„Íbúar eru foxillir“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2022 11:40 Guðbrandur Einarsson forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ bendir á að þegar kísilverið í Helguvík var starfandi hafi íbúar í nágrenninu þurft að leita sér læknisaðstoðar, sem þeir tengdu við starfsemi versins. Viðreisn/Vísir/Þorgils Forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ segir engan vilja fyrir því meðal íbúa að kísilverið í Helguvík verði endurræst. Slíkum fyrirætlunum verði ekki leyft fram að ganga. Fyrirætlanir PCC á Bakka liggja þó ekki fyrir en ljóst er að ráðast þyrfti í kostnaðarsamar framkvæmdir, eigi að endurræsa kísilverið. Kjarninn greindi frá því í morgun að Arion banki og PCC SE, meirihlutaeigandi kísilversins á Bakka á Húsavík, hefðu undirritað viljayfirlýsingu varðandi möguleg kaup á kísilverinu í Helguvík. Kísilverinu var lokað árið 2017 eftir að Umhverfisstofnun stöðvaði starfsemina vegna ítrekaðra bilana og kvartana íbúa í nágrenninu. Síðan þá hefur verið stefnt að því að selja kísilverið. Enginn samstarfsvilji Guðbrandur Einarsson forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir bæjarstjórn ekki vita hvað stendur í viljayfirlýsingunni en ef stefnt sé á endurræsingu myndi hún mæta verulegri andstöðu. „Íbúar eru foxillir yfir því að þetta sé að gerast, ég þori að fullyrða það,“ segir Guðbrandur. Hann trúi ekki öðru en að PCC á Bakka kynni sér stöðuna í Reykjanesbæ áður en lengra er haldið. „Þá er enginn samstarfsvilji hér á Suðurnesjum um það að þessi verksmiðja fari í gang aftur. Við sem samfélag munum berjast gegn því að verksmiðjan verði endurræst.“ „Íbúar urðu bara veikir“ Hann rifjar upp ástandið í bænum þegar kísilverið var starfandi. „Menn hafa verið að tala alltaf um ólykt en íbúar urðu bara veikir, margir þurftu að leita læknisaðstoðar. Einhverjir þurftu að fara inn á Landspítala, margir misstu röddina,“ segir Guðbrandur. „Það bara gengur ekki upp að menn geti viðhaft svona vinnubrögð gagnvart stóru samfélagi og við eigum bara að bíða og sjá hvort þessir hlutir heppnist.“ Fréttastofa hefur sent Rúnari Sigurpálssyni forstjóra PCC á Bakka fyrirspurn um mögulegar fyrirætlanir fyrirtækisins í Helguvík. Guðbrandur bendir á að kísilverið sé óstarfhæft í núverandi mynd. Til að endurræsa það þyrfti að fara í milljarðaframkvæmdir og deiliskipulagsbreytingar. Reykjanesbær Stóriðja Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Kjarninn greindi frá því í morgun að Arion banki og PCC SE, meirihlutaeigandi kísilversins á Bakka á Húsavík, hefðu undirritað viljayfirlýsingu varðandi möguleg kaup á kísilverinu í Helguvík. Kísilverinu var lokað árið 2017 eftir að Umhverfisstofnun stöðvaði starfsemina vegna ítrekaðra bilana og kvartana íbúa í nágrenninu. Síðan þá hefur verið stefnt að því að selja kísilverið. Enginn samstarfsvilji Guðbrandur Einarsson forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir bæjarstjórn ekki vita hvað stendur í viljayfirlýsingunni en ef stefnt sé á endurræsingu myndi hún mæta verulegri andstöðu. „Íbúar eru foxillir yfir því að þetta sé að gerast, ég þori að fullyrða það,“ segir Guðbrandur. Hann trúi ekki öðru en að PCC á Bakka kynni sér stöðuna í Reykjanesbæ áður en lengra er haldið. „Þá er enginn samstarfsvilji hér á Suðurnesjum um það að þessi verksmiðja fari í gang aftur. Við sem samfélag munum berjast gegn því að verksmiðjan verði endurræst.“ „Íbúar urðu bara veikir“ Hann rifjar upp ástandið í bænum þegar kísilverið var starfandi. „Menn hafa verið að tala alltaf um ólykt en íbúar urðu bara veikir, margir þurftu að leita læknisaðstoðar. Einhverjir þurftu að fara inn á Landspítala, margir misstu röddina,“ segir Guðbrandur. „Það bara gengur ekki upp að menn geti viðhaft svona vinnubrögð gagnvart stóru samfélagi og við eigum bara að bíða og sjá hvort þessir hlutir heppnist.“ Fréttastofa hefur sent Rúnari Sigurpálssyni forstjóra PCC á Bakka fyrirspurn um mögulegar fyrirætlanir fyrirtækisins í Helguvík. Guðbrandur bendir á að kísilverið sé óstarfhæft í núverandi mynd. Til að endurræsa það þyrfti að fara í milljarðaframkvæmdir og deiliskipulagsbreytingar.
Reykjanesbær Stóriðja Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira