„Lítum út eins og við séum ekki búnar að snerta körfubolta í mánuð“ Atli Arason skrifar 12. janúar 2022 22:43 Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur Facebook/Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar svekktur með 11 stiga tap gegn erkifjendunum í Keflavík í kvöld, 63-52. „Það er ótrúlega leiðinlegt að tapa körfuboltaleik. Enn þá verra að tapa á móti Keflavík. Við bara einmitt lítum út eins og við séum ekki búnar að snerta körfubolta í mánuð,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik en Njarðvíkingar lentu illa í Covid veirunni sem frestaði bæði leikjum og æfingum hjá liðinu. „Við höfum ekki spilað körfubolta í 32 daga. Sóknarlega vorum við algjörlega hræðilegar á köflum. Við fáum smá spark og þá sérstaklega með Kamillu og Láru sem komu af bekknum í fyrri hálfleik, en að finna lausnir, að vera sterkar, að hafa sjálfstraust á boltanum og einfaldir hlutir eins og gefa hann á milli manna vantaði.“ „Við vissum að Keflvíkingar myndu koma og vera agressífar og það átti ekki að koma okkur á óvart en við vorum bara ekki tilbúnar í þennan leik.“ Eftir að hafa byrjað leikinn illa þá komu Njarðvíkingar aftur inn í leikinn í öðrum leikhluta áður en þær misstu leikinn alveg frá sér í þeim þriðja þegar Keflavík skoraði 18 stig gegn 5. „Þetta eru leikkaflar þar sem við tökum ekki nógu vel á mótlætinu og ég tek það á mig. Ég þarf að finna einhverjar lausnir til að hvetja mína leikmenn áfram, að taka svona högg á kassann og bregðast betur við. Það er eitthvað sem ég tek á mig og þarf að finna lausnir á.“ Einhverjir gagnrýnendur Njarðvíkur liðsins hafa látið eftir sér að liðið treysti of mikið á erlenda atvinnumenn liðsins en þær voru allar undir meðaltölum sínum í stigaskori í kvöld. Það skiptir Rúnar ekki máli hvað þessar gagnrýnis raddir segja en hann segir af og frá að liðið sitt treysti einungis á framlag frá erlendu leikmönnum sínum. „Mér er bara alveg sama hvað fólk segir. Ég er með 12 leikmenn á skýrslu hvort sem þær eru með íslenskt vegabréf eða ekki. Ég legg ekki áherslu á að mínir erlendu leikmenn taki fleiri skot en hinir leikmennirnir mínir. Ég legg áherslu á að spila liðsbolta. Ef t.d. Helena eða Kamilla fá endalaust af opnum skotum á vængjunum þá tökum við þau og ef við vinnum leiki þannig þá er mér bara alveg sama. Ef ég þarf að leita meira af kananum mínum, sem er klárlega 'go-to' leikmaður sem við getum sett boltann í hendurnar á og búið eitthvað til, ef það er opið þá gerum við það. Gagnrýnisraddir mega heyrast, þetta er liðsíþrótt og við erum með 12 leikmenn á skýrslu,“ svaraði Rúnar, aðspurður út í þessa gagnrýni. Njarðvík missti toppsætið til Fjölnis með þessu tapi en það truflar liðið ekki. Næsti leikur Njarðvíkur er einmitt gegn Fjölni og Rúnar kallar eftir betri frammistöðu þar en í kvöld. „Við erum með innbyrðis viðureignir á Fjölni. Þær eru búnar að spila fleiri leiki en við, en þær eru með jafn marga tapleiki, þrjá. Við erum búnar að vinna þær þrisvar í röð og við mætum þeim eftir viku og við hljótum að gera betur þá en við gerðum í kvöld,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, að endingu. UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira
„Það er ótrúlega leiðinlegt að tapa körfuboltaleik. Enn þá verra að tapa á móti Keflavík. Við bara einmitt lítum út eins og við séum ekki búnar að snerta körfubolta í mánuð,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik en Njarðvíkingar lentu illa í Covid veirunni sem frestaði bæði leikjum og æfingum hjá liðinu. „Við höfum ekki spilað körfubolta í 32 daga. Sóknarlega vorum við algjörlega hræðilegar á köflum. Við fáum smá spark og þá sérstaklega með Kamillu og Láru sem komu af bekknum í fyrri hálfleik, en að finna lausnir, að vera sterkar, að hafa sjálfstraust á boltanum og einfaldir hlutir eins og gefa hann á milli manna vantaði.“ „Við vissum að Keflvíkingar myndu koma og vera agressífar og það átti ekki að koma okkur á óvart en við vorum bara ekki tilbúnar í þennan leik.“ Eftir að hafa byrjað leikinn illa þá komu Njarðvíkingar aftur inn í leikinn í öðrum leikhluta áður en þær misstu leikinn alveg frá sér í þeim þriðja þegar Keflavík skoraði 18 stig gegn 5. „Þetta eru leikkaflar þar sem við tökum ekki nógu vel á mótlætinu og ég tek það á mig. Ég þarf að finna einhverjar lausnir til að hvetja mína leikmenn áfram, að taka svona högg á kassann og bregðast betur við. Það er eitthvað sem ég tek á mig og þarf að finna lausnir á.“ Einhverjir gagnrýnendur Njarðvíkur liðsins hafa látið eftir sér að liðið treysti of mikið á erlenda atvinnumenn liðsins en þær voru allar undir meðaltölum sínum í stigaskori í kvöld. Það skiptir Rúnar ekki máli hvað þessar gagnrýnis raddir segja en hann segir af og frá að liðið sitt treysti einungis á framlag frá erlendu leikmönnum sínum. „Mér er bara alveg sama hvað fólk segir. Ég er með 12 leikmenn á skýrslu hvort sem þær eru með íslenskt vegabréf eða ekki. Ég legg ekki áherslu á að mínir erlendu leikmenn taki fleiri skot en hinir leikmennirnir mínir. Ég legg áherslu á að spila liðsbolta. Ef t.d. Helena eða Kamilla fá endalaust af opnum skotum á vængjunum þá tökum við þau og ef við vinnum leiki þannig þá er mér bara alveg sama. Ef ég þarf að leita meira af kananum mínum, sem er klárlega 'go-to' leikmaður sem við getum sett boltann í hendurnar á og búið eitthvað til, ef það er opið þá gerum við það. Gagnrýnisraddir mega heyrast, þetta er liðsíþrótt og við erum með 12 leikmenn á skýrslu,“ svaraði Rúnar, aðspurður út í þessa gagnrýni. Njarðvík missti toppsætið til Fjölnis með þessu tapi en það truflar liðið ekki. Næsti leikur Njarðvíkur er einmitt gegn Fjölni og Rúnar kallar eftir betri frammistöðu þar en í kvöld. „Við erum með innbyrðis viðureignir á Fjölni. Þær eru búnar að spila fleiri leiki en við, en þær eru með jafn marga tapleiki, þrjá. Við erum búnar að vinna þær þrisvar í röð og við mætum þeim eftir viku og við hljótum að gera betur þá en við gerðum í kvöld,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, að endingu.
UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira