Gíslataka í bænahúsi gyðinga í Dallas Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2022 21:18 Lögregla hefur girt svæðið við bænahúsið af vegna stöðunnar. AP/Jessika Harkay Vopnaður maður hefur tekið fólk gíslingu í bænahúsi gyðinga í Texas í Bandaríkjunum. Maðurinn segist vera vopnaður sprengjum og hafa tekið rabbína bænahússins og þrjár aðra gíslingu. Bænahúsið er í bænum Colleyville í Texas, um 20 km norðaustur af Fort Worth, og heitir Congregation Beth Israel. Óljóst er hvort maðurinn sé vopnaður meiru en sprengjunum, sem hann segist hafa á sér, en það er einnig óstaðfest. Heimildamaður fréttastofu ABC segir í samtali við hana að maðurinn segist vera bróðir dæmda hryðjuverkamannsins Aafia Siddiqui en yfirvöld hafa enn ekki staðfest það. Þá hafi hann gert kröfu um að systur hans verði sleppt úr fangelsi. Maðurinn sem hefur tekið minnst fjóra í gíslingu segist bróðir dæmds hryðjuverkamanns.Getty/Amanda McCoy Siddiqui afplánar nú fangelsisdóm á Carswell flugherstöðinni nærri Fort Worth samkvæmt frétt ABC. Hún var dæmd fyrir líkamsárás og morðtilraun á bandarískum hermanni árið 2010 og var dæmd í 86 ára fangelsi. Siddiqui var um tíma nemandi í MIT-háskólanum í Bandaríkjunum og á þrjú börn. Hún er sögð hafa verið gift frænda Khalids Sheikh Mohammeds, sem sagður er hafa skipulagt árásirnar í Bandaríkjunum 11. september 2001, og þannig haft tengsl við hryðjuverkasamtökin al-Qaida. UPDATE 1/15/22, 1:20 PM The situation at the 6100 block of Pleasant Run Road posted about earlier remains ongoing. We ask that you continue to avoid the area. We will continue to provide updates via social media.— Colleyville Police (@ColleyvillePD) January 15, 2022 Yfirvöld telja að maðurinn sé einn að verki. Alríkislögreglan er með viðbragð við bænahúsið og vinnur að málinu með löggæsluyfirvöldum á svæðinu og sérfræðingum í samningaræðum við gíslatökumenn. Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna hefur þá verið upplýst um stöðuna. Fram kemur í frétt AP um málið að alríkislögreglan sé í sambandi við gíslatökumanninn. Engar fregnir hafa borist af því að nokkur sé særður inni í bænahúsinu. Fréttastofa Fort Worth Star-Telegram greinir frá því að bænastund í bænahúsinu hafi verið í beinu streymi á Facebook-síðu bænahússins í morgun. Á upptökum úr streyminu megi heyra karlmann öskra um trúarbrögð og svo virðist vera sem hann hafi verið mjög reiður. Ekkert hafi þó sést á upptökunni sem sýni hvað hafi verið í gangi inni í bænahúsinu. Rétt eftir klukkan tvö í dag hafi maðurinn heyrst segja í streyminu: „Þú/Þið verðið að gera eitthvað. Ég vil ekki sjá þennan mann dáinn.“ Andartökum síðar hafi streymið rofnað. Samkvæmt frétt Star-Telegram heyrðist maðurinn ítrekað tala um Íslam, kalla ódæðisorð, tala um systur sína og um það að hann væri að fara að deyja. Sérsveit lögreglunnar í Colleyville var kölluð út um klukkan 11 í morgun að staðartíma til þess að flytja íbúa af svæðinu. Fréttin verður uppfærð þegar frekari upplýsingar berast. Bandaríkin Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Bænahúsið er í bænum Colleyville í Texas, um 20 km norðaustur af Fort Worth, og heitir Congregation Beth Israel. Óljóst er hvort maðurinn sé vopnaður meiru en sprengjunum, sem hann segist hafa á sér, en það er einnig óstaðfest. Heimildamaður fréttastofu ABC segir í samtali við hana að maðurinn segist vera bróðir dæmda hryðjuverkamannsins Aafia Siddiqui en yfirvöld hafa enn ekki staðfest það. Þá hafi hann gert kröfu um að systur hans verði sleppt úr fangelsi. Maðurinn sem hefur tekið minnst fjóra í gíslingu segist bróðir dæmds hryðjuverkamanns.Getty/Amanda McCoy Siddiqui afplánar nú fangelsisdóm á Carswell flugherstöðinni nærri Fort Worth samkvæmt frétt ABC. Hún var dæmd fyrir líkamsárás og morðtilraun á bandarískum hermanni árið 2010 og var dæmd í 86 ára fangelsi. Siddiqui var um tíma nemandi í MIT-háskólanum í Bandaríkjunum og á þrjú börn. Hún er sögð hafa verið gift frænda Khalids Sheikh Mohammeds, sem sagður er hafa skipulagt árásirnar í Bandaríkjunum 11. september 2001, og þannig haft tengsl við hryðjuverkasamtökin al-Qaida. UPDATE 1/15/22, 1:20 PM The situation at the 6100 block of Pleasant Run Road posted about earlier remains ongoing. We ask that you continue to avoid the area. We will continue to provide updates via social media.— Colleyville Police (@ColleyvillePD) January 15, 2022 Yfirvöld telja að maðurinn sé einn að verki. Alríkislögreglan er með viðbragð við bænahúsið og vinnur að málinu með löggæsluyfirvöldum á svæðinu og sérfræðingum í samningaræðum við gíslatökumenn. Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna hefur þá verið upplýst um stöðuna. Fram kemur í frétt AP um málið að alríkislögreglan sé í sambandi við gíslatökumanninn. Engar fregnir hafa borist af því að nokkur sé særður inni í bænahúsinu. Fréttastofa Fort Worth Star-Telegram greinir frá því að bænastund í bænahúsinu hafi verið í beinu streymi á Facebook-síðu bænahússins í morgun. Á upptökum úr streyminu megi heyra karlmann öskra um trúarbrögð og svo virðist vera sem hann hafi verið mjög reiður. Ekkert hafi þó sést á upptökunni sem sýni hvað hafi verið í gangi inni í bænahúsinu. Rétt eftir klukkan tvö í dag hafi maðurinn heyrst segja í streyminu: „Þú/Þið verðið að gera eitthvað. Ég vil ekki sjá þennan mann dáinn.“ Andartökum síðar hafi streymið rofnað. Samkvæmt frétt Star-Telegram heyrðist maðurinn ítrekað tala um Íslam, kalla ódæðisorð, tala um systur sína og um það að hann væri að fara að deyja. Sérsveit lögreglunnar í Colleyville var kölluð út um klukkan 11 í morgun að staðartíma til þess að flytja íbúa af svæðinu. Fréttin verður uppfærð þegar frekari upplýsingar berast.
Bandaríkin Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent