Fengu tiltal frá lögreglu vegna ruglingslegra sóttvarnareglna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2022 20:19 Brynjólfur J. Baldursson, annar eigenda Gróðurhússins, segir sóttvarnareglur nokkuð ruglingslegar eftir að nýjar reglur tóku gildi á miðnætti en þakkar þó fyrir að lögregla hafi komið og bent á hvað mætti betur fara. Vísir Lögreglan á Suðurlandi heimsótti Gróðurhúsið í Hveragerði fyrr í kvöld vegna sóttvarnareglna sem höfðu verið brotnar inni í mathöllinni á staðnum. Eigandi Gróðurhússins segir að bætt verði úr sóttvörnum á staðnum fyrir morgundaginn en reglur hafi verið óskýrar þegar þær breyttust á miðnætti í gær. Lögreglu bar að garði í Gróðurhúsinu fyrr í kvöld og gerði hún athugasemdir við rekstraraðila þar sem ekki var gætt nógu vel að sóttvörnum. Brynjólfur J. Baldursson, einn eigenda Gróðurhússins, segir að bætt hafi verið úr því sem hægt var að bæta í kvöld en á morgun verði farið enn betur yfir sóttvarnir í samráði við lögreglu. „Við vorum að fá ábendingar um hvernig hægt væri að bæta sóttvarnir á milli hólfa og við erum að reyna að laga það. Við fáum frest fram á morgundaginn til að kippa þessu í liðinn,“ segir Brynjólfur í samtali við fréttastofu. Mathöllinni í Gróðurhúsinu er skipt í átta sóttvarnahólf og mega tuttugu vera inni í hverju hólfi. Samkvæmt nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaaðgerðir mega enn vera tuttugu í rými á veitingastöðum og opnunartími er óbreyttur en Brynjólfur segir að verið sé að fylgjast enn betur með sóttvörnum nú þegar staða faraldursins er jafn slæm og hún er. Brynjólfur segir að leiðbeiningar um fjarlægð milli sóttvarnahólfa ekki hafa verið nógu skýrar.Vísir Nú verða veitingastaðirnir í mathöllinni látnir sjá um að bera mat á borð, til að minnka flakk gesta á milli hólfa, og verður það gert strax í kvöld. Á morgun verði svo farið yfir hvernig megi tryggja að fólk fari em minnst milli hólfa, hvernig tryggja megi nægar fjarlægðir milli hólfanna og svo framvegis. „Maður er bara að læra. Sóttvarnareglurnar hafa greinilega breyst þannig að það er verið að fylgja fastar eftir núna. Eðlilega kannski,“ segir Brynjólfur. „Við erum bara að laga það sem þarf að laga og svo kemur lögreglan aftur á morgun og skoðar með okkur úrbæturnar, svo allt sé eins og það á að vera.“ Mismunandi reglur í sitthvorum enda hússins Hann segir sóttvarnareglurnar að mörgu leyti óskýrar. „Maður finnur það þegar maður er að ræða þessi mál við kollega og við erum líka frekar ný í þessu þannig að við erum að læra bara á sama tíma og við gerum hlutina. En þegar maður las reglurnar þá skildi maður þetta öðruvísi en núna þegar við fengum athugasemdir frá lögreglunni.“ „Eins og þetta með hólfin, maður áttaði sig ekki á því hvað þyrfti að vera langt á milli þeirra og hvernig útgangar eiga að vera merktir. Mögulega eigum við bara að lesa þetta betur og leita okkur meiri hjálpar en ég held að við séum ekki einu sem erum að fá tiltal og leiðbeiningar,“ segir Brynjólfur. Hann bendir á að í hinum enda hússins séu verslanir og aðrar reglur gildi þar en inni í mathöllinni, sem geti verið ruglingslegt. „Maður þurfti alveg að þrílesa þessar reglur. Maður hélt að það mættu bara vera tíu í hólfi og svo sá maður að það væru tuttugu. Þetta er í grunninn eins og í fyrri reglum en greinilega verið að fylgja fastar eftir. Ég held að það séu margir sem eiga erfitt með að framfylgja þessu en það verður bara að gera það,“ segir Brynjólfur. „Satt best að segja held ég að lögreglan sé líka pínu ringluð yfir þessum reglum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Hveragerði Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira
Lögreglu bar að garði í Gróðurhúsinu fyrr í kvöld og gerði hún athugasemdir við rekstraraðila þar sem ekki var gætt nógu vel að sóttvörnum. Brynjólfur J. Baldursson, einn eigenda Gróðurhússins, segir að bætt hafi verið úr því sem hægt var að bæta í kvöld en á morgun verði farið enn betur yfir sóttvarnir í samráði við lögreglu. „Við vorum að fá ábendingar um hvernig hægt væri að bæta sóttvarnir á milli hólfa og við erum að reyna að laga það. Við fáum frest fram á morgundaginn til að kippa þessu í liðinn,“ segir Brynjólfur í samtali við fréttastofu. Mathöllinni í Gróðurhúsinu er skipt í átta sóttvarnahólf og mega tuttugu vera inni í hverju hólfi. Samkvæmt nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaaðgerðir mega enn vera tuttugu í rými á veitingastöðum og opnunartími er óbreyttur en Brynjólfur segir að verið sé að fylgjast enn betur með sóttvörnum nú þegar staða faraldursins er jafn slæm og hún er. Brynjólfur segir að leiðbeiningar um fjarlægð milli sóttvarnahólfa ekki hafa verið nógu skýrar.Vísir Nú verða veitingastaðirnir í mathöllinni látnir sjá um að bera mat á borð, til að minnka flakk gesta á milli hólfa, og verður það gert strax í kvöld. Á morgun verði svo farið yfir hvernig megi tryggja að fólk fari em minnst milli hólfa, hvernig tryggja megi nægar fjarlægðir milli hólfanna og svo framvegis. „Maður er bara að læra. Sóttvarnareglurnar hafa greinilega breyst þannig að það er verið að fylgja fastar eftir núna. Eðlilega kannski,“ segir Brynjólfur. „Við erum bara að laga það sem þarf að laga og svo kemur lögreglan aftur á morgun og skoðar með okkur úrbæturnar, svo allt sé eins og það á að vera.“ Mismunandi reglur í sitthvorum enda hússins Hann segir sóttvarnareglurnar að mörgu leyti óskýrar. „Maður finnur það þegar maður er að ræða þessi mál við kollega og við erum líka frekar ný í þessu þannig að við erum að læra bara á sama tíma og við gerum hlutina. En þegar maður las reglurnar þá skildi maður þetta öðruvísi en núna þegar við fengum athugasemdir frá lögreglunni.“ „Eins og þetta með hólfin, maður áttaði sig ekki á því hvað þyrfti að vera langt á milli þeirra og hvernig útgangar eiga að vera merktir. Mögulega eigum við bara að lesa þetta betur og leita okkur meiri hjálpar en ég held að við séum ekki einu sem erum að fá tiltal og leiðbeiningar,“ segir Brynjólfur. Hann bendir á að í hinum enda hússins séu verslanir og aðrar reglur gildi þar en inni í mathöllinni, sem geti verið ruglingslegt. „Maður þurfti alveg að þrílesa þessar reglur. Maður hélt að það mættu bara vera tíu í hólfi og svo sá maður að það væru tuttugu. Þetta er í grunninn eins og í fyrri reglum en greinilega verið að fylgja fastar eftir. Ég held að það séu margir sem eiga erfitt með að framfylgja þessu en það verður bara að gera það,“ segir Brynjólfur. „Satt best að segja held ég að lögreglan sé líka pínu ringluð yfir þessum reglum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Hveragerði Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira