Óljóst hvort þöggunarsamningar haldi vatni Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. janúar 2022 07:00 Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður. Ljósmynd/Saga Sig Lögmaður segir ekki ljóst hvort „þöggunarsamningar“ haldi vatni fyrir dómstólum. Samningana þurfi að túlka í hvert skipti en lítið hefur verið fjallað um slíka samninga hér á landi. Þöggunarsamningar, sem einnig hafa verið nefndir trúnaðarsamningar, hefur verið ætlað að koma í veg fyrir að þolendur kynferðisbrota greini frá þeim opinberlega. Mikið hefur verið fjallað um málið á Twitter og kvaðst Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi Ueno, ætla að aðstoða fólk sem hefur gengist undir slíka samninga. Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður segir í samtali við fréttastofu að líklegt sé að slíkir samningar séu andstæðir góðu siðferði og þar af leiðandi ógildanlegir. Það sé þó túlkunaratriði í hvert sinn og þyrfti því að leggja efnislegt mat á einstaka samninga eins og þeir liggja fyrir. „Það þekkist að það sé hægt að ógilda samninga. Það er alls konar nauðung eða misneyting, eða annað eins og að samningur fer gegn lögum og siðferði. Ég get hins vegar ekki tjáð mig sérstaklega um samningana sem slíka. Það er ekki útilokað að einhverjir þeirra standist ekki,“ segir Áslaug og bætir við að efni samnings og jafnvel ytri aðstæður gætu spilað inn í matið. Miskabætur skammarlega lágar Áslaug segir ekki útilokað að þolendur sjái sig tilneydda til að skrifa undir þöggunarsamninga, óháð því hvort þeir séu í raun lögmætir sem slíkir. Miskabætur í kynferðisbrotamálum séu skammarlega lágar og þolendur treysti sér jafnvel ekki til að fara í gegnum réttarvörslukerfið sem oft bregðist. Áslaug nefnir aftur óskrifaða grundvallarreglu íslensks samningaréttar um að samningar sem séu andstæðir „lögum og siðferði“ séu ógildanlegir. Það geti átt við um þöggunarsamninga en hún ítrekar þó að það megi ekki slá því föstu að samningarnir séu fullkomlega ólögmætir eða ógildanlegir í hvert sinn. „Ef það væri ákvæði í lögum félags um að félagsmenn þyrftu að sæta líkamlegum refsingum og mættu ekki bera þær ákvarðanir undir dómstóla væru þau ákvæði til dæmis ógild,“ segir Áslaug og bendir á að þöggunarsamningar í þessu samhengi gætu verið á gráu svæði. „Það er ekki hægt að fullyrða að þeir séu 100 prósent lögmætir og ekki heldur að þeir séu 100 prósent ólögmætir. Þar skipta máli aðstæður og efni. Ég er til dæmis ekki viss um að það standist að gera samning um að það megi ekki bera samninginn undir neinn, þar á meðal dómstóla,“ segir Áslaug. Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Vill hjálpa fólki að losna undan þöggunarsamningum Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, hyggst aðstoða fólk sem hefur skrifað undir „þöggunarsamninga“ í tengslum við kynferðisbrot. 19. janúar 2022 17:49 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Þöggunarsamningar, sem einnig hafa verið nefndir trúnaðarsamningar, hefur verið ætlað að koma í veg fyrir að þolendur kynferðisbrota greini frá þeim opinberlega. Mikið hefur verið fjallað um málið á Twitter og kvaðst Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi Ueno, ætla að aðstoða fólk sem hefur gengist undir slíka samninga. Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður segir í samtali við fréttastofu að líklegt sé að slíkir samningar séu andstæðir góðu siðferði og þar af leiðandi ógildanlegir. Það sé þó túlkunaratriði í hvert sinn og þyrfti því að leggja efnislegt mat á einstaka samninga eins og þeir liggja fyrir. „Það þekkist að það sé hægt að ógilda samninga. Það er alls konar nauðung eða misneyting, eða annað eins og að samningur fer gegn lögum og siðferði. Ég get hins vegar ekki tjáð mig sérstaklega um samningana sem slíka. Það er ekki útilokað að einhverjir þeirra standist ekki,“ segir Áslaug og bætir við að efni samnings og jafnvel ytri aðstæður gætu spilað inn í matið. Miskabætur skammarlega lágar Áslaug segir ekki útilokað að þolendur sjái sig tilneydda til að skrifa undir þöggunarsamninga, óháð því hvort þeir séu í raun lögmætir sem slíkir. Miskabætur í kynferðisbrotamálum séu skammarlega lágar og þolendur treysti sér jafnvel ekki til að fara í gegnum réttarvörslukerfið sem oft bregðist. Áslaug nefnir aftur óskrifaða grundvallarreglu íslensks samningaréttar um að samningar sem séu andstæðir „lögum og siðferði“ séu ógildanlegir. Það geti átt við um þöggunarsamninga en hún ítrekar þó að það megi ekki slá því föstu að samningarnir séu fullkomlega ólögmætir eða ógildanlegir í hvert sinn. „Ef það væri ákvæði í lögum félags um að félagsmenn þyrftu að sæta líkamlegum refsingum og mættu ekki bera þær ákvarðanir undir dómstóla væru þau ákvæði til dæmis ógild,“ segir Áslaug og bendir á að þöggunarsamningar í þessu samhengi gætu verið á gráu svæði. „Það er ekki hægt að fullyrða að þeir séu 100 prósent lögmætir og ekki heldur að þeir séu 100 prósent ólögmætir. Þar skipta máli aðstæður og efni. Ég er til dæmis ekki viss um að það standist að gera samning um að það megi ekki bera samninginn undir neinn, þar á meðal dómstóla,“ segir Áslaug.
Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Vill hjálpa fólki að losna undan þöggunarsamningum Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, hyggst aðstoða fólk sem hefur skrifað undir „þöggunarsamninga“ í tengslum við kynferðisbrot. 19. janúar 2022 17:49 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Vill hjálpa fólki að losna undan þöggunarsamningum Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, hyggst aðstoða fólk sem hefur skrifað undir „þöggunarsamninga“ í tengslum við kynferðisbrot. 19. janúar 2022 17:49
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent