Þá tökum við stöðuna á menntaskólunum með tilliti til þeirra sóttvarnaaðgerða sem nú eru í gildi. Að auki verður rætt við framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar sem er afar ósátt við það sem hún kallar okur með aðstoð ríkisins þegar kemur að raforkusölu.
Einnig heyrum við í frambjóðendum í forvali VG í Reykjavík þar sem stefnir í baráttu um efsta sætið.
Árangur íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í handbolta verður síðan að sjálfsögðu fyrirferðamikið í íþróttapakkanum.