„Enginn sagði mér að þetta væri brot á reglunum“ Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2022 14:50 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga. EPA/Jessica Taylor Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir það rangt að hann hafi verið varaður við því að samkvæmi á Downingstræti væri brot á samkomutakmörkunum og sóttvarnarreglum. Ráðherrann hefur verið sakaður um að ljúga að þinginu um hvað hann vissi um samkvæmið sem haldið var í maí 2020. Þá voru harðar samkomutakmarkanir í gildi í Bretlandi en haldin var veisla við heimili Borisar til að fagna vinnu ríkisstjórnarinnar í baráttunni við kórónuveiruna. Var fólk hvatt til að mæta með eigið áfengi. Í síðustu viku baðst forsætisráðherrann afsökunar á þingi og sagðist hann hafa talið að um vinnuviðburð væri að ræða. Sjá einnig: Boris á hálum ís Dominic Cummings, fyrrverandi ráðgjafi Borisar, steig þó fram og sagði forsætisráðherrann hafa logið að þinginu. Hann sagðist persónulega hafa bent á að samkvæmið færi gegn reglunum og háttsettur embættismaður hefði sagst ætla að bera það undir Boris, samkvæmt frétt Guardian. Skömmu seinna hefði Boris sagt við starfsfólk að áðurnefndur embættismaður hefði boðið fólki í samkvæmi og fagnað því. Cummings sagði forsætisráðherrann hafa leitt hjá sér að samkvæmið væri gegn reglunum. Boris sagði svo í viðtali við Sky News í dag að enginn hefði sagt honum að samkvæmið væri brot á reglunum. Hann ítrekaði afsökunarbeiðni sína og sagði að aldrei hefði átt að halda samkvæmið. Þá sagði hann að enginn hefði sagt sér að samkvæmið væri brot á reglunum. Ef það hefði verið gert hefði samkvæmið aldrei verið haldið. „Ég man þetta svo að ég fór út í garð í um 25 mínútur, sem ég hélt að væri vinnuatburður, og að tala við starfsfólkið, þakka starfsfólkinu. Síðan fó ég aftur inn á skrifstofu og hélt áfram að vinna,“ sagði Boris. Hann sagði einnig að eftir á að hyggja hefði hann strax átt að sjá að þetta væri brot á reglum og segja fólki að fara aftur inn. Samkvæmið er til rannsóknar og er forsætisráðherrann var spurður hvort hann myndi segja af sér ef í ljós kæmi að hann hefði sagt þingmönnum ósatt sagði hann: „Sjáum hvað fram kemur í skýrslunni“. Bretland Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Þá voru harðar samkomutakmarkanir í gildi í Bretlandi en haldin var veisla við heimili Borisar til að fagna vinnu ríkisstjórnarinnar í baráttunni við kórónuveiruna. Var fólk hvatt til að mæta með eigið áfengi. Í síðustu viku baðst forsætisráðherrann afsökunar á þingi og sagðist hann hafa talið að um vinnuviðburð væri að ræða. Sjá einnig: Boris á hálum ís Dominic Cummings, fyrrverandi ráðgjafi Borisar, steig þó fram og sagði forsætisráðherrann hafa logið að þinginu. Hann sagðist persónulega hafa bent á að samkvæmið færi gegn reglunum og háttsettur embættismaður hefði sagst ætla að bera það undir Boris, samkvæmt frétt Guardian. Skömmu seinna hefði Boris sagt við starfsfólk að áðurnefndur embættismaður hefði boðið fólki í samkvæmi og fagnað því. Cummings sagði forsætisráðherrann hafa leitt hjá sér að samkvæmið væri gegn reglunum. Boris sagði svo í viðtali við Sky News í dag að enginn hefði sagt honum að samkvæmið væri brot á reglunum. Hann ítrekaði afsökunarbeiðni sína og sagði að aldrei hefði átt að halda samkvæmið. Þá sagði hann að enginn hefði sagt sér að samkvæmið væri brot á reglunum. Ef það hefði verið gert hefði samkvæmið aldrei verið haldið. „Ég man þetta svo að ég fór út í garð í um 25 mínútur, sem ég hélt að væri vinnuatburður, og að tala við starfsfólkið, þakka starfsfólkinu. Síðan fó ég aftur inn á skrifstofu og hélt áfram að vinna,“ sagði Boris. Hann sagði einnig að eftir á að hyggja hefði hann strax átt að sjá að þetta væri brot á reglum og segja fólki að fara aftur inn. Samkvæmið er til rannsóknar og er forsætisráðherrann var spurður hvort hann myndi segja af sér ef í ljós kæmi að hann hefði sagt þingmönnum ósatt sagði hann: „Sjáum hvað fram kemur í skýrslunni“.
Bretland Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira