Hafnar því alfarið að N1 sé að blekkja neytendur Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. janúar 2022 14:31 Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1. Framkvæmdastjóri N1 hafnar því alfarið að viðskiptavinir séu beittir blekkingum í tengslum við þrautavaraleið á sölu raforku. Hann fagnar því að umræða eigi sér nú stað á raforkumarkaði og að fyrirkomulag þrautavaraleiðarinnar sé nú til skoðunar. Frá því um mitt ár 2020 hefur Orkumálastofnun tekið ákvörðun á hálfs árs fresti um val á rafsölufyrirtæki til þrautavara, ef fólk velur sér ekki fyrirtæki sjálft, og er það fyrirtækið sem býður upp á lægsta verðið. N1 rafmagn hefur frá upphafi verið fyrir valinu og þannig fengið til sín mánaðarlega um þúsund nýja viðskiptavini. Samkeppnisaðilar hafa þó gagnrýnt að þeir viðskiptavinir séu látnir borga hærra verð fyrir rafmagn hjá N1 heldur en þeir viðskiptavinir sem skrá sig sjálfir, verð sem er allt að 75 prósent hærra. Framkvæmdastjórar Orku náttúrunnar og Straumlindar, tvö af átta fyrirtækjum sem selja raforku til almennra notenda, hafa til að mynda sakað N1 um blekkingar. Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1, hafnar því alfarið að um blekkingar sé að ræða. Hann segir einfaldlega ekki raunhæft að bjóða öllum sama verð þar sem þau þurfa að kaupa dýrari orku á skammtímamarkaði fyrir þrautavaraviðskiptavini. Erfitt er að gera ráð fyrir þeim fjölda sem kemur inn í gegnum þrautavaraleiðina. „Við erum að reyna að verðlauna viðskiptavini sem að koma til okkar í viðskipti, kjósa að gera það, á bestu kjörunum. Hins vegar eru þeir sem eru að koma inn til okkar þessa þrautavaraleið mun dýrari í innkaupum fyrir okkur þannig að við erum að kaupa inn raforku frá birgjunum okkar á allt öðrum kjörum fyrir þá viðskiptavini,“ segir Hinrik. Hann bendir þó á að allir sem koma inn í gegnum þrautavaraleiðina geti haft samband við N1 og fengið ódýrara verðið með því að skrá sig. Þrautavaraviðskiptavinir eru nú rukkaðir um yfir tíu krónur á kílóvattstund en ódýrasta verðið er 6,44 krónur. „Þá ferðu strax á okkar besta taxta, 6,44 krónur, sem er tugum prósentum lægra en frá mörgum samkeppnisaðilum þannig að það er greinilega hagkvæmt fyrir fólk að skoða þetta,“ segir Hinrik. Hann segist fagna allri samkeppni og hvetur neytendur til að vera vakandi. „Það er öllum sjálfsagt að bjóða lægra verð en við, við stýrum ekki söluverði á raforku á Íslandi og ég satt að segja veit ekki hvort við gætum afsalað okkur þessari þrautavaraleið og sé svo sem ekki heldur af hverju við ættum að gera það,“ segir Hinrik. Hægt að fara ýmsar aðrar leiðir Orkumálastjóri greindi frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að verið væri að endurskoða fyrirkomulag þrautavaraleiðarinnar vegna þeirra stöðu sem nú er uppi. „Þetta fyrirkomulag er ekki fullkomið og er í mótun og við höfum aldrei hafnað því að skoða þarna breytingar, enda er það í skoðun að breyta því og allir geta komið með sínar tillögur,“ segir Hinrik. „Við sjáum hins vegar að það er mikil breyting á raforkumarkaðinum, innkaupaverð okkar hafa hækkað mikið og það er væntanlega eitthvað sem Orkustofnun sá ekki fyrir sér þegar í upphafi þegar þessi rammi var búin til,“ segir hann enn fremur. Hann segir að ýmsar aðrar leiðir séu færar, til að láta viðskiptavini sem ekki velja sér raforkusala sjálfir greiða álag, eða einfaldlega að skylda fólk til að velja. „Það eru margar leiðir færar en það er rosalega erfitt að binda einhvern í að selja á sama verði til næstu sex mánuða og þú gerðir síðustu sex mánuði þegar innkaupsverðin þín hafa gjörbreyst,“ segir Hinrik. Orkumál Neytendur Tengdar fréttir Okrað með aðstoð ríkisins Hugsum okkur ungt par sem er að byrja að búa. Það flytur inn fullt tilhlökkunar að takast á við þau verkefni sem fylgja sjálfstæðu lífi. 19. janúar 2022 08:37 „Ef þú gerir ekki neitt þá ferðu á hæsta rafmagnsverð Íslandssögunnar“ Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar gagnrýnir harðlega að ekki sé virkt eftirlit með sölu á raforku í landinu og segir að svindlað sé á neytendum með núverandi fyrirkomulagi. Hún segir óvanalegt að ríkið geti ákveðið til lengri tíma við hvaða fyrirtæki fólk eigi í viðskiptum við og kallar eftir aukinni umræðu. 19. janúar 2022 13:00 Viðskiptasiðferði N1 sturtað niður í holræsið Í fréttum í gær var afhjúpað enn og aftur hvernig neytendur á Íslandi eru svívirðilega blekktir, allt til þess eins að fullnægja arðsemisgræðginni sem skekur fjölmörg stór fyrirtæki á Íslandi. 20. janúar 2022 11:01 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Frá því um mitt ár 2020 hefur Orkumálastofnun tekið ákvörðun á hálfs árs fresti um val á rafsölufyrirtæki til þrautavara, ef fólk velur sér ekki fyrirtæki sjálft, og er það fyrirtækið sem býður upp á lægsta verðið. N1 rafmagn hefur frá upphafi verið fyrir valinu og þannig fengið til sín mánaðarlega um þúsund nýja viðskiptavini. Samkeppnisaðilar hafa þó gagnrýnt að þeir viðskiptavinir séu látnir borga hærra verð fyrir rafmagn hjá N1 heldur en þeir viðskiptavinir sem skrá sig sjálfir, verð sem er allt að 75 prósent hærra. Framkvæmdastjórar Orku náttúrunnar og Straumlindar, tvö af átta fyrirtækjum sem selja raforku til almennra notenda, hafa til að mynda sakað N1 um blekkingar. Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1, hafnar því alfarið að um blekkingar sé að ræða. Hann segir einfaldlega ekki raunhæft að bjóða öllum sama verð þar sem þau þurfa að kaupa dýrari orku á skammtímamarkaði fyrir þrautavaraviðskiptavini. Erfitt er að gera ráð fyrir þeim fjölda sem kemur inn í gegnum þrautavaraleiðina. „Við erum að reyna að verðlauna viðskiptavini sem að koma til okkar í viðskipti, kjósa að gera það, á bestu kjörunum. Hins vegar eru þeir sem eru að koma inn til okkar þessa þrautavaraleið mun dýrari í innkaupum fyrir okkur þannig að við erum að kaupa inn raforku frá birgjunum okkar á allt öðrum kjörum fyrir þá viðskiptavini,“ segir Hinrik. Hann bendir þó á að allir sem koma inn í gegnum þrautavaraleiðina geti haft samband við N1 og fengið ódýrara verðið með því að skrá sig. Þrautavaraviðskiptavinir eru nú rukkaðir um yfir tíu krónur á kílóvattstund en ódýrasta verðið er 6,44 krónur. „Þá ferðu strax á okkar besta taxta, 6,44 krónur, sem er tugum prósentum lægra en frá mörgum samkeppnisaðilum þannig að það er greinilega hagkvæmt fyrir fólk að skoða þetta,“ segir Hinrik. Hann segist fagna allri samkeppni og hvetur neytendur til að vera vakandi. „Það er öllum sjálfsagt að bjóða lægra verð en við, við stýrum ekki söluverði á raforku á Íslandi og ég satt að segja veit ekki hvort við gætum afsalað okkur þessari þrautavaraleið og sé svo sem ekki heldur af hverju við ættum að gera það,“ segir Hinrik. Hægt að fara ýmsar aðrar leiðir Orkumálastjóri greindi frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að verið væri að endurskoða fyrirkomulag þrautavaraleiðarinnar vegna þeirra stöðu sem nú er uppi. „Þetta fyrirkomulag er ekki fullkomið og er í mótun og við höfum aldrei hafnað því að skoða þarna breytingar, enda er það í skoðun að breyta því og allir geta komið með sínar tillögur,“ segir Hinrik. „Við sjáum hins vegar að það er mikil breyting á raforkumarkaðinum, innkaupaverð okkar hafa hækkað mikið og það er væntanlega eitthvað sem Orkustofnun sá ekki fyrir sér þegar í upphafi þegar þessi rammi var búin til,“ segir hann enn fremur. Hann segir að ýmsar aðrar leiðir séu færar, til að láta viðskiptavini sem ekki velja sér raforkusala sjálfir greiða álag, eða einfaldlega að skylda fólk til að velja. „Það eru margar leiðir færar en það er rosalega erfitt að binda einhvern í að selja á sama verði til næstu sex mánuða og þú gerðir síðustu sex mánuði þegar innkaupsverðin þín hafa gjörbreyst,“ segir Hinrik.
Orkumál Neytendur Tengdar fréttir Okrað með aðstoð ríkisins Hugsum okkur ungt par sem er að byrja að búa. Það flytur inn fullt tilhlökkunar að takast á við þau verkefni sem fylgja sjálfstæðu lífi. 19. janúar 2022 08:37 „Ef þú gerir ekki neitt þá ferðu á hæsta rafmagnsverð Íslandssögunnar“ Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar gagnrýnir harðlega að ekki sé virkt eftirlit með sölu á raforku í landinu og segir að svindlað sé á neytendum með núverandi fyrirkomulagi. Hún segir óvanalegt að ríkið geti ákveðið til lengri tíma við hvaða fyrirtæki fólk eigi í viðskiptum við og kallar eftir aukinni umræðu. 19. janúar 2022 13:00 Viðskiptasiðferði N1 sturtað niður í holræsið Í fréttum í gær var afhjúpað enn og aftur hvernig neytendur á Íslandi eru svívirðilega blekktir, allt til þess eins að fullnægja arðsemisgræðginni sem skekur fjölmörg stór fyrirtæki á Íslandi. 20. janúar 2022 11:01 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Okrað með aðstoð ríkisins Hugsum okkur ungt par sem er að byrja að búa. Það flytur inn fullt tilhlökkunar að takast á við þau verkefni sem fylgja sjálfstæðu lífi. 19. janúar 2022 08:37
„Ef þú gerir ekki neitt þá ferðu á hæsta rafmagnsverð Íslandssögunnar“ Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar gagnrýnir harðlega að ekki sé virkt eftirlit með sölu á raforku í landinu og segir að svindlað sé á neytendum með núverandi fyrirkomulagi. Hún segir óvanalegt að ríkið geti ákveðið til lengri tíma við hvaða fyrirtæki fólk eigi í viðskiptum við og kallar eftir aukinni umræðu. 19. janúar 2022 13:00
Viðskiptasiðferði N1 sturtað niður í holræsið Í fréttum í gær var afhjúpað enn og aftur hvernig neytendur á Íslandi eru svívirðilega blekktir, allt til þess eins að fullnægja arðsemisgræðginni sem skekur fjölmörg stór fyrirtæki á Íslandi. 20. janúar 2022 11:01