Átta milljónir Englendinga stunda áhættusama drykkju Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. janúar 2022 08:41 Gögn sýna að fólk situr lengur við þegar það drekkur heima en þegar það fer út á lífið. Milljónir Breta neyta nú áfengis í hættulegu magni heima hjá sér. Ástæðuna má að einhverju leyti rekja til þess að fleiri drekka nú heima en á öldurhúsum vegna kórónuveirufaraldursins. Frá þessu greinir The Guardian, sem segir fjölda Breta nú vera að valda sjálfum sér „þöglum skaða“ með hættulega mikilli drykkju heima fyrir. Sérfræðingar segja áhættusama áfengisneyslu hafa aukist til muna í kórónuveirufaraldrinum. Samkvæmt þeirri opinberu stofnun sem fylgist með lýðheilsu Breta drekka átta milljón manns á Englandi nú svo mikið af léttvíni, bjór og sterkara áfengi að neyslan er skaðleg heilsu þeirra. Julia Sinclair hjá Royal College of Psychiatrists segir hluta vandans að eftir að fólk fór að drekka heima í auknum mæli í kórónuveirufaraldrinum, sitji það lengur að sumbli en það myndi gera úti á lífinu. Nýjar tölur, sem byggja á könnunum YouGov, sýna að 18,1 prósent fullorðinna á Englandi stunduðu áhættusama drykkju í ágúst, september og október á síðasta ári. Sama hlutfall var 12,4 prósent í febrúar 2020, áður en kórónuveirufaraldurinn fór af stað. Á Bretlandseyjum mæla heilbrigðisyfirvöld með því að fólk takmarki drykkju við 14 einingar á viku, sem jafngildir 14 litlum vínglösum eða rétt tæplega þrír lítrar af bjór. Skaðleg eða hættuleg drykkja er skilgreind útfrá því hversu oft fólk drekkur, hversu mikið í einu, hvort fólk finnur til samviskubits eftir drykkjuna og hvort drykkjan hefur áhrif á daglegt líf. Tvöfalt fleiri menn en konur stunda áhættusama drykkju. Sinclair segir nýjustu gögn sýna að fólk sé enn að kljást við óvissu og kvíða vegna kórónuveirufaraldursins og þá hafi sumir komið sér upp venjum þar sem áfengisneysla komi við sögu. Hún segist gera ráð fyrir að það muni taka nokkurn tíma fyrir neyslumynstrið að ganga til baka. Guardian fjallar ítarlega um málið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Áfengi og tóbak Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Frá þessu greinir The Guardian, sem segir fjölda Breta nú vera að valda sjálfum sér „þöglum skaða“ með hættulega mikilli drykkju heima fyrir. Sérfræðingar segja áhættusama áfengisneyslu hafa aukist til muna í kórónuveirufaraldrinum. Samkvæmt þeirri opinberu stofnun sem fylgist með lýðheilsu Breta drekka átta milljón manns á Englandi nú svo mikið af léttvíni, bjór og sterkara áfengi að neyslan er skaðleg heilsu þeirra. Julia Sinclair hjá Royal College of Psychiatrists segir hluta vandans að eftir að fólk fór að drekka heima í auknum mæli í kórónuveirufaraldrinum, sitji það lengur að sumbli en það myndi gera úti á lífinu. Nýjar tölur, sem byggja á könnunum YouGov, sýna að 18,1 prósent fullorðinna á Englandi stunduðu áhættusama drykkju í ágúst, september og október á síðasta ári. Sama hlutfall var 12,4 prósent í febrúar 2020, áður en kórónuveirufaraldurinn fór af stað. Á Bretlandseyjum mæla heilbrigðisyfirvöld með því að fólk takmarki drykkju við 14 einingar á viku, sem jafngildir 14 litlum vínglösum eða rétt tæplega þrír lítrar af bjór. Skaðleg eða hættuleg drykkja er skilgreind útfrá því hversu oft fólk drekkur, hversu mikið í einu, hvort fólk finnur til samviskubits eftir drykkjuna og hvort drykkjan hefur áhrif á daglegt líf. Tvöfalt fleiri menn en konur stunda áhættusama drykkju. Sinclair segir nýjustu gögn sýna að fólk sé enn að kljást við óvissu og kvíða vegna kórónuveirufaraldursins og þá hafi sumir komið sér upp venjum þar sem áfengisneysla komi við sögu. Hún segist gera ráð fyrir að það muni taka nokkurn tíma fyrir neyslumynstrið að ganga til baka. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Áfengi og tóbak Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira