Senda hermenn og skriðdreka til Gotlands Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2022 13:00 Hermenn aka skriðdreka um götur Gotlands. EPA/Karl Melande Yfirvöld í Svíþjóð hafa ákveðið að fjölga hermönnum og vopnum á Gotlandi í Eystrasaltshafi. Ástæðan er sögð vera versnandi öryggisástand á svæðinu sem að miklu leyti má rekja til mögulegrar innrásar Rússa í Úkraínu. Þá sendu Rússar nýverið nokkur skip inn í Eystrasaltshafið en þau eru sérhönnuð til að flytja hermenn. SVT sagði frá því í morgun að verið væri að sigla þessum skipum frá svæðinu. Michael Claesson, einn yfirmanna sænska hersins, sagði í viðtali í morgun að Svíar vildu vera viðbúnir öllu og með mannafla á mikilvægustu svæðum landsins. Gotland væri eitt þeirra. Sjá einnig: Segja Rússa undirbúa fölsun tilefnis til árásar Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, sagði um helgina að Svíar mættu ekki vera barnalegir og að ekki væri hægt að útiloka árás á landið. Sænski herinn hefur aukið viðveru sína verulega á Gotlandi um helgina.EPA/KARL MELANDER „Svíþjóð verður ekki gripin í bólinu ef eitthvað gerist. Það er mikilvægt að sýna að við tökum ástandinu alvarlega,“ hefur FT eftir Hultqvist frá því um helgina. Miðillinn segir Svía hafa aukið fjárútlát sín til varnarmála talsvert á undanförnum árum. Svíar eru ekki í Atlantshafsbandalaginu en Eystrasaltslöndin þrjú, Eistlandi, Lettland og Lithaáen eru það og þau hafa hvatt Svía til að auka hernaðarviðveru þeirra á Gotlandi. Eins og bent er á í frétt VG er eyjan mjög mikilvæg vörnum Eystrasaltsríkjanna. Ef ske kynni að stríð brytist út í Eistlandi, Lettlandi og Litháaen væri hægt að koma loftvörnum og flugvélum fyrir á Gotlandi sem myndu nýtast þar. Svíar og Bandaríkjamenn héldu umfangsmiklar heræfingar árið 2017 en þær fólust meðal annars í því að verjast gegn ímyndaðri árás á Gotland. Óhefðbundið umferðaröngþveiti á Gotlandi.EPA/Karl Melander Svíþjóð Hernaður NATO Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Þá sendu Rússar nýverið nokkur skip inn í Eystrasaltshafið en þau eru sérhönnuð til að flytja hermenn. SVT sagði frá því í morgun að verið væri að sigla þessum skipum frá svæðinu. Michael Claesson, einn yfirmanna sænska hersins, sagði í viðtali í morgun að Svíar vildu vera viðbúnir öllu og með mannafla á mikilvægustu svæðum landsins. Gotland væri eitt þeirra. Sjá einnig: Segja Rússa undirbúa fölsun tilefnis til árásar Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, sagði um helgina að Svíar mættu ekki vera barnalegir og að ekki væri hægt að útiloka árás á landið. Sænski herinn hefur aukið viðveru sína verulega á Gotlandi um helgina.EPA/KARL MELANDER „Svíþjóð verður ekki gripin í bólinu ef eitthvað gerist. Það er mikilvægt að sýna að við tökum ástandinu alvarlega,“ hefur FT eftir Hultqvist frá því um helgina. Miðillinn segir Svía hafa aukið fjárútlát sín til varnarmála talsvert á undanförnum árum. Svíar eru ekki í Atlantshafsbandalaginu en Eystrasaltslöndin þrjú, Eistlandi, Lettland og Lithaáen eru það og þau hafa hvatt Svía til að auka hernaðarviðveru þeirra á Gotlandi. Eins og bent er á í frétt VG er eyjan mjög mikilvæg vörnum Eystrasaltsríkjanna. Ef ske kynni að stríð brytist út í Eistlandi, Lettlandi og Litháaen væri hægt að koma loftvörnum og flugvélum fyrir á Gotlandi sem myndu nýtast þar. Svíar og Bandaríkjamenn héldu umfangsmiklar heræfingar árið 2017 en þær fólust meðal annars í því að verjast gegn ímyndaðri árás á Gotland. Óhefðbundið umferðaröngþveiti á Gotlandi.EPA/Karl Melander
Svíþjóð Hernaður NATO Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira