Gíslataka í bænahúsi gyðinga í Dallas Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2022 21:18 Lögregla hefur girt svæðið við bænahúsið af vegna stöðunnar. AP/Jessika Harkay Vopnaður maður hefur tekið fólk gíslingu í bænahúsi gyðinga í Texas í Bandaríkjunum. Maðurinn segist vera vopnaður sprengjum og hafa tekið rabbína bænahússins og þrjár aðra gíslingu. Bænahúsið er í bænum Colleyville í Texas, um 20 km norðaustur af Fort Worth, og heitir Congregation Beth Israel. Óljóst er hvort maðurinn sé vopnaður meiru en sprengjunum, sem hann segist hafa á sér, en það er einnig óstaðfest. Heimildamaður fréttastofu ABC segir í samtali við hana að maðurinn segist vera bróðir dæmda hryðjuverkamannsins Aafia Siddiqui en yfirvöld hafa enn ekki staðfest það. Þá hafi hann gert kröfu um að systur hans verði sleppt úr fangelsi. Maðurinn sem hefur tekið minnst fjóra í gíslingu segist bróðir dæmds hryðjuverkamanns.Getty/Amanda McCoy Siddiqui afplánar nú fangelsisdóm á Carswell flugherstöðinni nærri Fort Worth samkvæmt frétt ABC. Hún var dæmd fyrir líkamsárás og morðtilraun á bandarískum hermanni árið 2010 og var dæmd í 86 ára fangelsi. Siddiqui var um tíma nemandi í MIT-háskólanum í Bandaríkjunum og á þrjú börn. Hún er sögð hafa verið gift frænda Khalids Sheikh Mohammeds, sem sagður er hafa skipulagt árásirnar í Bandaríkjunum 11. september 2001, og þannig haft tengsl við hryðjuverkasamtökin al-Qaida. UPDATE 1/15/22, 1:20 PM The situation at the 6100 block of Pleasant Run Road posted about earlier remains ongoing. We ask that you continue to avoid the area. We will continue to provide updates via social media.— Colleyville Police (@ColleyvillePD) January 15, 2022 Yfirvöld telja að maðurinn sé einn að verki. Alríkislögreglan er með viðbragð við bænahúsið og vinnur að málinu með löggæsluyfirvöldum á svæðinu og sérfræðingum í samningaræðum við gíslatökumenn. Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna hefur þá verið upplýst um stöðuna. Fram kemur í frétt AP um málið að alríkislögreglan sé í sambandi við gíslatökumanninn. Engar fregnir hafa borist af því að nokkur sé særður inni í bænahúsinu. Fréttastofa Fort Worth Star-Telegram greinir frá því að bænastund í bænahúsinu hafi verið í beinu streymi á Facebook-síðu bænahússins í morgun. Á upptökum úr streyminu megi heyra karlmann öskra um trúarbrögð og svo virðist vera sem hann hafi verið mjög reiður. Ekkert hafi þó sést á upptökunni sem sýni hvað hafi verið í gangi inni í bænahúsinu. Rétt eftir klukkan tvö í dag hafi maðurinn heyrst segja í streyminu: „Þú/Þið verðið að gera eitthvað. Ég vil ekki sjá þennan mann dáinn.“ Andartökum síðar hafi streymið rofnað. Samkvæmt frétt Star-Telegram heyrðist maðurinn ítrekað tala um Íslam, kalla ódæðisorð, tala um systur sína og um það að hann væri að fara að deyja. Sérsveit lögreglunnar í Colleyville var kölluð út um klukkan 11 í morgun að staðartíma til þess að flytja íbúa af svæðinu. Fréttin verður uppfærð þegar frekari upplýsingar berast. Bandaríkin Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sjá meira
Bænahúsið er í bænum Colleyville í Texas, um 20 km norðaustur af Fort Worth, og heitir Congregation Beth Israel. Óljóst er hvort maðurinn sé vopnaður meiru en sprengjunum, sem hann segist hafa á sér, en það er einnig óstaðfest. Heimildamaður fréttastofu ABC segir í samtali við hana að maðurinn segist vera bróðir dæmda hryðjuverkamannsins Aafia Siddiqui en yfirvöld hafa enn ekki staðfest það. Þá hafi hann gert kröfu um að systur hans verði sleppt úr fangelsi. Maðurinn sem hefur tekið minnst fjóra í gíslingu segist bróðir dæmds hryðjuverkamanns.Getty/Amanda McCoy Siddiqui afplánar nú fangelsisdóm á Carswell flugherstöðinni nærri Fort Worth samkvæmt frétt ABC. Hún var dæmd fyrir líkamsárás og morðtilraun á bandarískum hermanni árið 2010 og var dæmd í 86 ára fangelsi. Siddiqui var um tíma nemandi í MIT-háskólanum í Bandaríkjunum og á þrjú börn. Hún er sögð hafa verið gift frænda Khalids Sheikh Mohammeds, sem sagður er hafa skipulagt árásirnar í Bandaríkjunum 11. september 2001, og þannig haft tengsl við hryðjuverkasamtökin al-Qaida. UPDATE 1/15/22, 1:20 PM The situation at the 6100 block of Pleasant Run Road posted about earlier remains ongoing. We ask that you continue to avoid the area. We will continue to provide updates via social media.— Colleyville Police (@ColleyvillePD) January 15, 2022 Yfirvöld telja að maðurinn sé einn að verki. Alríkislögreglan er með viðbragð við bænahúsið og vinnur að málinu með löggæsluyfirvöldum á svæðinu og sérfræðingum í samningaræðum við gíslatökumenn. Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna hefur þá verið upplýst um stöðuna. Fram kemur í frétt AP um málið að alríkislögreglan sé í sambandi við gíslatökumanninn. Engar fregnir hafa borist af því að nokkur sé særður inni í bænahúsinu. Fréttastofa Fort Worth Star-Telegram greinir frá því að bænastund í bænahúsinu hafi verið í beinu streymi á Facebook-síðu bænahússins í morgun. Á upptökum úr streyminu megi heyra karlmann öskra um trúarbrögð og svo virðist vera sem hann hafi verið mjög reiður. Ekkert hafi þó sést á upptökunni sem sýni hvað hafi verið í gangi inni í bænahúsinu. Rétt eftir klukkan tvö í dag hafi maðurinn heyrst segja í streyminu: „Þú/Þið verðið að gera eitthvað. Ég vil ekki sjá þennan mann dáinn.“ Andartökum síðar hafi streymið rofnað. Samkvæmt frétt Star-Telegram heyrðist maðurinn ítrekað tala um Íslam, kalla ódæðisorð, tala um systur sína og um það að hann væri að fara að deyja. Sérsveit lögreglunnar í Colleyville var kölluð út um klukkan 11 í morgun að staðartíma til þess að flytja íbúa af svæðinu. Fréttin verður uppfærð þegar frekari upplýsingar berast.
Bandaríkin Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sjá meira