það verði bæði vegna fjölgun sjúklinga með Covid-19 og vegna fjölgunar starfsmanna í einangrun. Búast megi við mikilli fjölgun innlagna á næstunni ef spár standist. „Í ljósi framangreinds er það mat ríkislögreglustjóra að rétt sé að lýsa yfir Neyðarstigi Almannavarna. Með því virkja fyrirtæki og stofnanir viðbragðsáætlanir sýnar um órofinn rekstur á hæsta stigi. Slíkt hefur ekki almenn áhrif á almenning en lýtur fyrst og fremst að þeim fyrirtækjum, stofnunum og viðbragðsaðilum sem hlutverki hafa að gegna í viðbragðsáætlun almannavarna og sóttvarnalæknis,“ segir í tilkynningunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Leikskólabörnin verða líklegast boðuð í bólusetningu í næstu viku Annar dagur bólusetninga barna á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu hófst í Laugardalshöll í hádeginu en alls fengu um 3.600 boð um mætingu í dag. 11. janúar 2022 16:28 Segir stefna í algjört neyðarástand með óbreyttri þróun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að með óbreyttri þróun kórónuveirufaraldursins stefni í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfi landsins og í margvíslegri innlendir starfsemi. Bæði vegna Covid-19 sjúkdómsins sjálfs og afleiddum áhrifum hans. 11. janúar 2022 16:06 Bindur vonir við að hjarðónæmi náist á næstu vikum eða mánuðum Sóttvarnalæknir segir Íslendinga nú standa á krossgötum með tilliti til faraldursins. Efla þurfi afkastagetu spítalans og ef það tekst ekki þarf að grípa til aðgerða til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Hann bindur vonir við að með bólusetningum og útbreiddum sýkingum verði hægt að ná hjarðónæmi á næstunni. Yfirlæknir á Landspítala segir fyrir öllu að ná fjölda smitaðra niður til að Landspítali ráði við álagið. 11. janúar 2022 13:30 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Leikskólabörnin verða líklegast boðuð í bólusetningu í næstu viku Annar dagur bólusetninga barna á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu hófst í Laugardalshöll í hádeginu en alls fengu um 3.600 boð um mætingu í dag. 11. janúar 2022 16:28
Segir stefna í algjört neyðarástand með óbreyttri þróun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að með óbreyttri þróun kórónuveirufaraldursins stefni í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfi landsins og í margvíslegri innlendir starfsemi. Bæði vegna Covid-19 sjúkdómsins sjálfs og afleiddum áhrifum hans. 11. janúar 2022 16:06
Bindur vonir við að hjarðónæmi náist á næstu vikum eða mánuðum Sóttvarnalæknir segir Íslendinga nú standa á krossgötum með tilliti til faraldursins. Efla þurfi afkastagetu spítalans og ef það tekst ekki þarf að grípa til aðgerða til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Hann bindur vonir við að með bólusetningum og útbreiddum sýkingum verði hægt að ná hjarðónæmi á næstunni. Yfirlæknir á Landspítala segir fyrir öllu að ná fjölda smitaðra niður til að Landspítali ráði við álagið. 11. janúar 2022 13:30
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent