Birti eina af síðustu myndunum af Betty White sem hefði orðið hundrað ára Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. janúar 2022 08:01 Hér má sjá myndina sem aðstoðarkona White birti á Facebook í fyrradag, í tilefni þess að White hefði fagnað hundrað ára afmæli sínu. Facebook/Betty White Aðstoðarkona Betty White heitinnar, bandarísku leikkonunnar sem lést síðastliðinn gamlársdag, birti í fyrradag mynd sem hún sagði vera meðal þeirra síðustu sem teknar voru af leikkonunni. Myndina birti hún í tilefni þess að White hefði fagnað hundrað ára afmæli í gær. „Halló allir! Þetta er Kiersten, aðstoðarkona Betty. Á þessum sérstaka degi langaði mig til þess að deila þessari mynd af Betty. Hún var tekin 20. desember 2021. Ég held að þetta sé ein af síðustu myndum sem tekin var af henni. Hún var geislandi, falleg og hamingjusöm að vanda. Þakkir til ykkar allra sem gerið fallega hluti í dag og alla daga, til þess að gera heiminn að betri stað.“ Svona hljóðaði færsla sem birtist á opinberum Facebook-reikningi leikkonunnar sálugu, sem var ein sú allra vinsælasta í Hollywood. Í kjölfar andláts White flykktist samstarfsfólk hennar úr kvikmyndum og margir fleiri á samfélagsmiðla til að minnast hennar. Sagði skopskynið lykilinn að langlífi og hamingju White var einna þekktust fyrir að vera ein af The Golden Girls og fyrir hlutverk sitt í Hot in Cleveland. Yngri sjónvarpsunnendur muna mögulega eftir henni í óborganlegum hlutverkum í þáttaröðunum That '70 Show og Boston Legal. Leikkonan var elskuð og dáð af öllum sem hana þekktu og stundum kölluð „gullstúlkan með gullhjartað“. White hlaut sína fyrstu Emmy-tilnefningu árið 1951 og hlaut tvær í viðbót fyrir hlutverk sitt í The Mary Tyler Moore Show. Hún sló svo í gegn sem ein af The Golden Girls og lék í þáttunum frá 1985 til 1992. Í kringum aldamótin náði White til yngri áhorfenda sem Bea Sigurdson í That '70 Show og sem Catherine Piper í Boston Legal. Þá lék hún í myndinni The Proposal með Söndru Bullock og Ryan Reynolds. White var á löngum ferli tilnefnd til alls 21 Emmy-verðlauna og hlaut mörg önnur. Hún sagði í samtali við People í janúar síðastliðnum að skopskyn væri lykillinn að löngu og hamingjuríku lífi. Hollywood Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Fleiri fréttir Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Sjá meira
„Halló allir! Þetta er Kiersten, aðstoðarkona Betty. Á þessum sérstaka degi langaði mig til þess að deila þessari mynd af Betty. Hún var tekin 20. desember 2021. Ég held að þetta sé ein af síðustu myndum sem tekin var af henni. Hún var geislandi, falleg og hamingjusöm að vanda. Þakkir til ykkar allra sem gerið fallega hluti í dag og alla daga, til þess að gera heiminn að betri stað.“ Svona hljóðaði færsla sem birtist á opinberum Facebook-reikningi leikkonunnar sálugu, sem var ein sú allra vinsælasta í Hollywood. Í kjölfar andláts White flykktist samstarfsfólk hennar úr kvikmyndum og margir fleiri á samfélagsmiðla til að minnast hennar. Sagði skopskynið lykilinn að langlífi og hamingju White var einna þekktust fyrir að vera ein af The Golden Girls og fyrir hlutverk sitt í Hot in Cleveland. Yngri sjónvarpsunnendur muna mögulega eftir henni í óborganlegum hlutverkum í þáttaröðunum That '70 Show og Boston Legal. Leikkonan var elskuð og dáð af öllum sem hana þekktu og stundum kölluð „gullstúlkan með gullhjartað“. White hlaut sína fyrstu Emmy-tilnefningu árið 1951 og hlaut tvær í viðbót fyrir hlutverk sitt í The Mary Tyler Moore Show. Hún sló svo í gegn sem ein af The Golden Girls og lék í þáttunum frá 1985 til 1992. Í kringum aldamótin náði White til yngri áhorfenda sem Bea Sigurdson í That '70 Show og sem Catherine Piper í Boston Legal. Þá lék hún í myndinni The Proposal með Söndru Bullock og Ryan Reynolds. White var á löngum ferli tilnefnd til alls 21 Emmy-verðlauna og hlaut mörg önnur. Hún sagði í samtali við People í janúar síðastliðnum að skopskyn væri lykillinn að löngu og hamingjuríku lífi.
Hollywood Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Fleiri fréttir Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Sjá meira