Réttað er yfir manninum, Vo Van Hong, auk 22 til víðbótar í belgísku borginni Brugge, en þau eru öll grunuð um aðild að skipulagningu mansals. Þau 39 sem fundust í vörubílnum í Bretlandi höfðu stigið um borð í úthverfi Brussels og svo látist af völdum súrefnisskorts eða ofkælingu á leiðinni með ferjunni milli Zeebrugge og Bretlands.
Lík fólksins – 31 karlmaður og átta konur á aldrinum fimmtán til 44 ára – fundust af lögreglu þegar tengivagn bílsins var opnaður þar sem hann stóð í Waterglade Industrial Park í Grays, austur af London.
Fólkið hafði gert tilraun til að bora sig í gegnum málmþak tengivagnsins með staur, en án árangurs. Vörubíllinn hafði upphaflega komið frá Búlgaríu.
Saksóknarar í málinu höfðu Hong hafa haft milligöngu um að smygla samtals 115 manns yfir Ermarsundið á tímabilinu frá september 2018 og þar til að hann var handtekinn í maí 2020. Hann neitaði sök í málinu.
Allir sakborningar eru Víetnamar eða Belgar af víetnömskum uppruna. Í frétt BBC segir að fjórir hafi verið sýknaðir í málinu en nítján sakfelldir.
Dómstóll í Bretlandi hafði áður dæmt fjóra seka um manndráp vegna sama máls.