Innlent

Ráð­herrar verði að gæta orða sinna í miðjum heims­far­aldri

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Tómas er ekki sáttur með málflutning utanríkisráðherra upp á síðkastið. 
Tómas er ekki sáttur með málflutning utanríkisráðherra upp á síðkastið.  vísir/vilhelm

Tómas Guð­bjarts­son, skurð­læknir hjá Land­spítala, finnst utan­ríkis­ráð­herra Sjálf­stæðis­flokksins hafa talað ó­var­lega og af undar­legum hætti um far­aldurinn og sótt­varna­tak­markanir undan­farið. Land­spítali hefur starfað á neyðar­stigi í tæpar fjórar vikur og segir Tómas á­standið á skurð­deildunum skelfi­legt.

„Á flestum skurð­deildum eru nú að­eins fram­kvæmdar bráða­að­gerðir og veiku fólki fjölgar dag­lega á bið­listum. Meiri­hluti skurð­stofa er ekki í notkun vegna til­færslu á starfs­fólki og skorts á gjör­gæslu­rýmum. Ís­lendingar hætta samt ekki að veikjast og þurfa á­fram á skurð­að­gerðum að halda,“ skrifar Tómas í grein sem birtist á Vísi í kvöld.

Þar beinir hann gagn­rýni sinni að þeim sem hafa talað al­var­leika á­standsins niður og beinir síðan orðum sínum sér­stak­lega að Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dóttur utan­ríkis­ráð­herra, sem hefur verið einn af þeim Sjálf­stæðis­mönnum sem hafa heldur talað fyrir vægum sam­komu­tak­mörkunum.

Tómas vísar til dæmis sér­stak­lega til orða ráð­herrans í Speglinum síðasta föstu­dag þar sem hún sagði: „Við erum að klára tvö ár af tíma­bili þar sem við tókum á­kveðin borgara­leg réttindi að láni og við ætlum að skila þeim aftur og það er alveg allt í lagi að spyrja hve­nær sá tími er kominn.“

„Skoðana­skipti eru mikil­væg en það verður að teljast ein­kenni­legt að utan­ríkis­ráð­herra, einn af lykil­ráð­herrum ríkis­stjórnarinnar og vara­for­maður stærsta stjórn­mála­flokks landsins, sé sí­fellt að spyrja fremur al­mennra spurninga í fjöl­miðlum um að­gerðir stjórn­valda við far­aldrinum,“ skrifar Tómas.

Eins og sumir átti sig ekki á alvarleika ástandsins

Í sam­tali við Vísi í kvöld segir hann það undar­legt að borgarar fái svo mis­jöfn skila­boð út úr ríkis­stjórninni. „Mér finnst bara ó­heppi­legt að vera ráð­herra og sí­fellt að spyrja þessara spurninga í beinni út­sendingu í frétta­miðlum þegar hún ætti að geta spurt þeirra innan ríkis­stjórnarinnar eða leitað svara hjá sér­fræðingum. Það er ó­á­byrgt að tala sí­fellt svona og sér­stak­lega þegar það er ekki komið með neinar aðrar lausnir á á­standinu,“ segir Tómas.

Þannig hafi það sýnt sig í þessum far­aldri að besta leiðin til að hemja út­breiðslu veirunnar sé með sam­komu­tak­mörkunum. Nú sem aldrei fyrr sé þörf á að beita þeim vegna á­standsins á spítalanum.

„Það gengur ekki að ráð­herra tali í­trekað með þessum hætti og geri lítið úr þeim að­gerðum sem hennar ríkis­stjórn er að setja. Hún er alltaf eins og hún verði fyrir ein­hverjum gríðar­legum von­brigðum eða þurfi að kyngja ein­hverri rosa­legri mála­miðlun þegar tak­markanir eru hertar,“ segir Tómas.

Hann bendir á að fleiri ráða­menn tali með sama hætti; vara­þing­menn, þing­menn og ein­staka ráð­herrar. „En það hefur í­trekað sýnt sig að þeirra spár um þróun far­aldursins eða rétta leið út úr honum hefur verið röng.“

Hann segir einn helsta vandann nú þann að margir sem eru al­var­lega veikir vegna annarra sjúk­dóma en Co­vid-19 komist ekki að vegna á­standsins á spítalanum.

„Mér finnst vanta tals­vert upp á að sumir stjórn­mála­menn átti sig á því hversu al­var­legt á­standið er,“ segir Tómas en á spítalanum hafa til dæmis björgunar­sveitar­menn verið að hlaupa undir bagga og þá hafa einka­rekin heil­brigðis­fyrir­tæki, Klíníkin, Orku­húsið og Lækna­húsið, haft lokað hjá sé svo að starfs­fólk þeirra geti hjálpað til á spítalanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×