Samflokksmenn Johnson sagðir leggja drög að hallarbyltingu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. janúar 2022 08:30 Forsætisráðherrann hefur sætt harðri gagnrýni og meðal annars tekist að koma sér í ónáð hjá samflokksmönnum sínum. epa/Andy Rain Þingmenn breska Íhaldsflokksins eru sagðir leggja drög að því að koma forsætisráðherranum Boris Johnson frá. Framganga hans síðustu vikur og mánuði hefur grafið verulega undan trúverðugleika hans og samflokksmenn hans eru sagðir hafa fengið sig fullsadda. The Guardian hefur eftir þingmönnum flokksins að svo virðist sem Johnson geri sér enn ekki grein fyrir því hversu alvarleg staða hans er orðin en meira en tugur nýrra þingmanna hittist í gær og ræddi framtíð forsætsráðherrans. Að þeim fundi loknum sagði einn þeirra að um það bil 20 vantraustsyfirlýsingar hefðu annað hvort verið lagðar fram eða væru í undirbúningi en 54 þarf til að gengið verði til atkvæðagreiðslu um vantraust á forsætisráðherrann. Johnson steig sjálfur fram í gær og neitaði staðhæfingum Dominic Cummings, fyrrverandi ráðgjafa síns, um að hann hefði logið að þinginu þegar hann sagði að hann hefði ekki vitað að garðpartý sem haldið var í Downingstræti þegar fyrstu sóttvarnaaðgerðirnar stóðu yfir hefði falið í sér brot á sóttvarnareglum. Rannsókn stendur yfir á framgöngu forsætisráðherra og meintum sóttvarnabrotum og Cummings mun bera vitni fyrir rannsóknarnefndinni. Gert er ráð fyrir að skýrsla nefndarinnar komi út í næstu viku og heimildir Guardian herma að þeir sem vilja Johnson frá telji heppilegast að bíða eftir henni, til að hámarka líkurnar á því að vantraust nái fram að ganga. Heimildarmenn Guardian telja líklegra að Johnson segi af sér en ganga í gegnum atkvæðagreiðslu um vantraust en á sama tíma segja þeir hann ekki gera sér grein fyrir hversu alvarleg staða hans er orðin.epa/Jessica Taylor Nokkrir þingmenn Íhaldsflokksins eru sagðir þeirrar skoðunar að Johnson sé líklegri til að segja af sér frekar en að þola atkvæðagreiðslu um vantraust samflokksmanna sinna. Líkurnar á atkvæðagreiðslu hafi aukist en óánægjan með forsætisráðherrann sé ekki bara meðal nýrra þingmann heldur einnig reynslubolta flokksins. „Þetta er á lokastigi. Veruleg reiði hefur umbreyst í kalt mat á því hvernig best er að gera þetta. Og hvern viljum við í staðinn? Þetta er spurning um hvenær, ekki hvort,“ hefur Guardian eftir einum þingmanna Íhaldsflokksins. Hann segir vantraustyfirlýsingarnar koma úr öllum áttum; frá hægri og vinstri, og frá þeim sem studdu Brexit og þeim sem vildu vera áfram innan Evrópusambandsins. Fjármálaráðherrann Rishi Sunak, utnaríkisráðherrann Liz Truss og heilbrigðisráðherrann Sajid David eru meðal þeirra sem nefndir hafa verið sem möguleikir arftakar Johnson. Þá hefur Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, gefið út að hann hafi mögulega áhuga á að sækjast eftir leiðtogahlutverkinu en mikið þyrfti til. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Reiknað með að tilkynnt verði um afléttingar í Englandi Búist er við því að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynni afléttingar á sóttvarnatakmörkunum í Englandi síðar í dag. 19. janúar 2022 07:54 „Enginn sagði mér að þetta væri brot á reglunum“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir það rangt að hann hafi verið varaður við því að samkvæmi á Downingstræti væri brot á samkomutakmörkunum og sóttvarnarreglum. Ráðherrann hefur verið sakaður um að ljúga að þinginu um hvað hann vissi um samkvæmið sem haldið var í maí 2020. 18. janúar 2022 14:50 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
The Guardian hefur eftir þingmönnum flokksins að svo virðist sem Johnson geri sér enn ekki grein fyrir því hversu alvarleg staða hans er orðin en meira en tugur nýrra þingmanna hittist í gær og ræddi framtíð forsætsráðherrans. Að þeim fundi loknum sagði einn þeirra að um það bil 20 vantraustsyfirlýsingar hefðu annað hvort verið lagðar fram eða væru í undirbúningi en 54 þarf til að gengið verði til atkvæðagreiðslu um vantraust á forsætisráðherrann. Johnson steig sjálfur fram í gær og neitaði staðhæfingum Dominic Cummings, fyrrverandi ráðgjafa síns, um að hann hefði logið að þinginu þegar hann sagði að hann hefði ekki vitað að garðpartý sem haldið var í Downingstræti þegar fyrstu sóttvarnaaðgerðirnar stóðu yfir hefði falið í sér brot á sóttvarnareglum. Rannsókn stendur yfir á framgöngu forsætisráðherra og meintum sóttvarnabrotum og Cummings mun bera vitni fyrir rannsóknarnefndinni. Gert er ráð fyrir að skýrsla nefndarinnar komi út í næstu viku og heimildir Guardian herma að þeir sem vilja Johnson frá telji heppilegast að bíða eftir henni, til að hámarka líkurnar á því að vantraust nái fram að ganga. Heimildarmenn Guardian telja líklegra að Johnson segi af sér en ganga í gegnum atkvæðagreiðslu um vantraust en á sama tíma segja þeir hann ekki gera sér grein fyrir hversu alvarleg staða hans er orðin.epa/Jessica Taylor Nokkrir þingmenn Íhaldsflokksins eru sagðir þeirrar skoðunar að Johnson sé líklegri til að segja af sér frekar en að þola atkvæðagreiðslu um vantraust samflokksmanna sinna. Líkurnar á atkvæðagreiðslu hafi aukist en óánægjan með forsætisráðherrann sé ekki bara meðal nýrra þingmann heldur einnig reynslubolta flokksins. „Þetta er á lokastigi. Veruleg reiði hefur umbreyst í kalt mat á því hvernig best er að gera þetta. Og hvern viljum við í staðinn? Þetta er spurning um hvenær, ekki hvort,“ hefur Guardian eftir einum þingmanna Íhaldsflokksins. Hann segir vantraustyfirlýsingarnar koma úr öllum áttum; frá hægri og vinstri, og frá þeim sem studdu Brexit og þeim sem vildu vera áfram innan Evrópusambandsins. Fjármálaráðherrann Rishi Sunak, utnaríkisráðherrann Liz Truss og heilbrigðisráðherrann Sajid David eru meðal þeirra sem nefndir hafa verið sem möguleikir arftakar Johnson. Þá hefur Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, gefið út að hann hafi mögulega áhuga á að sækjast eftir leiðtogahlutverkinu en mikið þyrfti til.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Reiknað með að tilkynnt verði um afléttingar í Englandi Búist er við því að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynni afléttingar á sóttvarnatakmörkunum í Englandi síðar í dag. 19. janúar 2022 07:54 „Enginn sagði mér að þetta væri brot á reglunum“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir það rangt að hann hafi verið varaður við því að samkvæmi á Downingstræti væri brot á samkomutakmörkunum og sóttvarnarreglum. Ráðherrann hefur verið sakaður um að ljúga að þinginu um hvað hann vissi um samkvæmið sem haldið var í maí 2020. 18. janúar 2022 14:50 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Reiknað með að tilkynnt verði um afléttingar í Englandi Búist er við því að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynni afléttingar á sóttvarnatakmörkunum í Englandi síðar í dag. 19. janúar 2022 07:54
„Enginn sagði mér að þetta væri brot á reglunum“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir það rangt að hann hafi verið varaður við því að samkvæmi á Downingstræti væri brot á samkomutakmörkunum og sóttvarnarreglum. Ráðherrann hefur verið sakaður um að ljúga að þinginu um hvað hann vissi um samkvæmið sem haldið var í maí 2020. 18. janúar 2022 14:50