Hætta aðkomu að Límtré Vírneti eftir ellefu ár Eiður Þór Árnason skrifar 20. janúar 2022 19:05 Starfsstöð Límtrés Vírnets á Flúðum. Vísir/Vilhelm Stekkur fjárfestingarfélag ehf. hefur keypt 35% hlut í iðnfyrirtækinu Límtré Vírneti. Fyrir átti Stekkur 45% hlut í félaginu og nemur eignarhlutur Stekks 80% eftir viðskiptin. Seljendur eru hjónin Hjörleifur Jakobsson og Hjördís Ásberg í gegnum félag sitt Bingo ehf. Hafa þau nú selt alla hluti sína í Límtré Vírneti eftir að hafa verið hluthafar í rúm ellefu ár. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Greint er frá þessu í tilkynningu en Límtré Vírnet framleiðir og selur vörur fyrir íslenskan byggingariðnað, á borð við stál- og álklæðningar, límtré og yleiningar úr íslenskri steinull. Höfuðstöðvar eru í Reykjavík en framleiðslu- og sölustöðvar eru reknar í Borgarnesi og á Flúðum. Spennandi tímar fram undan Guðlaug Kristbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdarstjóri Stekks og stjórnarformaður Límtré Vírnets, segir stjórnendur hafa óbilandi trú á fyrirtækinu sem hafi náð góðum árangri á undanförnum árum. „Það eru spennandi tímar framundan og teljum við að eftirspurn eftir umhverfisvænni íslenskri framleiðslu Límtré Vírnets muni halda áfram að vaxa. Reynsla viðskiptavina okkar er góð og sífellt fleiri velja okkar íslenska byggingarefni, enda gæðin óumdeild og þjónustan til fyrirmyndar. Við hlökkum mikið til að stýra félaginu inn í framtíðina, halda áfram að þróa nýjar lausnir og vaxa á því framkvæmdaskeiði sem er framundan,“ segir Guðlaug í tilkynningu. Hjörleifur Jakobsson, annar eigandi og stjórnarformaður Bingo, segir að hjónin vilji nú einbeita sér að færri kjarnaverkefnum. „Þetta hefur verið stórskemmtilegt verkefni þar sem fyrstu árin fóru í að ná utan um rekstur félagsins en síðan tók við stöðug uppbygging með breiðara vöruframboði sem leitt hefur til aukinnar veltu og bættrar afkomu. Fyrirtækið stendur vel, með frábæran hóp starfsmanna og stjórnenda, sterkan hluthafahóp og er í kjörstöðu til að nýta fjölbreytt tækifæri til sóknar. Ég vil þakka stjórnendum, starfsfólki og stjórn félagsins fyrir einstaklega ánægjulegt samstarf á síðastliðnum 11 árum og óska fyrirtækinu og hluthöfum þess velfarnaðar í frekari þróun Límtré Vírnets.” Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Seljendur eru hjónin Hjörleifur Jakobsson og Hjördís Ásberg í gegnum félag sitt Bingo ehf. Hafa þau nú selt alla hluti sína í Límtré Vírneti eftir að hafa verið hluthafar í rúm ellefu ár. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Greint er frá þessu í tilkynningu en Límtré Vírnet framleiðir og selur vörur fyrir íslenskan byggingariðnað, á borð við stál- og álklæðningar, límtré og yleiningar úr íslenskri steinull. Höfuðstöðvar eru í Reykjavík en framleiðslu- og sölustöðvar eru reknar í Borgarnesi og á Flúðum. Spennandi tímar fram undan Guðlaug Kristbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdarstjóri Stekks og stjórnarformaður Límtré Vírnets, segir stjórnendur hafa óbilandi trú á fyrirtækinu sem hafi náð góðum árangri á undanförnum árum. „Það eru spennandi tímar framundan og teljum við að eftirspurn eftir umhverfisvænni íslenskri framleiðslu Límtré Vírnets muni halda áfram að vaxa. Reynsla viðskiptavina okkar er góð og sífellt fleiri velja okkar íslenska byggingarefni, enda gæðin óumdeild og þjónustan til fyrirmyndar. Við hlökkum mikið til að stýra félaginu inn í framtíðina, halda áfram að þróa nýjar lausnir og vaxa á því framkvæmdaskeiði sem er framundan,“ segir Guðlaug í tilkynningu. Hjörleifur Jakobsson, annar eigandi og stjórnarformaður Bingo, segir að hjónin vilji nú einbeita sér að færri kjarnaverkefnum. „Þetta hefur verið stórskemmtilegt verkefni þar sem fyrstu árin fóru í að ná utan um rekstur félagsins en síðan tók við stöðug uppbygging með breiðara vöruframboði sem leitt hefur til aukinnar veltu og bættrar afkomu. Fyrirtækið stendur vel, með frábæran hóp starfsmanna og stjórnenda, sterkan hluthafahóp og er í kjörstöðu til að nýta fjölbreytt tækifæri til sóknar. Ég vil þakka stjórnendum, starfsfólki og stjórn félagsins fyrir einstaklega ánægjulegt samstarf á síðastliðnum 11 árum og óska fyrirtækinu og hluthöfum þess velfarnaðar í frekari þróun Límtré Vírnets.”
Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira