„Að sýna svona hreðjar og svona töffaraskap er ekkert eðlilega töff“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. janúar 2022 19:34 Björgvin Páll Gústavsson kom íslenska liðinu til bjargar á lokamínútunum gegn Ungverjum í kvöld. EPA-EFE/Tamas Kovacs Björgvin Páll Gústavsson átti stóran þátt í naumum sigri Íslands gegn Ungverjum í kvöld sem tryggði liðinu sæti í milliriðli með fullt hús stiga. Hann segir að seinustu leikir gegn Ungverjum hafi verið erfiðir, en sigurinn í kvöld sýni töffaraskap í íslenska liðinu. „Ungverjaland hefur verið svona okkar Detroit Pistons í gegnum tíðina. Þetta er búið að vera ógeðslegt á móti þeim og við erum búnir að tapa á móti þeim ljótum leikjum,“ sagði Björgvin Páll í leikslok. „En að svara svona fyrir framan 20 þúsund manns. Að sýna svona hreðjar og svona töffaraskap er ekkert eðlilega töff. Bara hvernig við „deliver-um“ í þessum leik er ekki eins auðvelt og það sýnist.“ Björgvin varði víti frá ungverska liðinu á ögurstundu þar sem látið var vaða af fyrsta tempói. Hann segist ekki hafa búist við því og viðurkennir að hann muni í raun lítið eftir þessari mikilvægu stund í leiknum. „Nei. Ég eiginlega man ekki eftir þessu víti. Ég man bara að ég hugsaði að ég væri meiri töffari en hann og hann myndi bara skjóta í mig.“ „Gústi (Ágúst Jóhannsson) sagði við mig á vídjófundi fyrir leik, hann er núna markmannsþjálfarinn hjá okkur, að það þyrfti bara eitt víti og það kom á góðum tímapunkti.“ Klippa: Björgvin Páll eftir sigurinn gegn Ungverjum Ísland er nú á leið í milliriðil með tvö stig, en þetta er í fyrsta skipti sem liðið vinnur alla leiki sína í riðlakeppni á Evrópumóti. Björgvin segir að leiðin hafi verið erfið og að liðið hafi þurft að aðlagast ýmsum mismunandi aðstæðum. „Það er líka bara hvernig við gerum þetta. Við lendum á fullt af veggjum, allskonar brasi, en við erum bara ógeðslega góðir sóknarlega allt mótið.“ „Varnarlega mætum við þrem mjög ólíkum liðum. Mætum Portúgal sem er eitt besta lið í heiminum í sjö á sex, mætum svo hraðasta liði í heiminum í dag í Hollandi og fáum svo þriðju tegundina í dag með durga á línunni. Við náum að breyta um vörn í miðjum leik og bara hrós á strákana fyrir að hafa náð því og náð að stilla sig inn á þetta. Það sýnir bara rosalegan styrkleika og hvað við erum góðir að bregðast við aðstæðum.“ „Það að vinna þrjá leiki í riðlinum segir bara alla söguna held ég,“ sagði sigurreifur Björgvin Páll Gústavsson að lokum. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Twitter bregst við sigrinum: „Haltu kjafti hvað þetta var geggjað!“ Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu unnu gríðarlega mikilvægan eins marks sigur gegn Ungverjum í lokaleik riðlakeppninnar á EM í handbolta í kvöld og taka því tvö stig með sér í milliriðil. Stuðningsmenn liðsins létu vel í sér heyra á samfélagsmiðlinum Twitter. 18. janúar 2022 19:21 Topparnir í tölfræðinni á móti Ungverjum: Bjarki og auðveldu mörkin í leitirnar Bjarki Már Elísson fékk að vera með á móti Ungverjum í kvöld og það munaði miklu um að vera með báða hornamennina virka. Björgvin Páll varði marga mikilvæga bolta í lokin. 18. janúar 2022 19:03 Dagskrá Íslands í milliriðlinum: Byrja gegn heimsmeisturunum Eins og flestir ættu að vita tryggði íslenska karlalandsliðið í handbolta sér sæti í millirðili með eins marks sigri gegn Ungverjum fyrr í kvöld. Ísland mætir Dönum í fyrsta leik í milliriðlinum, en Danir eru ríkjandi hemsmeistarar. 18. janúar 2022 19:01 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 31-30 | Ísland með fullt hús stiga áfram Ísland fer með fullt hús stiga í millriðla EM eftir þriðja sigur sinn. Spennan var svakaleg í Búdapest í dag þegar Ísland vann eins marks sigur á heimamönnum, 31-30. 18. janúar 2022 18:40 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira
