Ráðherrar verði að gæta orða sinna í miðjum heimsfaraldri Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 16. janúar 2022 21:12 Tómas er ekki sáttur með málflutning utanríkisráðherra upp á síðkastið. vísir/vilhelm Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir hjá Landspítala, finnst utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins hafa talað óvarlega og af undarlegum hætti um faraldurinn og sóttvarnatakmarkanir undanfarið. Landspítali hefur starfað á neyðarstigi í tæpar fjórar vikur og segir Tómas ástandið á skurðdeildunum skelfilegt. „Á flestum skurðdeildum eru nú aðeins framkvæmdar bráðaaðgerðir og veiku fólki fjölgar daglega á biðlistum. Meirihluti skurðstofa er ekki í notkun vegna tilfærslu á starfsfólki og skorts á gjörgæslurýmum. Íslendingar hætta samt ekki að veikjast og þurfa áfram á skurðaðgerðum að halda,“ skrifar Tómas í grein sem birtist á Vísi í kvöld. Þar beinir hann gagnrýni sinni að þeim sem hafa talað alvarleika ástandsins niður og beinir síðan orðum sínum sérstaklega að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra, sem hefur verið einn af þeim Sjálfstæðismönnum sem hafa heldur talað fyrir vægum samkomutakmörkunum. Tómas vísar til dæmis sérstaklega til orða ráðherrans í Speglinum síðasta föstudag þar sem hún sagði: „Við erum að klára tvö ár af tímabili þar sem við tókum ákveðin borgaraleg réttindi að láni og við ætlum að skila þeim aftur og það er alveg allt í lagi að spyrja hvenær sá tími er kominn.“ „Skoðanaskipti eru mikilvæg en það verður að teljast einkennilegt að utanríkisráðherra, einn af lykilráðherrum ríkisstjórnarinnar og varaformaður stærsta stjórnmálaflokks landsins, sé sífellt að spyrja fremur almennra spurninga í fjölmiðlum um aðgerðir stjórnvalda við faraldrinum,“ skrifar Tómas. Eins og sumir átti sig ekki á alvarleika ástandsins Í samtali við Vísi í kvöld segir hann það undarlegt að borgarar fái svo misjöfn skilaboð út úr ríkisstjórninni. „Mér finnst bara óheppilegt að vera ráðherra og sífellt að spyrja þessara spurninga í beinni útsendingu í fréttamiðlum þegar hún ætti að geta spurt þeirra innan ríkisstjórnarinnar eða leitað svara hjá sérfræðingum. Það er óábyrgt að tala sífellt svona og sérstaklega þegar það er ekki komið með neinar aðrar lausnir á ástandinu,“ segir Tómas. Þannig hafi það sýnt sig í þessum faraldri að besta leiðin til að hemja útbreiðslu veirunnar sé með samkomutakmörkunum. Nú sem aldrei fyrr sé þörf á að beita þeim vegna ástandsins á spítalanum. „Það gengur ekki að ráðherra tali ítrekað með þessum hætti og geri lítið úr þeim aðgerðum sem hennar ríkisstjórn er að setja. Hún er alltaf eins og hún verði fyrir einhverjum gríðarlegum vonbrigðum eða þurfi að kyngja einhverri rosalegri málamiðlun þegar takmarkanir eru hertar,“ segir Tómas. Hann bendir á að fleiri ráðamenn tali með sama hætti; varaþingmenn, þingmenn og einstaka ráðherrar. „En það hefur ítrekað sýnt sig að þeirra spár um þróun faraldursins eða rétta leið út úr honum hefur verið röng.“ Hann segir einn helsta vandann nú þann að margir sem eru alvarlega veikir vegna annarra sjúkdóma en Covid-19 komist ekki að vegna ástandsins á spítalanum. „Mér finnst vanta talsvert upp á að sumir stjórnmálamenn átti sig á því hversu alvarlegt ástandið er,“ segir Tómas en á spítalanum hafa til dæmis björgunarsveitarmenn verið að hlaupa undir bagga og þá hafa einkarekin heilbrigðisfyrirtæki, Klíníkin, Orkuhúsið og Læknahúsið, haft lokað hjá sé svo að starfsfólk þeirra geti hjálpað til á spítalanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Furðulostin yfir óábyrgum ummælum netöryggissveitarinnar „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
„Á flestum skurðdeildum eru nú aðeins framkvæmdar bráðaaðgerðir og veiku fólki fjölgar daglega á biðlistum. Meirihluti skurðstofa er ekki í notkun vegna tilfærslu á starfsfólki og skorts á gjörgæslurýmum. Íslendingar hætta samt ekki að veikjast og þurfa áfram á skurðaðgerðum að halda,“ skrifar Tómas í grein sem birtist á Vísi í kvöld. Þar beinir hann gagnrýni sinni að þeim sem hafa talað alvarleika ástandsins niður og beinir síðan orðum sínum sérstaklega að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra, sem hefur verið einn af þeim Sjálfstæðismönnum sem hafa heldur talað fyrir vægum samkomutakmörkunum. Tómas vísar til dæmis sérstaklega til orða ráðherrans í Speglinum síðasta föstudag þar sem hún sagði: „Við erum að klára tvö ár af tímabili þar sem við tókum ákveðin borgaraleg réttindi að láni og við ætlum að skila þeim aftur og það er alveg allt í lagi að spyrja hvenær sá tími er kominn.“ „Skoðanaskipti eru mikilvæg en það verður að teljast einkennilegt að utanríkisráðherra, einn af lykilráðherrum ríkisstjórnarinnar og varaformaður stærsta stjórnmálaflokks landsins, sé sífellt að spyrja fremur almennra spurninga í fjölmiðlum um aðgerðir stjórnvalda við faraldrinum,“ skrifar Tómas. Eins og sumir átti sig ekki á alvarleika ástandsins Í samtali við Vísi í kvöld segir hann það undarlegt að borgarar fái svo misjöfn skilaboð út úr ríkisstjórninni. „Mér finnst bara óheppilegt að vera ráðherra og sífellt að spyrja þessara spurninga í beinni útsendingu í fréttamiðlum þegar hún ætti að geta spurt þeirra innan ríkisstjórnarinnar eða leitað svara hjá sérfræðingum. Það er óábyrgt að tala sífellt svona og sérstaklega þegar það er ekki komið með neinar aðrar lausnir á ástandinu,“ segir Tómas. Þannig hafi það sýnt sig í þessum faraldri að besta leiðin til að hemja útbreiðslu veirunnar sé með samkomutakmörkunum. Nú sem aldrei fyrr sé þörf á að beita þeim vegna ástandsins á spítalanum. „Það gengur ekki að ráðherra tali ítrekað með þessum hætti og geri lítið úr þeim aðgerðum sem hennar ríkisstjórn er að setja. Hún er alltaf eins og hún verði fyrir einhverjum gríðarlegum vonbrigðum eða þurfi að kyngja einhverri rosalegri málamiðlun þegar takmarkanir eru hertar,“ segir Tómas. Hann bendir á að fleiri ráðamenn tali með sama hætti; varaþingmenn, þingmenn og einstaka ráðherrar. „En það hefur ítrekað sýnt sig að þeirra spár um þróun faraldursins eða rétta leið út úr honum hefur verið röng.“ Hann segir einn helsta vandann nú þann að margir sem eru alvarlega veikir vegna annarra sjúkdóma en Covid-19 komist ekki að vegna ástandsins á spítalanum. „Mér finnst vanta talsvert upp á að sumir stjórnmálamenn átti sig á því hversu alvarlegt ástandið er,“ segir Tómas en á spítalanum hafa til dæmis björgunarsveitarmenn verið að hlaupa undir bagga og þá hafa einkarekin heilbrigðisfyrirtæki, Klíníkin, Orkuhúsið og Læknahúsið, haft lokað hjá sé svo að starfsfólk þeirra geti hjálpað til á spítalanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Furðulostin yfir óábyrgum ummælum netöryggissveitarinnar „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira