Ísland á EM 2022: Spútnikstjörnur síðasta móts sem taka vonandi næsta skref Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2022 11:01 Ýmir Örn Gíslason og Viggó Kristjánsson stóðu sig vel á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í fyrra. Vísir/Vilhelm Vísir kynnir leikmenn íslenska landsliðsins sem þurfa að byggja ofan á gott síðasta mót þegar þeir mæta á EM í handbolta 2022 Íslenska karlalandsliðið hefur leikið á Evrópumótinu í handbolta í föstudagskvöldið en Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið tuttugu manna leikmannahóp fyrir þetta EM. Vísir ætlar að kynna leikmenn liðsins með því að skipta þá niður á fjóra mismunandi hópa eftir stöðu þeirra innan liðsins og hlutverk þeirra í hópnum í ár sem og á síðasta stórmóti sem var HM í Egyptalandi fyrir ári síðan. Strákarnir okkar héldu til Búdapest í fyrradag þar sem liðið leikur í B-riðli ásamt Portúgal, Hollandi og Ungverjalandi. Tvö efstu liðin komast áfram í milliriðil en hann fer einnig fram í Búdapest. Í fjórða hlutanum í dag þá tökum við fyrir þá leikmenn liðsins sem þurfa að byggja ofan á gott síðasta mót á Evrópumótinu í handbolta í ár. Í þennan hóp setjum við leikmennina Elliða Snæ Viðarsson, Gísla Þorgeir Kristjánsson, Viggó Kristjánsson og Ými Örn Gíslason. Allt eru þetta leikmenn sem stóðu sig mjög vel á HM í Egyptalandi og leikmenn sem eiga sín bestu ár eftir og gætu hjálpað íslenska liðinu mikið með því að taka næsta skref. Íslenska landsliðið var ekki að spila nógu vel á heimsmeistaramótinu fyrir ári síðan en það voru ljósir punktar og það jákvæðasta var án efa frammistaða þessara ungu leikmanna sem hafa alla burði til þess að verða framtíðarmenn íslenska liðsins. Það væri frábært að sjá þá taka annað skref í rétta átt á þessu móti. Þetta er fjórði og síðasti hluti leikmannakynningu Vísis en við höfum nú kynnt alla tuttugu leikmenn EM-hópsins til leiks. Fyrsti leikurinn er síðan annað kvöld á móti Portúgal. Elliði Snær Viðarsson í baráttunni í leik með íslenska landsliðinu á HM í fyrra.Getty/Slavko Midzo Elliði Snær Viðarsson 23 ára línumaður Félag: Gummersbach í Þýskalandi 13 landsleikur og 14 landsliðsmörk Fyrsta stórmótið: HM 2021 í Egyptalandi Annað stórmótið með íslenska landsliðinu (Fyrsta Evrópumótið) 6 leikir og 7 mörk á stórmótum ------------------------------ Matspjaldið hans Elliða Snæs: Mikilvægi: B Reynsla: C Hæfileikar: B+ Hlutverk: + Pressa: B Elliði Snær Viðarsson kom sér óvænt í stórt hlutverk hjá íslenska landsliðinu með góðri frammistöðu á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi fyrir ári síðan. Hann spilar orkumikinn bolta á báðum endum vallarins og ætti bara að hafa bætt sinn leik á því ári sem er liðið. Elliði er dæmigerður Eyjamaður, kraftmikill og kappsamur leikmaður sem er óhræddur við að mæta mönnum þótt þeir séu kannski stærri og sterkari. Hann steig skrefið út í atvinnumennsku þegar hann samdi við Gummersbach í Þýskalandi. Gummersbach er enn í B-deildinni og því á Elliði enn eftir að spila í bestu deildinni en hann hefur vonandi lært það mikið af Guðjóni Val Sigurðssyni að hann geti tekið næsta skref í íslenska landsliðsbúningnum. Það væri enn betra að sjá hann spila með Gummersbach í bestu deildinni en það kemur vonandi í framtíðinni. Það er kannski erfitt að sjá fyrir sér hversu stórt hlutverk Elliða verður á þessu móti en það hlýtur að vera freistandi fyrir Guðmund þjálfara að nýta sér smitandi baráttu Eyjamannsins inn á vellinum. Það er aftur á móti hans að byggja ofan á ævintýrið í Egyptalandi í fyrra. Gísli Þorgeir Kristjánsson stýrði sóknarleiknum vel á síðasta stórmóti.Vísir/Vilhelm Gísli Þorgeir Kristjánsson 22 ára leikstjórnandi Félag: SC Magdeburg í Þýskalandi 32 landsleikir og 52 landsliðsmörk Fyrsta stórmótið: HM 2019 í Danmörku og Þýskalandi Þriðja stórmótið með íslenska landsliðinu (Fyrsta Evrópumótið) 14 leikir og 25 mörk á stórmótum ------------------------------ Matspjaldið hans Gísla Þorgeirs: Mikilvægi: B+ Reynsla: B Hæfileikar: B+ Hlutverk: A Pressa: B Gísli Þorgeir Kristjánsson átti mjög flotta innkomu í landsliðið á heimsmeistaramótinu í fyrra en liðið þurfti mikið á honum að halda eftir að Aron Pálmarsson, Haukur Þrastarson og Janus Daði Smárason misstu af mótinu vegna meiðsla. Gísli var sjálfur að koma til baka eftir meiðsli en hann stóðst prófið fyrir ári síðan með glæsibrag. Gísli hefur þrátt fyrir ungan aldur þurft að þola meira mótlæti en flestir leikmenn á öllum ferlinum. Axlarmeiðslin hafa verið honum mjög erfið en Gísli er aftur kominn á ferðina sem eru frábærar fréttir fyrir liðið. Hann er ungur enn og hefur enn tíma til að þróa sinn leik enn frekar. Gísli sýndi með áræðni sinni og leikskilingi á HM í fyrra að hann getur hjálpað íslenska liðinu í sóknarleiknum. Hann er að spila með toppliði þýsku deildarinnar og þótt að hlutverkið sé ekki eins stórt og hjá Ómari Inga þá hefur gott gengi í haust vonandi gefið honum sjálfstraust til frekari jákvæðri hluta með landsliðinu. Viggó Kristjánsson hefur leikið lengi erlendis og er búinn að safna að sér góðri reynslu.Vísir/Vilhelm Viggó Kristjánsson 28 ára hægri skytta Félag: TVB 1898 Stuttgart í Þýskalandi 21 landsleikur og 55 landsliðsmörk Fyrsta stórmótið: EM 2020 í Danmörku, Noregi og Austurríki Þriðja stórmótið með íslenska landsliðinu (Annað Evrópumótið) 12 leikir og 31 mark á stórmótum ------------------------------- Matspjaldið hans Viggós: Mikilvægi: B Reynsla: B Hæfileikar: B Hlutverk: B Pressa: B Viggó Kristjánsson hefur tekið stór skref upp metorðalista landsliðsins á síðustu tveimur stórmótum og stimplaði sig vel inn í hægri skyttuna með glæsibrag á HM í Egyptalandi í fyrra. Viggó fékk meiri ábyrgð þegar Alexander Petersson meiddist og nýtt tækifærið vel. Viggó hækkaði meðalskor sitt frá EM 2020 úr 1,9 marki í leik í 3,6 mörk að meðaltali á HM í Egyptalandi. Hann býr þegar að mikilli reynslu úr Evrópuhandboltanum og er enn á uppleið sem leikmaður. Viggó hefur verið að standa sig frábærlega með Stuttgart í þýsku deildinni og er sem dæmi búinn að koma með beinum hætti að meira en hundrað mörkum í tíu deildarleikjum í vetur. Viggó er með 64 mörk og 40 stoðsendingar í þessum tíu leikjum. Það er hins vegar enn meiri samkeppni um hægri skyttustöðuna á þessu móti en þeir Ómar Ingi Magnússon, Kristján Örn Kristjánsson og Teitur Örn Einarsson hafa allir verið að spila frábærlega síðasta árið. Fjórar skyttur með flotta tölfræði úr toppdeildum og tilbúnir að halda hverjum öðrum á tánum í landsliðinu. Ýmir Örn Gíslason er kominn í leiðtogahlutverk í íslenska liðinu þrátt fyrir ungan aldur.Vísir/Vilhelm Ýmir Örn Gíslason 24 ára línumaður Félag: Die Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi 52 landsleikir og 22 landsliðsmörk Fyrsta stórmótið: EM 2018 í Króatíu Fimmta stórmótið með íslenska landsliðinu (Þriðja Evrópumótið) 24 leikir og 10 mörk á stórmótum -------------------------------- Matspjaldið hans Ýmis: Mikilvægi: A Reynsla: B Hæfileikar: B+ Hlutverk: A Pressa: B+ Ýmir Örn Gíslason var kominn í mikið leiðtogahlutverk í landsliðinu á heimsmeistaramótinu í fyrra og það hlutverk ætti bara að stækka nú þegar hann mætir á sitt fimmta stórmót. Lykilmaður í varnarleik íslenska liðsins sem gekk ágætlega á HM í fyrra. Ýmir sýndi leiðtogahæfileika sína snemma hjá Val og hann steig á sínum tíma stórt skref með því að skipta yfir í stórlið Die Rhein-Neckar Löwen. Það lítur út fyrir að það krefjandi skref hafi skilað sér inn því hann hefur spilað betur fyrir landsliðið með hverju stórmóti. Ýmir Örn var frábær í íslensku vörninni í Egyptalandi og fækkaði líka óþarfa brottrekstrum sem var mikil fagnaðarefni. Reynsla hans frá því að spila í bestu deild í heimi er augljóslega að skila sér í klókari leik. Næsta skref Ýmis þarf að vera í sóknarleiknum en lítill spilatími hans í sóknarleik Löwen er þó ekki að undirbúa hann mikið fyrir það skref. Ýmir er aðeins með 10 mörk í 24 leikjum á stórmótum en það væri gaman að sjá hann fara svipaða leið og Geir Sveinsson á sínum tíma sem óx og dafnaði sem sóknarlínumaður eftir sem leið á hans landsliðsferil. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Ísland á EM 2022: Guttarnir sem geta orðið að stórmóta-mönnum á þessu EM Vísir kynnir leikmenn íslenska handboltalandsliðsins sem gætu sprungið út á EM í handbolta 2022. 12. janúar 2022 11:01 Ísland á EM 2022: Íþróttamaður ársins einn þeirra sem þurfa að sanna sig Vísir kynnir leikmenn íslenska landsliðsins sem þurfa að sanna sig á Evrópumótinu í handbolta 2022. 11. janúar 2022 11:01 Ísland á EM 2022: Aron er fremstur meðal leiðtoga íslenska liðsins Ábyrgðin er mikil á herðum þeirra leikmanna úr íslenska handboltalandsliðinu sem Vísir kynnir til leiks í dag. 10. janúar 2022 11:24 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið hefur leikið á Evrópumótinu í handbolta í föstudagskvöldið en Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið tuttugu manna leikmannahóp fyrir þetta EM. Vísir ætlar að kynna leikmenn liðsins með því að skipta þá niður á fjóra mismunandi hópa eftir stöðu þeirra innan liðsins og hlutverk þeirra í hópnum í ár sem og á síðasta stórmóti sem var HM í Egyptalandi fyrir ári síðan. Strákarnir okkar héldu til Búdapest í fyrradag þar sem liðið leikur í B-riðli ásamt Portúgal, Hollandi og Ungverjalandi. Tvö efstu liðin komast áfram í milliriðil en hann fer einnig fram í Búdapest. Í fjórða hlutanum í dag þá tökum við fyrir þá leikmenn liðsins sem þurfa að byggja ofan á gott síðasta mót á Evrópumótinu í handbolta í ár. Í þennan hóp setjum við leikmennina Elliða Snæ Viðarsson, Gísla Þorgeir Kristjánsson, Viggó Kristjánsson og Ými Örn Gíslason. Allt eru þetta leikmenn sem stóðu sig mjög vel á HM í Egyptalandi og leikmenn sem eiga sín bestu ár eftir og gætu hjálpað íslenska liðinu mikið með því að taka næsta skref. Íslenska landsliðið var ekki að spila nógu vel á heimsmeistaramótinu fyrir ári síðan en það voru ljósir punktar og það jákvæðasta var án efa frammistaða þessara ungu leikmanna sem hafa alla burði til þess að verða framtíðarmenn íslenska liðsins. Það væri frábært að sjá þá taka annað skref í rétta átt á þessu móti. Þetta er fjórði og síðasti hluti leikmannakynningu Vísis en við höfum nú kynnt alla tuttugu leikmenn EM-hópsins til leiks. Fyrsti leikurinn er síðan annað kvöld á móti Portúgal. Elliði Snær Viðarsson í baráttunni í leik með íslenska landsliðinu á HM í fyrra.Getty/Slavko Midzo Elliði Snær Viðarsson 23 ára línumaður Félag: Gummersbach í Þýskalandi 13 landsleikur og 14 landsliðsmörk Fyrsta stórmótið: HM 2021 í Egyptalandi Annað stórmótið með íslenska landsliðinu (Fyrsta Evrópumótið) 6 leikir og 7 mörk á stórmótum ------------------------------ Matspjaldið hans Elliða Snæs: Mikilvægi: B Reynsla: C Hæfileikar: B+ Hlutverk: + Pressa: B Elliði Snær Viðarsson kom sér óvænt í stórt hlutverk hjá íslenska landsliðinu með góðri frammistöðu á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi fyrir ári síðan. Hann spilar orkumikinn bolta á báðum endum vallarins og ætti bara að hafa bætt sinn leik á því ári sem er liðið. Elliði er dæmigerður Eyjamaður, kraftmikill og kappsamur leikmaður sem er óhræddur við að mæta mönnum þótt þeir séu kannski stærri og sterkari. Hann steig skrefið út í atvinnumennsku þegar hann samdi við Gummersbach í Þýskalandi. Gummersbach er enn í B-deildinni og því á Elliði enn eftir að spila í bestu deildinni en hann hefur vonandi lært það mikið af Guðjóni Val Sigurðssyni að hann geti tekið næsta skref í íslenska landsliðsbúningnum. Það væri enn betra að sjá hann spila með Gummersbach í bestu deildinni en það kemur vonandi í framtíðinni. Það er kannski erfitt að sjá fyrir sér hversu stórt hlutverk Elliða verður á þessu móti en það hlýtur að vera freistandi fyrir Guðmund þjálfara að nýta sér smitandi baráttu Eyjamannsins inn á vellinum. Það er aftur á móti hans að byggja ofan á ævintýrið í Egyptalandi í fyrra. Gísli Þorgeir Kristjánsson stýrði sóknarleiknum vel á síðasta stórmóti.Vísir/Vilhelm Gísli Þorgeir Kristjánsson 22 ára leikstjórnandi Félag: SC Magdeburg í Þýskalandi 32 landsleikir og 52 landsliðsmörk Fyrsta stórmótið: HM 2019 í Danmörku og Þýskalandi Þriðja stórmótið með íslenska landsliðinu (Fyrsta Evrópumótið) 14 leikir og 25 mörk á stórmótum ------------------------------ Matspjaldið hans Gísla Þorgeirs: Mikilvægi: B+ Reynsla: B Hæfileikar: B+ Hlutverk: A Pressa: B Gísli Þorgeir Kristjánsson átti mjög flotta innkomu í landsliðið á heimsmeistaramótinu í fyrra en liðið þurfti mikið á honum að halda eftir að Aron Pálmarsson, Haukur Þrastarson og Janus Daði Smárason misstu af mótinu vegna meiðsla. Gísli var sjálfur að koma til baka eftir meiðsli en hann stóðst prófið fyrir ári síðan með glæsibrag. Gísli hefur þrátt fyrir ungan aldur þurft að þola meira mótlæti en flestir leikmenn á öllum ferlinum. Axlarmeiðslin hafa verið honum mjög erfið en Gísli er aftur kominn á ferðina sem eru frábærar fréttir fyrir liðið. Hann er ungur enn og hefur enn tíma til að þróa sinn leik enn frekar. Gísli sýndi með áræðni sinni og leikskilingi á HM í fyrra að hann getur hjálpað íslenska liðinu í sóknarleiknum. Hann er að spila með toppliði þýsku deildarinnar og þótt að hlutverkið sé ekki eins stórt og hjá Ómari Inga þá hefur gott gengi í haust vonandi gefið honum sjálfstraust til frekari jákvæðri hluta með landsliðinu. Viggó Kristjánsson hefur leikið lengi erlendis og er búinn að safna að sér góðri reynslu.Vísir/Vilhelm Viggó Kristjánsson 28 ára hægri skytta Félag: TVB 1898 Stuttgart í Þýskalandi 21 landsleikur og 55 landsliðsmörk Fyrsta stórmótið: EM 2020 í Danmörku, Noregi og Austurríki Þriðja stórmótið með íslenska landsliðinu (Annað Evrópumótið) 12 leikir og 31 mark á stórmótum ------------------------------- Matspjaldið hans Viggós: Mikilvægi: B Reynsla: B Hæfileikar: B Hlutverk: B Pressa: B Viggó Kristjánsson hefur tekið stór skref upp metorðalista landsliðsins á síðustu tveimur stórmótum og stimplaði sig vel inn í hægri skyttuna með glæsibrag á HM í Egyptalandi í fyrra. Viggó fékk meiri ábyrgð þegar Alexander Petersson meiddist og nýtt tækifærið vel. Viggó hækkaði meðalskor sitt frá EM 2020 úr 1,9 marki í leik í 3,6 mörk að meðaltali á HM í Egyptalandi. Hann býr þegar að mikilli reynslu úr Evrópuhandboltanum og er enn á uppleið sem leikmaður. Viggó hefur verið að standa sig frábærlega með Stuttgart í þýsku deildinni og er sem dæmi búinn að koma með beinum hætti að meira en hundrað mörkum í tíu deildarleikjum í vetur. Viggó er með 64 mörk og 40 stoðsendingar í þessum tíu leikjum. Það er hins vegar enn meiri samkeppni um hægri skyttustöðuna á þessu móti en þeir Ómar Ingi Magnússon, Kristján Örn Kristjánsson og Teitur Örn Einarsson hafa allir verið að spila frábærlega síðasta árið. Fjórar skyttur með flotta tölfræði úr toppdeildum og tilbúnir að halda hverjum öðrum á tánum í landsliðinu. Ýmir Örn Gíslason er kominn í leiðtogahlutverk í íslenska liðinu þrátt fyrir ungan aldur.Vísir/Vilhelm Ýmir Örn Gíslason 24 ára línumaður Félag: Die Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi 52 landsleikir og 22 landsliðsmörk Fyrsta stórmótið: EM 2018 í Króatíu Fimmta stórmótið með íslenska landsliðinu (Þriðja Evrópumótið) 24 leikir og 10 mörk á stórmótum -------------------------------- Matspjaldið hans Ýmis: Mikilvægi: A Reynsla: B Hæfileikar: B+ Hlutverk: A Pressa: B+ Ýmir Örn Gíslason var kominn í mikið leiðtogahlutverk í landsliðinu á heimsmeistaramótinu í fyrra og það hlutverk ætti bara að stækka nú þegar hann mætir á sitt fimmta stórmót. Lykilmaður í varnarleik íslenska liðsins sem gekk ágætlega á HM í fyrra. Ýmir sýndi leiðtogahæfileika sína snemma hjá Val og hann steig á sínum tíma stórt skref með því að skipta yfir í stórlið Die Rhein-Neckar Löwen. Það lítur út fyrir að það krefjandi skref hafi skilað sér inn því hann hefur spilað betur fyrir landsliðið með hverju stórmóti. Ýmir Örn var frábær í íslensku vörninni í Egyptalandi og fækkaði líka óþarfa brottrekstrum sem var mikil fagnaðarefni. Reynsla hans frá því að spila í bestu deild í heimi er augljóslega að skila sér í klókari leik. Næsta skref Ýmis þarf að vera í sóknarleiknum en lítill spilatími hans í sóknarleik Löwen er þó ekki að undirbúa hann mikið fyrir það skref. Ýmir er aðeins með 10 mörk í 24 leikjum á stórmótum en það væri gaman að sjá hann fara svipaða leið og Geir Sveinsson á sínum tíma sem óx og dafnaði sem sóknarlínumaður eftir sem leið á hans landsliðsferil.
Elliði Snær Viðarsson 23 ára línumaður Félag: Gummersbach í Þýskalandi 13 landsleikur og 14 landsliðsmörk Fyrsta stórmótið: HM 2021 í Egyptalandi Annað stórmótið með íslenska landsliðinu (Fyrsta Evrópumótið) 6 leikir og 7 mörk á stórmótum ------------------------------ Matspjaldið hans Elliða Snæs: Mikilvægi: B Reynsla: C Hæfileikar: B+ Hlutverk: + Pressa: B
Gísli Þorgeir Kristjánsson 22 ára leikstjórnandi Félag: SC Magdeburg í Þýskalandi 32 landsleikir og 52 landsliðsmörk Fyrsta stórmótið: HM 2019 í Danmörku og Þýskalandi Þriðja stórmótið með íslenska landsliðinu (Fyrsta Evrópumótið) 14 leikir og 25 mörk á stórmótum ------------------------------ Matspjaldið hans Gísla Þorgeirs: Mikilvægi: B+ Reynsla: B Hæfileikar: B+ Hlutverk: A Pressa: B
Viggó Kristjánsson 28 ára hægri skytta Félag: TVB 1898 Stuttgart í Þýskalandi 21 landsleikur og 55 landsliðsmörk Fyrsta stórmótið: EM 2020 í Danmörku, Noregi og Austurríki Þriðja stórmótið með íslenska landsliðinu (Annað Evrópumótið) 12 leikir og 31 mark á stórmótum ------------------------------- Matspjaldið hans Viggós: Mikilvægi: B Reynsla: B Hæfileikar: B Hlutverk: B Pressa: B
Ýmir Örn Gíslason 24 ára línumaður Félag: Die Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi 52 landsleikir og 22 landsliðsmörk Fyrsta stórmótið: EM 2018 í Króatíu Fimmta stórmótið með íslenska landsliðinu (Þriðja Evrópumótið) 24 leikir og 10 mörk á stórmótum -------------------------------- Matspjaldið hans Ýmis: Mikilvægi: A Reynsla: B Hæfileikar: B+ Hlutverk: A Pressa: B+
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Ísland á EM 2022: Guttarnir sem geta orðið að stórmóta-mönnum á þessu EM Vísir kynnir leikmenn íslenska handboltalandsliðsins sem gætu sprungið út á EM í handbolta 2022. 12. janúar 2022 11:01 Ísland á EM 2022: Íþróttamaður ársins einn þeirra sem þurfa að sanna sig Vísir kynnir leikmenn íslenska landsliðsins sem þurfa að sanna sig á Evrópumótinu í handbolta 2022. 11. janúar 2022 11:01 Ísland á EM 2022: Aron er fremstur meðal leiðtoga íslenska liðsins Ábyrgðin er mikil á herðum þeirra leikmanna úr íslenska handboltalandsliðinu sem Vísir kynnir til leiks í dag. 10. janúar 2022 11:24 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Ísland á EM 2022: Guttarnir sem geta orðið að stórmóta-mönnum á þessu EM Vísir kynnir leikmenn íslenska handboltalandsliðsins sem gætu sprungið út á EM í handbolta 2022. 12. janúar 2022 11:01
Ísland á EM 2022: Íþróttamaður ársins einn þeirra sem þurfa að sanna sig Vísir kynnir leikmenn íslenska landsliðsins sem þurfa að sanna sig á Evrópumótinu í handbolta 2022. 11. janúar 2022 11:01
Ísland á EM 2022: Aron er fremstur meðal leiðtoga íslenska liðsins Ábyrgðin er mikil á herðum þeirra leikmanna úr íslenska handboltalandsliðinu sem Vísir kynnir til leiks í dag. 10. janúar 2022 11:24