Helgi Seljan frá RÚV á Stundina: „Veitir mér leyfi til að svara fyrir mig“ Eiður Þór Árnason og Jakob Bjarnar skrifa 13. janúar 2022 13:15 Helgi Seljan er ekki horfinn úr blaðamennskunni. Vísir/Vilhelm Fréttamaðurinn Helgi Seljan hefur sagt upp störfum hjá RÚV. Helgi, sem hefur starfað á miðlinum frá árinu 2006, hefur verið í leyfi frá störfum og hyggst ekki snúa aftur. Hann tekur við sem rannsóknarritstjóri Stundarinnar þann 15. febrúar. Kjarninn greinir frá uppsögninni og vísar í færslu sem Helgi birti inn á lokuðu vefsvæði starfsmanna RÚV. Þar segir hann ákvörðunina hvorki hafa verið tekna í skyndi né af neinni vonsku. „Ég mat það bara sem svo að nú væri rétti tíminn til að takast á við nýjar áskoranir á nýjum stað. Ég ætla þó ekki að halda því fram að atburðarrás undanfarinna missera hafi ekki haft nein áhrif á að ég yfirleitt fór að velta þessum möguleika fyrir mér. Ég skil þó við RÚV sáttur við allt og alla, vitandi það að öll höfum við lært og munum draga lærdóm af því sem gengið hefur á,“ segir Helgi í skilaboðum sínum til samstarfsmanna á RÚV. Þar vísar hann til atburða sem gerðust í tengslum við umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu. Kjarninn hefur til að mynda greint frá því að starfsmaður Samherja hafi elt og áreitt Helga mánuðum saman og svokölluð „Skæruliðadeild Samherja“ skipulega reynt að grafa undan trúverðugleika fréttamannsins. Einnig kærði Samherji Helga til siðanefndar RÚV vegna ummæla sem hann lét falla á samfélagsmiðlum. Jón Trausti hættir sem ritstjóri Fram kemur á vef Stundarinnar að Helgi muni vinna umfjallanir fyrir miðla Stundarinnar ásamt því að gegna hlutverki rannsóknarritstjóra. Um er að ræða nýja stöðu sem þekkist á erlendum fjölmiðlum. Samhliða breytingunum stígur Jón Trausti Reynisson úr stóli ritstjóra og verður eingöngu framkvæmdastjóri Útgáfufélagsins Stundarinnar og blaðamaður á ritstjórn Stundarinnar. Frá stofnun í janúar 2015 hefur Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir gegnt stöðu ritstjóra ásamt Jóni Trausta. Hún verður framvegis ein aðalritstjóri. Helgi hefur lengi verið einn þekktasti fréttamaður landsins og meðal annars hlotið blaðamannaverðlaun og fjölda tilnefninga fyrir vinnu sína í Kastljósi og fréttaskýringaþættinum Kveik. Hann hefur fjórum sinnum verið valinn sjónvarpsmaður ársins á Edduverðlaununum. Getur loks svarað fyrir sig með góðri samvisku Vísir ræddi stuttlega við Helga í tilefni af þessum vistaskiptum. Hann var fyrst spurður um þennan titil, rannsóknarritstjóri, sem ekki hefur sést fyrr á Íslandi? „Þessi titill er vel þekktur erlendis frá og er fyrst og fremst til marks um að mér sé falið að halda utan um og vinna í samvinnu við aðra stærri verkefni og tímafrekari. Svolítið eins og ég hef verið að gera,“ segir Helgi. Helgi Seljan segist ekki hættur að fjalla um Samherjamálið, ef einhver er að velta því fyrir sér.vísir/vilhelm Hann vill ekki fara mörgum orðum um hver verði hans fyrstu viðfangsefni á Stundinni. „Ég er ekki hættur að fjalla um Samherjamálið, ef það er það sem þú ert að fiska eftir, kvótalaus. Þar fyrir utan lít ég svo á að málfrelsi mitt sé nú orðið á pari við aðra þegna þessa samfélags, sem aftur veitir mér leyfi til að svara fyrir mig.“ Helgi vísar þar til hinna umdeildu siðareglna Ríkisútvarpsins sem fjallað var mjög um á sínum tíma en hann var fundinn sekur um brot við þeim af tilfallandi siðanefnd RÚV. Hann lítur ekki svo á, þó hann sé nú að hverfa af skjánum og í prentið að þar með sé hann kominn á byrjunarreit. „Nei alls ekki. Þar byrjaði ég vissulega og fann mig vel. En það eru tuttugu ár síðan og á þeim tíma hefur bylting orðið í miðlun upplýsinga, sem til dæmis bindur ekki hendur miðla til að koma frá sér efni á einn hátt frekar en annan.“ Ríkisútvarpið Vistaskipti Samherjaskjölin Fjölmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Kjarninn greinir frá uppsögninni og vísar í færslu sem Helgi birti inn á lokuðu vefsvæði starfsmanna RÚV. Þar segir hann ákvörðunina hvorki hafa verið tekna í skyndi né af neinni vonsku. „Ég mat það bara sem svo að nú væri rétti tíminn til að takast á við nýjar áskoranir á nýjum stað. Ég ætla þó ekki að halda því fram að atburðarrás undanfarinna missera hafi ekki haft nein áhrif á að ég yfirleitt fór að velta þessum möguleika fyrir mér. Ég skil þó við RÚV sáttur við allt og alla, vitandi það að öll höfum við lært og munum draga lærdóm af því sem gengið hefur á,“ segir Helgi í skilaboðum sínum til samstarfsmanna á RÚV. Þar vísar hann til atburða sem gerðust í tengslum við umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu. Kjarninn hefur til að mynda greint frá því að starfsmaður Samherja hafi elt og áreitt Helga mánuðum saman og svokölluð „Skæruliðadeild Samherja“ skipulega reynt að grafa undan trúverðugleika fréttamannsins. Einnig kærði Samherji Helga til siðanefndar RÚV vegna ummæla sem hann lét falla á samfélagsmiðlum. Jón Trausti hættir sem ritstjóri Fram kemur á vef Stundarinnar að Helgi muni vinna umfjallanir fyrir miðla Stundarinnar ásamt því að gegna hlutverki rannsóknarritstjóra. Um er að ræða nýja stöðu sem þekkist á erlendum fjölmiðlum. Samhliða breytingunum stígur Jón Trausti Reynisson úr stóli ritstjóra og verður eingöngu framkvæmdastjóri Útgáfufélagsins Stundarinnar og blaðamaður á ritstjórn Stundarinnar. Frá stofnun í janúar 2015 hefur Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir gegnt stöðu ritstjóra ásamt Jóni Trausta. Hún verður framvegis ein aðalritstjóri. Helgi hefur lengi verið einn þekktasti fréttamaður landsins og meðal annars hlotið blaðamannaverðlaun og fjölda tilnefninga fyrir vinnu sína í Kastljósi og fréttaskýringaþættinum Kveik. Hann hefur fjórum sinnum verið valinn sjónvarpsmaður ársins á Edduverðlaununum. Getur loks svarað fyrir sig með góðri samvisku Vísir ræddi stuttlega við Helga í tilefni af þessum vistaskiptum. Hann var fyrst spurður um þennan titil, rannsóknarritstjóri, sem ekki hefur sést fyrr á Íslandi? „Þessi titill er vel þekktur erlendis frá og er fyrst og fremst til marks um að mér sé falið að halda utan um og vinna í samvinnu við aðra stærri verkefni og tímafrekari. Svolítið eins og ég hef verið að gera,“ segir Helgi. Helgi Seljan segist ekki hættur að fjalla um Samherjamálið, ef einhver er að velta því fyrir sér.vísir/vilhelm Hann vill ekki fara mörgum orðum um hver verði hans fyrstu viðfangsefni á Stundinni. „Ég er ekki hættur að fjalla um Samherjamálið, ef það er það sem þú ert að fiska eftir, kvótalaus. Þar fyrir utan lít ég svo á að málfrelsi mitt sé nú orðið á pari við aðra þegna þessa samfélags, sem aftur veitir mér leyfi til að svara fyrir mig.“ Helgi vísar þar til hinna umdeildu siðareglna Ríkisútvarpsins sem fjallað var mjög um á sínum tíma en hann var fundinn sekur um brot við þeim af tilfallandi siðanefnd RÚV. Hann lítur ekki svo á, þó hann sé nú að hverfa af skjánum og í prentið að þar með sé hann kominn á byrjunarreit. „Nei alls ekki. Þar byrjaði ég vissulega og fann mig vel. En það eru tuttugu ár síðan og á þeim tíma hefur bylting orðið í miðlun upplýsinga, sem til dæmis bindur ekki hendur miðla til að koma frá sér efni á einn hátt frekar en annan.“
Ríkisútvarpið Vistaskipti Samherjaskjölin Fjölmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira