Gíslarnir lausir og byssumaðurinn látinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. janúar 2022 07:47 Löggæsluyfirvöld og aðrir viðbragðsaðilar söfnuðust saman við grunnskólan í Colleyville, skammt frá bænahúsinu. AP/Gareth Patterson Bandaríska alríkislögreglan réðist inn í bænahús gyðinga Colleyville í nótt, tíu tímum eftir að maður tók fjóra einstaklinga þar í gíslingu. Byssumaðurinn er látinn en lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvernig dauða hans bar að. Maðurinn réðist inn í Congregation Beth Israel í Colleyville á Dallas-Fort Worth svæðinu og tók fjóra gísla, þeirra á meðal rabbína. Sex tímum síðar lét hann einn gísl lausan. Fjórum tímum eftir það réðist alríkislögreglan inn í bygginguna og frelsaði gíslana þrjá sem enn voru í haldi. Blaðamenn á vettvangi sögðust hafa heyrt sprengingar og byssuskot skömmu áður en Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, greindi frá því að ástandið væri liðið hjá. Michael Miller, lögreglustjóri Colleyville, sagði byssumanninn látinn en alríkislögreglan hefur ekki viljað greina frá því hvernig hann lést og segir málið í rannsókn. Lögregla veit hver maðurinn var. Statement by President Biden on the Hostage Situation at Congregation Beth Israel in Colleyville, Texas | The White House https://t.co/HrJTHIvfBJ— Jen Psaki (@PressSec) January 16, 2022 Atvikið átti sér stað á meðan bænastund var streymt frá bænahúsinu. Áður en útsendingin var rofin heyrðist gíslatökumaðurinn krefjast þess að Aafia Siddiqui yrði látin laus úr fangelsi en henni er haldið í alríkisfangelsi í Texas. Siddiqui er taugasérfræðingur og grunuð um að hafa tengsl við al Kaída. Hún var dæmd í fangelsi fyrir að reyna að myrða bandaríska hermenn á meðan henni var haldið í Afganistan. Byssumaðurinn heyrðist einnig fjasa um trúarbrögð og systur sína. Þá sagði hann ítrekað að hann vildi ekki að neinn særðist og að hann teldi að hann myndi deyja. Victoria Francis, sem horfði á streymið í klukkutíma áður en klippt var á það sagði manninn hafa hótað Bandaríkjunum og sagst hafa sprengju. Hann hefði virkað pirraður, hlegið að sjálfum sér og augljóslega verið í miklu tilfinningalegu uppnámi. Alríkislögreglan sagði í samtali við AP að ekki sé talið að atvikið sé hluti af stærri áætlun en að rannsókn málsins muni enga að síður ná út fyrir landsteinana. Guardian greindi frá. Bandaríkin Tengdar fréttir Gíslataka í bænahúsi gyðinga í Dallas Vopnaður maður hefur tekið fólk gíslingu í bænahúsi gyðinga í Texas í Bandaríkjunum. Maðurinn segist vera vopnaður sprengjum og hafa tekið rabbína bænahússins og þrjár aðra gíslingu. 15. janúar 2022 21:18 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira
Maðurinn réðist inn í Congregation Beth Israel í Colleyville á Dallas-Fort Worth svæðinu og tók fjóra gísla, þeirra á meðal rabbína. Sex tímum síðar lét hann einn gísl lausan. Fjórum tímum eftir það réðist alríkislögreglan inn í bygginguna og frelsaði gíslana þrjá sem enn voru í haldi. Blaðamenn á vettvangi sögðust hafa heyrt sprengingar og byssuskot skömmu áður en Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, greindi frá því að ástandið væri liðið hjá. Michael Miller, lögreglustjóri Colleyville, sagði byssumanninn látinn en alríkislögreglan hefur ekki viljað greina frá því hvernig hann lést og segir málið í rannsókn. Lögregla veit hver maðurinn var. Statement by President Biden on the Hostage Situation at Congregation Beth Israel in Colleyville, Texas | The White House https://t.co/HrJTHIvfBJ— Jen Psaki (@PressSec) January 16, 2022 Atvikið átti sér stað á meðan bænastund var streymt frá bænahúsinu. Áður en útsendingin var rofin heyrðist gíslatökumaðurinn krefjast þess að Aafia Siddiqui yrði látin laus úr fangelsi en henni er haldið í alríkisfangelsi í Texas. Siddiqui er taugasérfræðingur og grunuð um að hafa tengsl við al Kaída. Hún var dæmd í fangelsi fyrir að reyna að myrða bandaríska hermenn á meðan henni var haldið í Afganistan. Byssumaðurinn heyrðist einnig fjasa um trúarbrögð og systur sína. Þá sagði hann ítrekað að hann vildi ekki að neinn særðist og að hann teldi að hann myndi deyja. Victoria Francis, sem horfði á streymið í klukkutíma áður en klippt var á það sagði manninn hafa hótað Bandaríkjunum og sagst hafa sprengju. Hann hefði virkað pirraður, hlegið að sjálfum sér og augljóslega verið í miklu tilfinningalegu uppnámi. Alríkislögreglan sagði í samtali við AP að ekki sé talið að atvikið sé hluti af stærri áætlun en að rannsókn málsins muni enga að síður ná út fyrir landsteinana. Guardian greindi frá.
Bandaríkin Tengdar fréttir Gíslataka í bænahúsi gyðinga í Dallas Vopnaður maður hefur tekið fólk gíslingu í bænahúsi gyðinga í Texas í Bandaríkjunum. Maðurinn segist vera vopnaður sprengjum og hafa tekið rabbína bænahússins og þrjár aðra gíslingu. 15. janúar 2022 21:18 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira
Gíslataka í bænahúsi gyðinga í Dallas Vopnaður maður hefur tekið fólk gíslingu í bænahúsi gyðinga í Texas í Bandaríkjunum. Maðurinn segist vera vopnaður sprengjum og hafa tekið rabbína bænahússins og þrjár aðra gíslingu. 15. janúar 2022 21:18