Körfubolti

Kristófer Acox: Valur er besta varnarlið landsins

Andri Már Eggertsson skrifar
Kristófer Acox átti góðan leik gegn Tindastól í kvöld.
Kristófer Acox átti góðan leik gegn Tindastól í kvöld. Vísir/Bára Dröfn

Valur fór illa með Tindastól og vann tuttugu og tveggja stiga sigur 93-71. Kristófer Acox, leikmaður Vals, var ánægður með úrslit kvöldsins.

„Mér fannst þetta smella í öðrum leikhluta og síðan héldum við áfram í seinni hálfleik. Varnarleikurinn var flottur og það gekk allt upp í kvöld,“ sagði Kristófer Acox ánægður með sigurinn.

Jafnræði var með liðunum til að byrja með en Valur náði yfirhöndinni í öðrum leikhluta og leit aldrei um öxl eftir það.

„Við hittum vel á þessum tímapunkti sem skilaði stigum á töfluna ásamt því stoppuðum við þá á hinum enda vallarins.“

„Við vorum með góða forystu þegar haldið var í 4. leikhluta og töluðum við um að hægja ekki á hlutnum heldur halda áfram sem við gerðum og var ég ánægður með það.“

Valur komst aftur á sigurbraut eftir að hafa tapað gegn Breiðabliki fyrir tæplega fjórum vikum og var Kristófer ánægður með að hafa tekist að kvitta fyrir það.

„Það var mánuður síðan við spiluðum síðast og var það tap gegn Breiðabliki sem sat mikið í okkur.“

Gestirnir frá Sauðárkróki skoruðu aðeins 71 stig og telur Kristófer varnarleik Vals þann besta í deildinni.

„Við lokuðum vel á þeirra erlendu leikmenn sem eru öflugir. Þegar við smellum saman erum við frábært varnarlið. Við misstum Hjálmar snemma út en aðrir komu inn í staðinn og finnst mér Valur vera besta varnarlið á landinu,“ sagði Kristófer Acox að lokum. 


Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×