Gunnar skrifaði undir nýjan samning við UFC Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. janúar 2022 12:46 Gunnar og faðir hans Haraldur skrifa hér undir nýja samninginn við UFC. mynd/mjölnir Bardagakappinn Gunnar Nelson er ekkert á þeim buxunum að hætta að berjast en hann hefur skrifað undir nýjan samning við UFC-bardagasamtökin. Nýi samningurinn er upp á fimm bardaga. „Þetta er fimm bardaga samningur sem tekur gildi strax þannig að síðasti bardagi á gamla samningnum fellur niður og má kannski segja að sé fyrsti bardaginn á nýja samningnum. Við vissum af áhuga fleiri bardagasamtaka á því að semja við Gunnar og UFC hefur að öllum líkindum vitað af því líka og viljað tryggja samning við Gunnar áfram,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars. Sjálfur segist Gunnar í fréttatilkynningu aldrei hafa hugleitt af neinni alvöru að semja við aðra en UFC en þar segir hann margt koma til, ekki síst öflug lyfjapróf innan UFC sem ekki séu til staðar hjá öðrum samtökum. „UFC er einfaldlega langstærsta og öflugasta MMA-keppnin í heiminum í dag og lyfjaprófin skipta að mínu mati gríðarlega miklu máli,“ segir Gunnar. „Við vissum af áhuga annarra MMA-samtaka en meðan lyfjapróf þeirra eru lítil eða engin komu aðrir bara ekki til greina. Ég hef áður sagt að ég muni aldrei taka nein ólögleg lyf og ef það er forsenda fyrir því að vera í fremstu röð þá mun ég hætta. Ég er mjög sáttur við að vera bara faðir og þjálfari ef út í það er farið. Ég hef fundið það á síðustu árum hvernig þjálfun í Mjölni gefur mér alltaf meira og meira og sé framtíð mína svo sannarlega við þjálfun þegar keppnisferli lýkur. Og ef honum lyki á morgun þá væri það bara allt í lagi. Það er hins vegar ekki stefnan alveg strax og nú er nýr samningur við UFC í höfn og ég er mjög sáttur,“ segir Gunnar. Hann barðist síðast í lok september 2019 en þess má geta að tveir síðustu andstæðingar hans eru númer tvö og þrjú á heimslistanum. „Ég er nýlega stiginn uppúr Covid og er svona að byrja æfingar aftur. Nú er bara að koma sér í almennilegt keppnisform og vonandi getum við tilkynnt næsta bardaga á næstu dögum eða vikum,“ segir Gunnar. Vitað er að Gunnar er með augun á að fá bardaga í London í mars og vonandi gengur það eftir hjá honum. MMA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Sjá meira
„Þetta er fimm bardaga samningur sem tekur gildi strax þannig að síðasti bardagi á gamla samningnum fellur niður og má kannski segja að sé fyrsti bardaginn á nýja samningnum. Við vissum af áhuga fleiri bardagasamtaka á því að semja við Gunnar og UFC hefur að öllum líkindum vitað af því líka og viljað tryggja samning við Gunnar áfram,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars. Sjálfur segist Gunnar í fréttatilkynningu aldrei hafa hugleitt af neinni alvöru að semja við aðra en UFC en þar segir hann margt koma til, ekki síst öflug lyfjapróf innan UFC sem ekki séu til staðar hjá öðrum samtökum. „UFC er einfaldlega langstærsta og öflugasta MMA-keppnin í heiminum í dag og lyfjaprófin skipta að mínu mati gríðarlega miklu máli,“ segir Gunnar. „Við vissum af áhuga annarra MMA-samtaka en meðan lyfjapróf þeirra eru lítil eða engin komu aðrir bara ekki til greina. Ég hef áður sagt að ég muni aldrei taka nein ólögleg lyf og ef það er forsenda fyrir því að vera í fremstu röð þá mun ég hætta. Ég er mjög sáttur við að vera bara faðir og þjálfari ef út í það er farið. Ég hef fundið það á síðustu árum hvernig þjálfun í Mjölni gefur mér alltaf meira og meira og sé framtíð mína svo sannarlega við þjálfun þegar keppnisferli lýkur. Og ef honum lyki á morgun þá væri það bara allt í lagi. Það er hins vegar ekki stefnan alveg strax og nú er nýr samningur við UFC í höfn og ég er mjög sáttur,“ segir Gunnar. Hann barðist síðast í lok september 2019 en þess má geta að tveir síðustu andstæðingar hans eru númer tvö og þrjú á heimslistanum. „Ég er nýlega stiginn uppúr Covid og er svona að byrja æfingar aftur. Nú er bara að koma sér í almennilegt keppnisform og vonandi getum við tilkynnt næsta bardaga á næstu dögum eða vikum,“ segir Gunnar. Vitað er að Gunnar er með augun á að fá bardaga í London í mars og vonandi gengur það eftir hjá honum.
MMA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Sjá meira