Svona eru milliriðlarnir: Barátta við heims- og ólympíumeistara um tvö sæti Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2022 13:31 Elliði Snær Viðarsson og félagar unnu alla leiki sína í B-riðli en nú taka við þyngri próf og það án nokkurra af lykilmönnum íslenska liðsins. Getty/Sanjin Strukic Lemstrað lið Íslands hefur keppni í milliriðli á EM í handbolta í kvöld með leik við dönsku heimsmeistarana. En hvað er í húfi, hvað þarf til að ná lengra, og af hverju í ósköpunum kallast þetta milliriðill? Ef að leikir Íslands við Portúgal, Holland og Unverjaland voru forrétturinn, þá er núna komið að fjórrétta aðalrétti og svo verður bara að koma í ljós hvort við fáum desert, þó að það sé því miður orðið mun ólíklegra eftir smitfréttir síðasta sólarhrings. Á EM keppa 24 þjóðir og tólf þeirra eru núna fallnar úr leik. Liðin léku í sex fjögurra liða riðlum og tvö komust upp úr hverjum þeirra. Núna byrjar svo keppni í tveimur sex liða riðlum sem líta svona út: Staðan í milliriðli 1 og milliriðli 2. Liðin tóku með sér stig úr leiknum við lið sem fylgdi þeim upp úr riðlakeppninni og því er helmingur liðanna nú þegar með tvö stig, þar á meðal Ísland eftir 29-28 sigurinn á Hollandi.EHF Liðin taka með sér stig úr leiknum við liðið sem var með þeim í fjögurra liða riðli. Þannig er Ísland nú þegar með tvö stig en Holland ekkert, vegna sigurs Íslands á Hollandi. Tvö efstu í undanúrslit og síðast dugðu sex stig Andstæðingar Íslands í millriðli koma úr A- og C-riðli. Tvöfaldir heimsmeistarar Danmerkur og Ólympíumeistarar Frakklands unnu alla sína leiki eins og Ísland, en Svartfjallaland og Króatía eru stigalaus. Tvö efstu liðin komast svo í undanúrslit, gegn tveimur efstu liðunum úr hinum milliriðlinum. Þá leika liðin sem enda í 3. sæti riðlanna um 5. sæti mótsins. Leikir Íslands í milliriðli EM eru eftirfarandi: 20. janúar, kl. 19.30: Danmörk – Ísland 22. janúar, kl.17: Frakkland – Ísland 24. janúar, kl. 14.30: Ísland – Króatía 26. janúar, kl. 14.30: Ísland – Svartfjallaland Það er illa hægt að segja til um hve mörg stig Ísland þarf til að komast áfram í undanúrslitin, og ljóst er að verkefnið er nær ómögulegt nú þegar kórónuveiran hefur herjað á liðið. Ísland er þó komið með tvö stig og á síðasta Evrópumóti dugði Slóveníu að fá sex stig til að komast áfram úr undanriðli Íslands og í undanúrslitin. Ísland endaði þá neðst í milliriðlinum, með tvö stig. Í fínum málum fyrir HM í Póllandi og Svíþjóð Þrjú efstu liðin á EM fá ekki bara verðlaun heldur tryggja þau sér sæti á HM á næsta ári, sem fram fer í Póllandi og Svíþjóð. Það að Ísland sé í hópi 12 efstu liða á EM hefur þegar tryggt liðinu sess í efri styrkleikaflokki í umspilinu um sæti á HM nái liðið ekki verðlaunasæti á EM. Að lokum verður sá sem þetta skrifar að viðurkenna að hann veit ekki af hverju það sem á ensku kallast „main round“ er kallað milliriðlakeppni á íslensku. Aðalriðlakeppni væri kannski betra orð. Alla vega tekur ekki við önnur riðlakeppni eftir þessa heldur undanúrslitaleikir eins og fyrr segir. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Strákarnir sem þurfa að fylla í stóru skörðin Líf, ertu að grínast? Einmitt þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta var á uppleið og með gríðarlega mikinn meðbyr duttu fimm leikmenn út vegna veiruskrattans. En hverjir koma til með að fylla í skörð fimmmenninganna. 20. janúar 2022 12:01 Tveir Íslendingar í úrvalsliði riðlakeppninnar Lars Christiansen, markahæsti leikmaður danska landsliðsins frá upphafi, valdi tvo Íslendinga í úrvalslið riðlakeppninnar á Evrópumótinu í handbolta. 20. janúar 2022 11:30 Sigvaldi: Erum að spila geggjaðan handbolta „Mönnum líður mjög vel og hlakka til að mæta Dönum. Það er spenningur,“ segir Sigvaldi Björn Guðjónsson sem hefur farið á kostum á EM. 20. janúar 2022 10:30 Segir Ísland hafa spilað yfir getu og kallar eftir hefndaraðgerðum „Nú kemur stund hefndarinnar,“ skrifar Jan Jensen, blaðamaður hins danska Ekstra Bladet, um fyrsta leik Danmerkur í milliriðlinum á EM karla í handbolta, gegn Íslandi. 19. janúar 2022 14:01 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Sjá meira
Ef að leikir Íslands við Portúgal, Holland og Unverjaland voru forrétturinn, þá er núna komið að fjórrétta aðalrétti og svo verður bara að koma í ljós hvort við fáum desert, þó að það sé því miður orðið mun ólíklegra eftir smitfréttir síðasta sólarhrings. Á EM keppa 24 þjóðir og tólf þeirra eru núna fallnar úr leik. Liðin léku í sex fjögurra liða riðlum og tvö komust upp úr hverjum þeirra. Núna byrjar svo keppni í tveimur sex liða riðlum sem líta svona út: Staðan í milliriðli 1 og milliriðli 2. Liðin tóku með sér stig úr leiknum við lið sem fylgdi þeim upp úr riðlakeppninni og því er helmingur liðanna nú þegar með tvö stig, þar á meðal Ísland eftir 29-28 sigurinn á Hollandi.EHF Liðin taka með sér stig úr leiknum við liðið sem var með þeim í fjögurra liða riðli. Þannig er Ísland nú þegar með tvö stig en Holland ekkert, vegna sigurs Íslands á Hollandi. Tvö efstu í undanúrslit og síðast dugðu sex stig Andstæðingar Íslands í millriðli koma úr A- og C-riðli. Tvöfaldir heimsmeistarar Danmerkur og Ólympíumeistarar Frakklands unnu alla sína leiki eins og Ísland, en Svartfjallaland og Króatía eru stigalaus. Tvö efstu liðin komast svo í undanúrslit, gegn tveimur efstu liðunum úr hinum milliriðlinum. Þá leika liðin sem enda í 3. sæti riðlanna um 5. sæti mótsins. Leikir Íslands í milliriðli EM eru eftirfarandi: 20. janúar, kl. 19.30: Danmörk – Ísland 22. janúar, kl.17: Frakkland – Ísland 24. janúar, kl. 14.30: Ísland – Króatía 26. janúar, kl. 14.30: Ísland – Svartfjallaland Það er illa hægt að segja til um hve mörg stig Ísland þarf til að komast áfram í undanúrslitin, og ljóst er að verkefnið er nær ómögulegt nú þegar kórónuveiran hefur herjað á liðið. Ísland er þó komið með tvö stig og á síðasta Evrópumóti dugði Slóveníu að fá sex stig til að komast áfram úr undanriðli Íslands og í undanúrslitin. Ísland endaði þá neðst í milliriðlinum, með tvö stig. Í fínum málum fyrir HM í Póllandi og Svíþjóð Þrjú efstu liðin á EM fá ekki bara verðlaun heldur tryggja þau sér sæti á HM á næsta ári, sem fram fer í Póllandi og Svíþjóð. Það að Ísland sé í hópi 12 efstu liða á EM hefur þegar tryggt liðinu sess í efri styrkleikaflokki í umspilinu um sæti á HM nái liðið ekki verðlaunasæti á EM. Að lokum verður sá sem þetta skrifar að viðurkenna að hann veit ekki af hverju það sem á ensku kallast „main round“ er kallað milliriðlakeppni á íslensku. Aðalriðlakeppni væri kannski betra orð. Alla vega tekur ekki við önnur riðlakeppni eftir þessa heldur undanúrslitaleikir eins og fyrr segir.
Leikir Íslands í milliriðli EM eru eftirfarandi: 20. janúar, kl. 19.30: Danmörk – Ísland 22. janúar, kl.17: Frakkland – Ísland 24. janúar, kl. 14.30: Ísland – Króatía 26. janúar, kl. 14.30: Ísland – Svartfjallaland
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Strákarnir sem þurfa að fylla í stóru skörðin Líf, ertu að grínast? Einmitt þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta var á uppleið og með gríðarlega mikinn meðbyr duttu fimm leikmenn út vegna veiruskrattans. En hverjir koma til með að fylla í skörð fimmmenninganna. 20. janúar 2022 12:01 Tveir Íslendingar í úrvalsliði riðlakeppninnar Lars Christiansen, markahæsti leikmaður danska landsliðsins frá upphafi, valdi tvo Íslendinga í úrvalslið riðlakeppninnar á Evrópumótinu í handbolta. 20. janúar 2022 11:30 Sigvaldi: Erum að spila geggjaðan handbolta „Mönnum líður mjög vel og hlakka til að mæta Dönum. Það er spenningur,“ segir Sigvaldi Björn Guðjónsson sem hefur farið á kostum á EM. 20. janúar 2022 10:30 Segir Ísland hafa spilað yfir getu og kallar eftir hefndaraðgerðum „Nú kemur stund hefndarinnar,“ skrifar Jan Jensen, blaðamaður hins danska Ekstra Bladet, um fyrsta leik Danmerkur í milliriðlinum á EM karla í handbolta, gegn Íslandi. 19. janúar 2022 14:01 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Sjá meira
Strákarnir sem þurfa að fylla í stóru skörðin Líf, ertu að grínast? Einmitt þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta var á uppleið og með gríðarlega mikinn meðbyr duttu fimm leikmenn út vegna veiruskrattans. En hverjir koma til með að fylla í skörð fimmmenninganna. 20. janúar 2022 12:01
Tveir Íslendingar í úrvalsliði riðlakeppninnar Lars Christiansen, markahæsti leikmaður danska landsliðsins frá upphafi, valdi tvo Íslendinga í úrvalslið riðlakeppninnar á Evrópumótinu í handbolta. 20. janúar 2022 11:30
Sigvaldi: Erum að spila geggjaðan handbolta „Mönnum líður mjög vel og hlakka til að mæta Dönum. Það er spenningur,“ segir Sigvaldi Björn Guðjónsson sem hefur farið á kostum á EM. 20. janúar 2022 10:30
Segir Ísland hafa spilað yfir getu og kallar eftir hefndaraðgerðum „Nú kemur stund hefndarinnar,“ skrifar Jan Jensen, blaðamaður hins danska Ekstra Bladet, um fyrsta leik Danmerkur í milliriðlinum á EM karla í handbolta, gegn Íslandi. 19. janúar 2022 14:01