Vandræði Lakers halda áfram og aftur lágu Nautin í valnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. janúar 2022 09:30 LeBron var ekki sáttur. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Vandræði Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta halda áfram en liðið steinlá gegn Denver Nuggets í nótt. Þá hafði Boston Celtics betur gegn Chicago Bulls. Alls fóru 10 leikir fram í deildinni í nótt. Leikur Denver og Lakers var mögulega smá áhugaverður í fyrsta leikhluta en svo kafsigldi Denver einfaldlega yfir LeBron James og félaga, lokatölur 133-96. Nikola Jokic var að venju í fantaformi hjá Denver með þrefalda tvennu. Hann skoraði 17 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 12 fráköst. Stigahæstur hjá Denver var samt Nah‘Shon Hyland með 27 stig en hann tók einnig 10 fráköst. Þá skoraði Jeff Green 26 stig. Hjá Lakers var LeBron með 25 stig, Russell Westbrook 19 og aðrir minna. Eftir að hafa unnið hvern leikinn á fætur öðrum þá töpuðu Nautin frá Chicago með 41 stigs mun gegn Golden State Warriors í síðasta leik. Þeim tókst ekki að bæta upp fyrir það er þeir heimsóttu Boston þar sem heimamenn í Celtics unnu 114-112. Boston byrjaði betur og leiddi framan af leik en í 4. leikhluta náðu gestirnir forystunni. Boston náði forystunni þökk sé fjölda vítaskota undir lok leiks en Bulls átti síðustu sókn leiksins. Skot Nikola Vucevic fór af hringnum, frákastið féll í hendur DeMar DeRozan sem skaut er flautan gall. Skot hans hitti ekki hringinn. Jayson Tatum var stigahæstur hjá Celtics með 23 stig en alls skoruðu fjórir leikmenn liðsins 15 stig eða meira. Vucevic var stigahæstur hinum megin með 27 stig en DeRozan kom þar á eftir með 23 stig. Pascal Siakam skoraði 30 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í 103-96 sigri Toronto Raptors á Milwaukee Bucks. Giannis Antetokounmpo skoraði 30 stig fyrir Milwaukee. Pascal Siakam comes up BIG in the CLUTCH for the @Raptors! 30 PTS 10 AST 10 REB pic.twitter.com/O4yFOaDWx5— NBA (@NBA) January 16, 2022 Joel Embiid skoraði 32 stig og tók 12 fráköst í 109-98 sigri Philadelphia 76ers á Miami Heat. Önnur úrslit Washington Wizards 110-115 Portland Trail Blazers New Jersey Nets 120-New Orleans Pelicans Atlanta Hawks 108-117 New York Knicks Oklahoma City Thunder 102-107 Cleveland Cavaliers San Antonio Spurs 101-94 Los Angeles Clippers Dallas Mavericks 108-92 Orlando Magic NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Leikur Denver og Lakers var mögulega smá áhugaverður í fyrsta leikhluta en svo kafsigldi Denver einfaldlega yfir LeBron James og félaga, lokatölur 133-96. Nikola Jokic var að venju í fantaformi hjá Denver með þrefalda tvennu. Hann skoraði 17 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 12 fráköst. Stigahæstur hjá Denver var samt Nah‘Shon Hyland með 27 stig en hann tók einnig 10 fráköst. Þá skoraði Jeff Green 26 stig. Hjá Lakers var LeBron með 25 stig, Russell Westbrook 19 og aðrir minna. Eftir að hafa unnið hvern leikinn á fætur öðrum þá töpuðu Nautin frá Chicago með 41 stigs mun gegn Golden State Warriors í síðasta leik. Þeim tókst ekki að bæta upp fyrir það er þeir heimsóttu Boston þar sem heimamenn í Celtics unnu 114-112. Boston byrjaði betur og leiddi framan af leik en í 4. leikhluta náðu gestirnir forystunni. Boston náði forystunni þökk sé fjölda vítaskota undir lok leiks en Bulls átti síðustu sókn leiksins. Skot Nikola Vucevic fór af hringnum, frákastið féll í hendur DeMar DeRozan sem skaut er flautan gall. Skot hans hitti ekki hringinn. Jayson Tatum var stigahæstur hjá Celtics með 23 stig en alls skoruðu fjórir leikmenn liðsins 15 stig eða meira. Vucevic var stigahæstur hinum megin með 27 stig en DeRozan kom þar á eftir með 23 stig. Pascal Siakam skoraði 30 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í 103-96 sigri Toronto Raptors á Milwaukee Bucks. Giannis Antetokounmpo skoraði 30 stig fyrir Milwaukee. Pascal Siakam comes up BIG in the CLUTCH for the @Raptors! 30 PTS 10 AST 10 REB pic.twitter.com/O4yFOaDWx5— NBA (@NBA) January 16, 2022 Joel Embiid skoraði 32 stig og tók 12 fráköst í 109-98 sigri Philadelphia 76ers á Miami Heat. Önnur úrslit Washington Wizards 110-115 Portland Trail Blazers New Jersey Nets 120-New Orleans Pelicans Atlanta Hawks 108-117 New York Knicks Oklahoma City Thunder 102-107 Cleveland Cavaliers San Antonio Spurs 101-94 Los Angeles Clippers Dallas Mavericks 108-92 Orlando Magic NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira