„Finnst við fyrst núna vera að nýta Ómar rétt í sókninni“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2022 12:01 Ómar Ingi Magnússon skoraði átta mörk gegn Ungverjalandi. getty/Sanjin Strukic Arnór Atlason segir augljóst að Guðmundur Guðmundsson hafi aðlagað leik íslenska handboltalandsliðsins að Ómari Inga Magnússyni. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson fóru yfir sigurinn á Ungverjalandi með Stefáni Árna Pálssyni í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. Þeir hringdu meðal annars í Arnór Atlason, aðstoðarþjálfara Álaborg, þjálfara U-20 ára landsliðs Dana og fyrrverandi landsliðsmann. Hann var að vonum ánægður með sigurinn á Ungverjum eins og aðrir Íslendingar. „Þetta var fyrst og fremst stórkostleg skemmtun. Þetta var rosalega skemmtilegur leikur á að horfa,“ sagði Arnór sem er nú staddur með danska U-20 ára landsliðinu á Lanzarote. „Eins og í öllu mótinu var sóknarleikur okkar rosalega góður, sérstaklega allan fyrri hálfleik en hikstaði aðeins á köflum í seinni hálfleik. Mér fannst rosa gott þegar við bökkuðum aðeins í vörninni og lokuðum meira á [Bénce] Bánhidi sem var búinn að vera mjög erfiður, enda frábær sóknarlínumaður. Bjöggi fékk svo aðeins þægilegri bolta fyrir utan sem hann gerði frábærlega í að verja.“ Hrifinn af nýjungunum Arnór fór svo yfir breytinguna sem hefur orðið á sóknarleik Íslands frá síðasta móti. Hann segir lykilatriðið að íslenska liðið nýti styrkleika Gísla Þorgeirs Kristjánssonar og Ómars Inga Magnússonar. Sá síðarnefndi hefur átt erfitt uppdráttar með landsliðinu en hefur spilað mjög vel á þessu móti. Arnór þekkir Ómar vel en hann þjálfaði hann hjá Álaborg. „Ég er mjög hrifinn af þessu nýja sem hefur komið inn á þessu móti. Þessar árásir frá Gísla og Ómari þar sem við færum línumanninn í burtu og gefum þeim leyfi að gera það sem þeir eru svo góðir í. Ómar gerði þetta hjá okkur í Álaborg og svo í Magdeburg. Við leggjum spilið svolítið upp í hendurnar á þeim, einangrun fyrir þá og þeir eru báðir mjög góðir að losa boltann eftir þessar árásir, sérstaklega Ómar. Svo hafa þessar hröðu klippingar fyrir utan litið vel út og heppnast vel,“ sagði Arnór. „Mér finnst við fyrst núna vera að nýta Ómar rétt í sókninni. Hann er svo rosalega öflugur í þessum aðgerðum og að losa boltann. Hann vinnur einn og hálfan mann nánast í hvert einasta skipti og skilar boltanum yfirleitt á réttan mann eftir það.“ Allt öðruvísi sóknarleikur Róbert spurði Arnór hvort Guðmundur hafi aðlagað leik landsliðsins að Ómari í staðinn fyrir að hann ætti að falla inn í leikstíl þess. „Mér finnst það augljóst að Gummi hefur séð hvað Magdeburg hefur fengið út úr Ómari og lagt upp með það fyrir mótið. Við sjáum að þetta er allt öðruvísi sóknarleikur en var til dæmis í Egyptalandi,“ sagði Arnór. Minna álag á Aroni Aron Pálmarsson var nokkuð rólegur í tíðinni í leiknum í gær og skoraði aðeins tvö mörk úr sex skotum. Arnór segir nærveru Arons þó mikilvæga og er viss um að hann eigi eftir að spila betur í framhaldinu, enda hefur ekki mætt jafn mikið á honum og áður. „Stundum getur verið gott fyrir menn að koma út af í smá kælingu, ná áttum og vera klárir aftur eftir 5-6 ár. En bara það að hafa Aron inni á veitir ákveðna ró því við vitum hvað hann getur, að hann getur tekið af skarið og klárað leiki ef þess þarf. Það er búið að létta mjög mikið af Aroni í sambandi við allar þessar aðgerðir,“ sagði Arnór. „Áður hefur hann verið allt í öllu og allt lagt upp í hendurnar á honum. Það að bæði Gísli og Ómar byrji þessar árásir léttir á Aroni. Ég er pottþéttur á því að Aron er miklu frískari núna en hefur oft verið eftir riðlakeppnina. Þess vegna er ég viss um að hann á helling inni á tankinum.“ Hlusta má á EM-hlaðvarpið í spilaranum hér fyrir ofan. Spjallið við Arnór hefst á 26:30. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Fleiri fréttir „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sjá meira
Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson fóru yfir sigurinn á Ungverjalandi með Stefáni Árna Pálssyni í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. Þeir hringdu meðal annars í Arnór Atlason, aðstoðarþjálfara Álaborg, þjálfara U-20 ára landsliðs Dana og fyrrverandi landsliðsmann. Hann var að vonum ánægður með sigurinn á Ungverjum eins og aðrir Íslendingar. „Þetta var fyrst og fremst stórkostleg skemmtun. Þetta var rosalega skemmtilegur leikur á að horfa,“ sagði Arnór sem er nú staddur með danska U-20 ára landsliðinu á Lanzarote. „Eins og í öllu mótinu var sóknarleikur okkar rosalega góður, sérstaklega allan fyrri hálfleik en hikstaði aðeins á köflum í seinni hálfleik. Mér fannst rosa gott þegar við bökkuðum aðeins í vörninni og lokuðum meira á [Bénce] Bánhidi sem var búinn að vera mjög erfiður, enda frábær sóknarlínumaður. Bjöggi fékk svo aðeins þægilegri bolta fyrir utan sem hann gerði frábærlega í að verja.“ Hrifinn af nýjungunum Arnór fór svo yfir breytinguna sem hefur orðið á sóknarleik Íslands frá síðasta móti. Hann segir lykilatriðið að íslenska liðið nýti styrkleika Gísla Þorgeirs Kristjánssonar og Ómars Inga Magnússonar. Sá síðarnefndi hefur átt erfitt uppdráttar með landsliðinu en hefur spilað mjög vel á þessu móti. Arnór þekkir Ómar vel en hann þjálfaði hann hjá Álaborg. „Ég er mjög hrifinn af þessu nýja sem hefur komið inn á þessu móti. Þessar árásir frá Gísla og Ómari þar sem við færum línumanninn í burtu og gefum þeim leyfi að gera það sem þeir eru svo góðir í. Ómar gerði þetta hjá okkur í Álaborg og svo í Magdeburg. Við leggjum spilið svolítið upp í hendurnar á þeim, einangrun fyrir þá og þeir eru báðir mjög góðir að losa boltann eftir þessar árásir, sérstaklega Ómar. Svo hafa þessar hröðu klippingar fyrir utan litið vel út og heppnast vel,“ sagði Arnór. „Mér finnst við fyrst núna vera að nýta Ómar rétt í sókninni. Hann er svo rosalega öflugur í þessum aðgerðum og að losa boltann. Hann vinnur einn og hálfan mann nánast í hvert einasta skipti og skilar boltanum yfirleitt á réttan mann eftir það.“ Allt öðruvísi sóknarleikur Róbert spurði Arnór hvort Guðmundur hafi aðlagað leik landsliðsins að Ómari í staðinn fyrir að hann ætti að falla inn í leikstíl þess. „Mér finnst það augljóst að Gummi hefur séð hvað Magdeburg hefur fengið út úr Ómari og lagt upp með það fyrir mótið. Við sjáum að þetta er allt öðruvísi sóknarleikur en var til dæmis í Egyptalandi,“ sagði Arnór. Minna álag á Aroni Aron Pálmarsson var nokkuð rólegur í tíðinni í leiknum í gær og skoraði aðeins tvö mörk úr sex skotum. Arnór segir nærveru Arons þó mikilvæga og er viss um að hann eigi eftir að spila betur í framhaldinu, enda hefur ekki mætt jafn mikið á honum og áður. „Stundum getur verið gott fyrir menn að koma út af í smá kælingu, ná áttum og vera klárir aftur eftir 5-6 ár. En bara það að hafa Aron inni á veitir ákveðna ró því við vitum hvað hann getur, að hann getur tekið af skarið og klárað leiki ef þess þarf. Það er búið að létta mjög mikið af Aroni í sambandi við allar þessar aðgerðir,“ sagði Arnór. „Áður hefur hann verið allt í öllu og allt lagt upp í hendurnar á honum. Það að bæði Gísli og Ómar byrji þessar árásir léttir á Aroni. Ég er pottþéttur á því að Aron er miklu frískari núna en hefur oft verið eftir riðlakeppnina. Þess vegna er ég viss um að hann á helling inni á tankinum.“ Hlusta má á EM-hlaðvarpið í spilaranum hér fyrir ofan. Spjallið við Arnór hefst á 26:30.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Fleiri fréttir „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sjá meira