Vatnaskil orðið í faraldrinum og því tímabært að endurskoða viðbrögð og takmarkanir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. janúar 2022 18:47 Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðasviðs Landspítalans og yfirmaður covid-göngudeildar, segir að vatnaskil hafi orðið í faraldrinum. Landspítalinn telur tímabært að fara að endurskoða viðbragð sitt í heimsfaraldrinum með tilliti til vægari veikinda. Vatnaskil hafi orðið og því komi til greina að fækka fjölda starfsmanna á hvern covid-sjúkling. Þá sé ástæða til að íhuga að létta á sóttvarnaaðgerðum. „Það má segja að um miðjan desember hafi orðið ákveðin vatnaskil,“ segir Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðarsvips Landspítala og yfirmaður covid-göngudeildar. Hann vísar þar í að veikindi af völdum ómikron afbrigðisins séu vægari en af öðrum afbrigðum og innlagnartíðni lægri. „Ef við tökum alla sem hafa greinst eftir miðjan desember þá er innlagnatíðinin um 0,5 prósent en ef við tökum alla sem hafa greinst í lok desember að þá er innlagnatíðnin komin í 0,25 prósent. Ég held að innlagnir síðustu daga séu í takti við þetta og horfi til betri vegar,“ segir hann og bætir við að þar sé góðri bólusetningastöðu að þakka. Mun lægri innlagnatíðni „Bólusetningastaðan er framúrskarandi góð hjá okkur og helstu áhættuhópar búnir að fá örvunarskammt. Til marks um það, ef við lítum á þá sem eru 75 ára, þá er innlagnatíðni þeirra þann 1. september um 17 til 18 prósent en í byrjun janúar er hún komin niður í 4 til 5 prósent. Það eru margar vísbendingar um að þetta sé að þróast til mun betri vegar og vekur ákveðna bjartsýni.“ Þar af leiðandi sé tímabært að endurskoða nálgunina. „Það hafa orðið vatnaskil og ég held að það sé tímabært að fara að endurskoða okkar viðbragð innan spítalans og ég efast ekki um að sóttvarnalæknir sé að ígrunda það líka í samfélaginu. En það þarf að taka mjög vel ígrundaðar ákvarðanir, við megum ekki missa úr höndunum þann góða árangur sem hefur náðst.“ Til dæmis komi til greina að fækka fjölda starfsmanna á hvern covidsjúkling. „Það er eitt af því sem þarf að skoða. Þetta hefur verið mjög umfangsmikið verkefni og mannaflakrefjandi en það er alveg eins líklegt að við getum breytt því,“ segir Runólfur. Sömuleiðis sé til skoðunar að bregðast almennt öðruvísi við smituðum einstaklingum á Landspítala. Mögulega verði hægt að fara að lifa með veirunni „Framan af voru einstaklingar að labba inn með sýkingu, veikir og gjarnan með lungnabólgu, sem eru hættuleg veikindi. Núna erum við meira að greina smit hjá einstaklingum sem eru inni af öðrum ástæðum,“ segir Runólfur. Forða þurfi sjúklingum á Landspítala frá smiti en að vega þurfi og meta hvers eðlis þjónustan og einangrunin verði. Þá séum við mögulega að komast á þann stað að geta lifað með veirunni. „Ég held að við séum hægt og bítandi að komast þangað. Ef takmörkunum yrði aflétt og smituðum myndi fjölga mjög mikið – í staðinn fyrir að vera þúsund á dag í tvö til þrjú þúsund á dag – að þá þurfum við að vita með vissu hvernig við ráðum við það. Það skiptir máli hvaða hópur er að smitast. En eitt af því sem er mjög jákvætt er að þorri þeirra sem er að smitast eru börn og ungt fólk sem þolir sýkinguna vel. Ómikron afbrigðið er algjörlega ráðandi og hefur minni veikindi í för með sér þannig að við erum hægt og bítandi að nálgast það.“ Aðspurður segir Runólfur tilefni til að íhuga afléttingar. „Við þurfum að skoða það mjög alvarlega,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
„Það má segja að um miðjan desember hafi orðið ákveðin vatnaskil,“ segir Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðarsvips Landspítala og yfirmaður covid-göngudeildar. Hann vísar þar í að veikindi af völdum ómikron afbrigðisins séu vægari en af öðrum afbrigðum og innlagnartíðni lægri. „Ef við tökum alla sem hafa greinst eftir miðjan desember þá er innlagnatíðinin um 0,5 prósent en ef við tökum alla sem hafa greinst í lok desember að þá er innlagnatíðnin komin í 0,25 prósent. Ég held að innlagnir síðustu daga séu í takti við þetta og horfi til betri vegar,“ segir hann og bætir við að þar sé góðri bólusetningastöðu að þakka. Mun lægri innlagnatíðni „Bólusetningastaðan er framúrskarandi góð hjá okkur og helstu áhættuhópar búnir að fá örvunarskammt. Til marks um það, ef við lítum á þá sem eru 75 ára, þá er innlagnatíðni þeirra þann 1. september um 17 til 18 prósent en í byrjun janúar er hún komin niður í 4 til 5 prósent. Það eru margar vísbendingar um að þetta sé að þróast til mun betri vegar og vekur ákveðna bjartsýni.“ Þar af leiðandi sé tímabært að endurskoða nálgunina. „Það hafa orðið vatnaskil og ég held að það sé tímabært að fara að endurskoða okkar viðbragð innan spítalans og ég efast ekki um að sóttvarnalæknir sé að ígrunda það líka í samfélaginu. En það þarf að taka mjög vel ígrundaðar ákvarðanir, við megum ekki missa úr höndunum þann góða árangur sem hefur náðst.“ Til dæmis komi til greina að fækka fjölda starfsmanna á hvern covidsjúkling. „Það er eitt af því sem þarf að skoða. Þetta hefur verið mjög umfangsmikið verkefni og mannaflakrefjandi en það er alveg eins líklegt að við getum breytt því,“ segir Runólfur. Sömuleiðis sé til skoðunar að bregðast almennt öðruvísi við smituðum einstaklingum á Landspítala. Mögulega verði hægt að fara að lifa með veirunni „Framan af voru einstaklingar að labba inn með sýkingu, veikir og gjarnan með lungnabólgu, sem eru hættuleg veikindi. Núna erum við meira að greina smit hjá einstaklingum sem eru inni af öðrum ástæðum,“ segir Runólfur. Forða þurfi sjúklingum á Landspítala frá smiti en að vega þurfi og meta hvers eðlis þjónustan og einangrunin verði. Þá séum við mögulega að komast á þann stað að geta lifað með veirunni. „Ég held að við séum hægt og bítandi að komast þangað. Ef takmörkunum yrði aflétt og smituðum myndi fjölga mjög mikið – í staðinn fyrir að vera þúsund á dag í tvö til þrjú þúsund á dag – að þá þurfum við að vita með vissu hvernig við ráðum við það. Það skiptir máli hvaða hópur er að smitast. En eitt af því sem er mjög jákvætt er að þorri þeirra sem er að smitast eru börn og ungt fólk sem þolir sýkinguna vel. Ómikron afbrigðið er algjörlega ráðandi og hefur minni veikindi í för með sér þannig að við erum hægt og bítandi að nálgast það.“ Aðspurður segir Runólfur tilefni til að íhuga afléttingar. „Við þurfum að skoða það mjög alvarlega,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira