Ellen stefnir á 4. sætið hjá Samfylkingunni í borginni Atli Ísleifsson skrifar 17. janúar 2022 07:33 Ellen Calmon tók sæti í borgarstjórn sumarið 2020. Aðsend Borgarfulltrúinn Ellen Calmon sækist eftir 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram rafrænt dagana 12. og 13. febrúar næstkomandi. Frá þessu segir í tilkynningu frá Ellen. Þar er haft eftir Ellen að hún hafi verið ötul talskona mannréttinda, jafnréttis og velferðar í borgarstjórn, þar hef hún hafi talað fyrir réttindum barna og fatlaðs fólks. „Reykjavík á að vera fjölskyldu- og aldursvæn borg en ég vil einnig að hún verði barnvænt sveitarfélag í takti við hugmyndafræði UNICEF. Ég vil að Reykjavík verði fjölskylduvæn borg fyrir fjölbreytt fólk. Borgin á að vera umfaðmandi og manneskjuleg, þar sem allir borgarbúar fá tækifæri til að vaxa og dafna á eigin forsendum óháð öllum breytum. Í starfi mínu sem borgarfulltrúi hef ég lagt áherslu á að jafnrétti, inngilding og hugmyndafræði algildrar hönnunar séu höfð að leiðarljósi í allri uppbyggingu á þjónustu og skipulagi borgarinnar. Ég tók sæti sem borgarfulltrúi þann 1. júní 2020 í miðjum heimsfaraldri. Þetta kjörtímabil hefur verið fordæmalaust, krefjandi og lærdómsríkt. Mín helstu verkefni hafa snúið að mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði, menningar-, íþrótta- og tómstundaráði og velferðarráði einnig er ég formaður stjórnar Fjölsmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá hef tekið þátt í stýrihópi um endurskoðun á jafnlaunastefnu borgarinnar og menningarstefnu sem samþykkt var nýlega,“ er haft eftir Ellen. Feministi og baráttukona fyrir mannréttindum Ellen segir í tilkyninngunni að hún sé femínisti og baráttukona fyrir mannréttindum, uppalin í Breiðholtinu. „Foreldrar mínir voru frumbyggjar þar. Nýflutt til Íslands tóku þau þátt í að byggja blokkina okkar í Fífuselinu. Pabbi minn er franskur innflytjandi og mamma mín er hálf norsk og hálf íslensk, svo það má með sanni segja að ég sé af erlendu bergi brotin, þrátt fyrir að vera fædd og uppalin í Reykjavík og með íslensku að móðurmáli. Eftir 20 ár í Breiðholtinu og stúdentspróf frá Kvennaskólanum lá leið mín til Akureyrar í háskólanám sem ég lauk svo í Kennaraháskóla Íslands með B.Ed. gráðu. Þaðan fór ég í Háskóla Íslands og lauk diplómagráðu í opinberri stjórnsýslu en hef einnig stundað meistaranám í því fagi. Nú bý ég í Vesturbæ Reykjavíkur með eiginmanni mínum Johan Tegelblom sem er sænskur og saman eigum við soninn Felix Hugo sem er 10 ára og gára tvo. Kennari, flugfreyja og menningarfulltrúi. Ég hef starfað í fisk- og kjötvinnslu, á leikskólum, í frístundaheimili og félagsmiðstöð, sem flugfreyja, grunnskólakennari, fræðslu- og menningarfulltrúi, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna, ritari þriggja borgarstjóra og formaður Öryrkjabandalagsins svo eitthvað sé nefnt. Sjálfboðaliði Ég hef sinnt fjölmörgum sjálfboðaliðastörfum í þágu mannréttinda- og samfélagsmála síðastliðin 10 ár meðal annars sem formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands. Núna er ég fulltrúi í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar, forman Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, ritari Kvenréttindafélags Íslands og stjórnarkona í EWL (European Womens Lobby). Gaman að gera. Mér finnst skemmtilegast að fara í sumarkofann minn með fjölskyldu og vinum, hjóla á rafmagnsreiðhjólinu, sækja söfn og listasýningar með syni mínum, fara í tjaldútilegur í íslenskri náttúru. Ferðast og verja tíma með góðum vinum og heimsækja fjölskylduna mína í Frakklandi og Svíþjóð.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Ellen. Þar er haft eftir Ellen að hún hafi verið ötul talskona mannréttinda, jafnréttis og velferðar í borgarstjórn, þar hef hún hafi talað fyrir réttindum barna og fatlaðs fólks. „Reykjavík á að vera fjölskyldu- og aldursvæn borg en ég vil einnig að hún verði barnvænt sveitarfélag í takti við hugmyndafræði UNICEF. Ég vil að Reykjavík verði fjölskylduvæn borg fyrir fjölbreytt fólk. Borgin á að vera umfaðmandi og manneskjuleg, þar sem allir borgarbúar fá tækifæri til að vaxa og dafna á eigin forsendum óháð öllum breytum. Í starfi mínu sem borgarfulltrúi hef ég lagt áherslu á að jafnrétti, inngilding og hugmyndafræði algildrar hönnunar séu höfð að leiðarljósi í allri uppbyggingu á þjónustu og skipulagi borgarinnar. Ég tók sæti sem borgarfulltrúi þann 1. júní 2020 í miðjum heimsfaraldri. Þetta kjörtímabil hefur verið fordæmalaust, krefjandi og lærdómsríkt. Mín helstu verkefni hafa snúið að mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði, menningar-, íþrótta- og tómstundaráði og velferðarráði einnig er ég formaður stjórnar Fjölsmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá hef tekið þátt í stýrihópi um endurskoðun á jafnlaunastefnu borgarinnar og menningarstefnu sem samþykkt var nýlega,“ er haft eftir Ellen. Feministi og baráttukona fyrir mannréttindum Ellen segir í tilkyninngunni að hún sé femínisti og baráttukona fyrir mannréttindum, uppalin í Breiðholtinu. „Foreldrar mínir voru frumbyggjar þar. Nýflutt til Íslands tóku þau þátt í að byggja blokkina okkar í Fífuselinu. Pabbi minn er franskur innflytjandi og mamma mín er hálf norsk og hálf íslensk, svo það má með sanni segja að ég sé af erlendu bergi brotin, þrátt fyrir að vera fædd og uppalin í Reykjavík og með íslensku að móðurmáli. Eftir 20 ár í Breiðholtinu og stúdentspróf frá Kvennaskólanum lá leið mín til Akureyrar í háskólanám sem ég lauk svo í Kennaraháskóla Íslands með B.Ed. gráðu. Þaðan fór ég í Háskóla Íslands og lauk diplómagráðu í opinberri stjórnsýslu en hef einnig stundað meistaranám í því fagi. Nú bý ég í Vesturbæ Reykjavíkur með eiginmanni mínum Johan Tegelblom sem er sænskur og saman eigum við soninn Felix Hugo sem er 10 ára og gára tvo. Kennari, flugfreyja og menningarfulltrúi. Ég hef starfað í fisk- og kjötvinnslu, á leikskólum, í frístundaheimili og félagsmiðstöð, sem flugfreyja, grunnskólakennari, fræðslu- og menningarfulltrúi, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna, ritari þriggja borgarstjóra og formaður Öryrkjabandalagsins svo eitthvað sé nefnt. Sjálfboðaliði Ég hef sinnt fjölmörgum sjálfboðaliðastörfum í þágu mannréttinda- og samfélagsmála síðastliðin 10 ár meðal annars sem formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands. Núna er ég fulltrúi í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar, forman Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, ritari Kvenréttindafélags Íslands og stjórnarkona í EWL (European Womens Lobby). Gaman að gera. Mér finnst skemmtilegast að fara í sumarkofann minn með fjölskyldu og vinum, hjóla á rafmagnsreiðhjólinu, sækja söfn og listasýningar með syni mínum, fara í tjaldútilegur í íslenskri náttúru. Ferðast og verja tíma með góðum vinum og heimsækja fjölskylduna mína í Frakklandi og Svíþjóð.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira