Ráðherrar verði að gæta orða sinna í miðjum heimsfaraldri Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 16. janúar 2022 21:12 Tómas er ekki sáttur með málflutning utanríkisráðherra upp á síðkastið. vísir/vilhelm Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir hjá Landspítala, finnst utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins hafa talað óvarlega og af undarlegum hætti um faraldurinn og sóttvarnatakmarkanir undanfarið. Landspítali hefur starfað á neyðarstigi í tæpar fjórar vikur og segir Tómas ástandið á skurðdeildunum skelfilegt. „Á flestum skurðdeildum eru nú aðeins framkvæmdar bráðaaðgerðir og veiku fólki fjölgar daglega á biðlistum. Meirihluti skurðstofa er ekki í notkun vegna tilfærslu á starfsfólki og skorts á gjörgæslurýmum. Íslendingar hætta samt ekki að veikjast og þurfa áfram á skurðaðgerðum að halda,“ skrifar Tómas í grein sem birtist á Vísi í kvöld. Þar beinir hann gagnrýni sinni að þeim sem hafa talað alvarleika ástandsins niður og beinir síðan orðum sínum sérstaklega að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra, sem hefur verið einn af þeim Sjálfstæðismönnum sem hafa heldur talað fyrir vægum samkomutakmörkunum. Tómas vísar til dæmis sérstaklega til orða ráðherrans í Speglinum síðasta föstudag þar sem hún sagði: „Við erum að klára tvö ár af tímabili þar sem við tókum ákveðin borgaraleg réttindi að láni og við ætlum að skila þeim aftur og það er alveg allt í lagi að spyrja hvenær sá tími er kominn.“ „Skoðanaskipti eru mikilvæg en það verður að teljast einkennilegt að utanríkisráðherra, einn af lykilráðherrum ríkisstjórnarinnar og varaformaður stærsta stjórnmálaflokks landsins, sé sífellt að spyrja fremur almennra spurninga í fjölmiðlum um aðgerðir stjórnvalda við faraldrinum,“ skrifar Tómas. Eins og sumir átti sig ekki á alvarleika ástandsins Í samtali við Vísi í kvöld segir hann það undarlegt að borgarar fái svo misjöfn skilaboð út úr ríkisstjórninni. „Mér finnst bara óheppilegt að vera ráðherra og sífellt að spyrja þessara spurninga í beinni útsendingu í fréttamiðlum þegar hún ætti að geta spurt þeirra innan ríkisstjórnarinnar eða leitað svara hjá sérfræðingum. Það er óábyrgt að tala sífellt svona og sérstaklega þegar það er ekki komið með neinar aðrar lausnir á ástandinu,“ segir Tómas. Þannig hafi það sýnt sig í þessum faraldri að besta leiðin til að hemja útbreiðslu veirunnar sé með samkomutakmörkunum. Nú sem aldrei fyrr sé þörf á að beita þeim vegna ástandsins á spítalanum. „Það gengur ekki að ráðherra tali ítrekað með þessum hætti og geri lítið úr þeim aðgerðum sem hennar ríkisstjórn er að setja. Hún er alltaf eins og hún verði fyrir einhverjum gríðarlegum vonbrigðum eða þurfi að kyngja einhverri rosalegri málamiðlun þegar takmarkanir eru hertar,“ segir Tómas. Hann bendir á að fleiri ráðamenn tali með sama hætti; varaþingmenn, þingmenn og einstaka ráðherrar. „En það hefur ítrekað sýnt sig að þeirra spár um þróun faraldursins eða rétta leið út úr honum hefur verið röng.“ Hann segir einn helsta vandann nú þann að margir sem eru alvarlega veikir vegna annarra sjúkdóma en Covid-19 komist ekki að vegna ástandsins á spítalanum. „Mér finnst vanta talsvert upp á að sumir stjórnmálamenn átti sig á því hversu alvarlegt ástandið er,“ segir Tómas en á spítalanum hafa til dæmis björgunarsveitarmenn verið að hlaupa undir bagga og þá hafa einkarekin heilbrigðisfyrirtæki, Klíníkin, Orkuhúsið og Læknahúsið, haft lokað hjá sé svo að starfsfólk þeirra geti hjálpað til á spítalanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Sjá meira
„Á flestum skurðdeildum eru nú aðeins framkvæmdar bráðaaðgerðir og veiku fólki fjölgar daglega á biðlistum. Meirihluti skurðstofa er ekki í notkun vegna tilfærslu á starfsfólki og skorts á gjörgæslurýmum. Íslendingar hætta samt ekki að veikjast og þurfa áfram á skurðaðgerðum að halda,“ skrifar Tómas í grein sem birtist á Vísi í kvöld. Þar beinir hann gagnrýni sinni að þeim sem hafa talað alvarleika ástandsins niður og beinir síðan orðum sínum sérstaklega að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra, sem hefur verið einn af þeim Sjálfstæðismönnum sem hafa heldur talað fyrir vægum samkomutakmörkunum. Tómas vísar til dæmis sérstaklega til orða ráðherrans í Speglinum síðasta föstudag þar sem hún sagði: „Við erum að klára tvö ár af tímabili þar sem við tókum ákveðin borgaraleg réttindi að láni og við ætlum að skila þeim aftur og það er alveg allt í lagi að spyrja hvenær sá tími er kominn.“ „Skoðanaskipti eru mikilvæg en það verður að teljast einkennilegt að utanríkisráðherra, einn af lykilráðherrum ríkisstjórnarinnar og varaformaður stærsta stjórnmálaflokks landsins, sé sífellt að spyrja fremur almennra spurninga í fjölmiðlum um aðgerðir stjórnvalda við faraldrinum,“ skrifar Tómas. Eins og sumir átti sig ekki á alvarleika ástandsins Í samtali við Vísi í kvöld segir hann það undarlegt að borgarar fái svo misjöfn skilaboð út úr ríkisstjórninni. „Mér finnst bara óheppilegt að vera ráðherra og sífellt að spyrja þessara spurninga í beinni útsendingu í fréttamiðlum þegar hún ætti að geta spurt þeirra innan ríkisstjórnarinnar eða leitað svara hjá sérfræðingum. Það er óábyrgt að tala sífellt svona og sérstaklega þegar það er ekki komið með neinar aðrar lausnir á ástandinu,“ segir Tómas. Þannig hafi það sýnt sig í þessum faraldri að besta leiðin til að hemja útbreiðslu veirunnar sé með samkomutakmörkunum. Nú sem aldrei fyrr sé þörf á að beita þeim vegna ástandsins á spítalanum. „Það gengur ekki að ráðherra tali ítrekað með þessum hætti og geri lítið úr þeim aðgerðum sem hennar ríkisstjórn er að setja. Hún er alltaf eins og hún verði fyrir einhverjum gríðarlegum vonbrigðum eða þurfi að kyngja einhverri rosalegri málamiðlun þegar takmarkanir eru hertar,“ segir Tómas. Hann bendir á að fleiri ráðamenn tali með sama hætti; varaþingmenn, þingmenn og einstaka ráðherrar. „En það hefur ítrekað sýnt sig að þeirra spár um þróun faraldursins eða rétta leið út úr honum hefur verið röng.“ Hann segir einn helsta vandann nú þann að margir sem eru alvarlega veikir vegna annarra sjúkdóma en Covid-19 komist ekki að vegna ástandsins á spítalanum. „Mér finnst vanta talsvert upp á að sumir stjórnmálamenn átti sig á því hversu alvarlegt ástandið er,“ segir Tómas en á spítalanum hafa til dæmis björgunarsveitarmenn verið að hlaupa undir bagga og þá hafa einkarekin heilbrigðisfyrirtæki, Klíníkin, Orkuhúsið og Læknahúsið, haft lokað hjá sé svo að starfsfólk þeirra geti hjálpað til á spítalanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Sjá meira