„Ungverjaland hefur verið svona okkar Detroit Pistons í gegnum tíðina. Þetta er búið að vera ógeðslegt á móti þeim og við erum búnir að tapa á móti þeim ljótum leikjum,“ sagði Björgvin Páll í leikslok. „En að svara svona fyrir framan 20 þúsund manns. Að sýna svona hreðjar og svona töffaraskap er ekkert eðlilega töff. Bara hvernig við „deliver-um“ í þessum leik er ekki eins auðvelt og það sýnist.“ Björgvin varði víti frá ungverska liðinu á ögurstundu þar sem látið var vaða af fyrsta tempói. Hann segist ekki hafa búist við því og viðurkennir að hann muni í raun lítið eftir þessari mikilvægu stund í leiknum. „Nei. Ég eiginlega man ekki eftir þessu víti. Ég man bara að ég hugsaði að ég væri meiri töffari en hann og hann myndi bara skjóta í mig.“ „Gústi (Ágúst Jóhannsson) sagði við mig á vídjófundi fyrir leik, hann er núna markmannsþjálfarinn hjá okkur, að það þyrfti bara eitt víti og það kom á góðum tímapunkti.“ Klippa: Björgvin Páll eftir sigurinn gegn Ungverjum Ísland er nú á leið í milliriðil með tvö stig, en þetta er í fyrsta skipti sem liðið vinnur alla leiki sína í riðlakeppni á Evrópumóti. Björgvin segir að leiðin hafi verið erfið og að liðið hafi þurft að aðlagast ýmsum mismunandi aðstæðum. „Það er líka bara hvernig við gerum þetta. Við lendum á fullt af veggjum, allskonar brasi, en við erum bara ógeðslega góðir sóknarlega allt mótið.“ „Varnarlega mætum við þrem mjög ólíkum liðum. Mætum Portúgal sem er eitt besta lið í heiminum í sjö á sex, mætum svo hraðasta liði í heiminum í dag í Hollandi og fáum svo þriðju tegundina í dag með durga á línunni. Við náum að breyta um vörn í miðjum leik og bara hrós á strákana fyrir að hafa náð því og náð að stilla sig inn á þetta. Það sýnir bara rosalegan styrkleika og hvað við erum góðir að bregðast við aðstæðum.“ „Það að vinna þrjá leiki í riðlinum segir bara alla söguna held ég,“ sagði sigurreifur Björgvin Páll Gústavsson að lokum.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Twitter bregst við sigrinum: „Haltu kjafti hvað þetta var geggjað!“ Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu unnu gríðarlega mikilvægan eins marks sigur gegn Ungverjum í lokaleik riðlakeppninnar á EM í handbolta í kvöld og taka því tvö stig með sér í milliriðil. Stuðningsmenn liðsins létu vel í sér heyra á samfélagsmiðlinum Twitter. 18. janúar 2022 19:21 Topparnir í tölfræðinni á móti Ungverjum: Bjarki og auðveldu mörkin í leitirnar Bjarki Már Elísson fékk að vera með á móti Ungverjum í kvöld og það munaði miklu um að vera með báða hornamennina virka. Björgvin Páll varði marga mikilvæga bolta í lokin. 18. janúar 2022 19:03 Dagskrá Íslands í milliriðlinum: Byrja gegn heimsmeisturunum Eins og flestir ættu að vita tryggði íslenska karlalandsliðið í handbolta sér sæti í millirðili með eins marks sigri gegn Ungverjum fyrr í kvöld. Ísland mætir Dönum í fyrsta leik í milliriðlinum, en Danir eru ríkjandi hemsmeistarar. 18. janúar 2022 19:01 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 31-30 | Ísland með fullt hús stiga áfram Ísland fer með fullt hús stiga í millriðla EM eftir þriðja sigur sinn. Spennan var svakaleg í Búdapest í dag þegar Ísland vann eins marks sigur á heimamönnum, 31-30. 18. janúar 2022 18:40 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira
Twitter bregst við sigrinum: „Haltu kjafti hvað þetta var geggjað!“ Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu unnu gríðarlega mikilvægan eins marks sigur gegn Ungverjum í lokaleik riðlakeppninnar á EM í handbolta í kvöld og taka því tvö stig með sér í milliriðil. Stuðningsmenn liðsins létu vel í sér heyra á samfélagsmiðlinum Twitter. 18. janúar 2022 19:21
Topparnir í tölfræðinni á móti Ungverjum: Bjarki og auðveldu mörkin í leitirnar Bjarki Már Elísson fékk að vera með á móti Ungverjum í kvöld og það munaði miklu um að vera með báða hornamennina virka. Björgvin Páll varði marga mikilvæga bolta í lokin. 18. janúar 2022 19:03
Dagskrá Íslands í milliriðlinum: Byrja gegn heimsmeisturunum Eins og flestir ættu að vita tryggði íslenska karlalandsliðið í handbolta sér sæti í millirðili með eins marks sigri gegn Ungverjum fyrr í kvöld. Ísland mætir Dönum í fyrsta leik í milliriðlinum, en Danir eru ríkjandi hemsmeistarar. 18. janúar 2022 19:01
Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 31-30 | Ísland með fullt hús stiga áfram Ísland fer með fullt hús stiga í millriðla EM eftir þriðja sigur sinn. Spennan var svakaleg í Búdapest í dag þegar Ísland vann eins marks sigur á heimamönnum, 31-30. 18. janúar 2022 18:40