„Hvað voru skipuleggjendur að hugsa?“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. janúar 2022 20:06 Tómas Guðbjartsson telur óráðlegt að fara hratt í afléttingar á sóttvarnatakmörkunum. Vísir Tómas Guðbjartsson læknir segir alls ekki skynsamlegt að afnema sóttvarnir með hraði. Hann skýtur á ráðherra og segir að sjá megi leifturhraða útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveirunnar á Evrópumótinu í handbolta. Tómas sendi inn skoðanagrein á Vísi fyrr í dag sem ber heitið: „Pönkast á nauðsynlegum sóttvörnum.“ Í greininni skýtur hann bæði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrum hæstaréttardómara og lögmann. Tómas og Jón Steinar tókust á í viðtali á Bylgjunni fyrr í vikunni og sá síðarnefndi kallaði núgildandi sóttvarnatakmarkanir „móðursýki“ og „sósíalisma,“ að því er fram kemur í grein Tómasar. „Skiljanlega leggja margir við hlustir og sumum eflast fundist tillögur þessa fólks skynsamlegar [...] Þetta þýðir þó alls ekki að það sé skynsamlegt að afnema sóttvarnir með hraði - og reyndar full ástæða til að ganga hægt um gleðinnar dyr,“ segir Tómas. Landspítali geti ekki kallað inn varaþingmenn Hann tekur Evrópumótið í handbolta sem dæmi og segir að skipuleggjendur hefðu átt að viðhafa miklu betri sóttvarnir. Eins og greint hefur verið frá hafa nú sex liðsmenn íslenska landsliðsins í handbolta smitast af kórónuveirunni. „Omicron er þegar búin að eyðileggja Evrópumótið og sífellt fleiri kalla eftir því að þessu hópsmitamóti verði hætt [...] Nú eru 20.000 manns að kjassast í fullum íþróttahöllum og leikmenn knúsa hver annan eftir hvert mark,“ segir Tómas meðal annars í greininni. Læknirinn virðist ekkert botna í meintu skeytingarleysi mótshaldara og segir að Covid-sýkingar geti í verstu tilfellum reynst banvænar. Þá sérstaklega ef slík sýking ratar inn á Landspítala enda séu sjúklingar oftast veikir fyrir. „Hvað voru skipuleggjendur að hugsa? Sömu spurningu má spyrja ofangreindan ráðherra, þingmann og fyrrverandi hæstaréttardómara. Ef þau fengju að ræða gætu hæglega komið upp hópsýkingar sem leggja starfsemi Landspítalans á hliðina á nokkrum dögum.“ „Þetta er augljósa ástæðan fyrir því að sóttvarnalæknir vill nú aflétta sóttvörnum hægt og rólega. Enda getum við á Landspítala ekki kallað inn varaþingmenn líkt og gert var við nýlegar hópsýkingar á Alþingi,“ segir Tómas Guðbjartsson læknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Pönkast á nauðsynlegum sóttvörnum Undanfarna daga hafa ýmsir stigið fram og heimtað að sóttvörnum vegna COVID sé aflétt strax. Í þeim hópi er fyrrverandi dómsmálaráðherra, en þegar hún gegndi því embætti var hún yfirmaður Almannavarna og um leið sóttvarnalæknis. 20. janúar 2022 19:00 Gagnrýnir mótshaldara fyrir sóttvarnir á hótelinu í Búdapest Það var mikið áfall að greinast með kórónuveiruna segir landsliðsmaður sem gagnrýnir sóttvarnir á hóteli liðsins í Búdapest. 20. janúar 2022 16:26 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Tómas sendi inn skoðanagrein á Vísi fyrr í dag sem ber heitið: „Pönkast á nauðsynlegum sóttvörnum.“ Í greininni skýtur hann bæði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrum hæstaréttardómara og lögmann. Tómas og Jón Steinar tókust á í viðtali á Bylgjunni fyrr í vikunni og sá síðarnefndi kallaði núgildandi sóttvarnatakmarkanir „móðursýki“ og „sósíalisma,“ að því er fram kemur í grein Tómasar. „Skiljanlega leggja margir við hlustir og sumum eflast fundist tillögur þessa fólks skynsamlegar [...] Þetta þýðir þó alls ekki að það sé skynsamlegt að afnema sóttvarnir með hraði - og reyndar full ástæða til að ganga hægt um gleðinnar dyr,“ segir Tómas. Landspítali geti ekki kallað inn varaþingmenn Hann tekur Evrópumótið í handbolta sem dæmi og segir að skipuleggjendur hefðu átt að viðhafa miklu betri sóttvarnir. Eins og greint hefur verið frá hafa nú sex liðsmenn íslenska landsliðsins í handbolta smitast af kórónuveirunni. „Omicron er þegar búin að eyðileggja Evrópumótið og sífellt fleiri kalla eftir því að þessu hópsmitamóti verði hætt [...] Nú eru 20.000 manns að kjassast í fullum íþróttahöllum og leikmenn knúsa hver annan eftir hvert mark,“ segir Tómas meðal annars í greininni. Læknirinn virðist ekkert botna í meintu skeytingarleysi mótshaldara og segir að Covid-sýkingar geti í verstu tilfellum reynst banvænar. Þá sérstaklega ef slík sýking ratar inn á Landspítala enda séu sjúklingar oftast veikir fyrir. „Hvað voru skipuleggjendur að hugsa? Sömu spurningu má spyrja ofangreindan ráðherra, þingmann og fyrrverandi hæstaréttardómara. Ef þau fengju að ræða gætu hæglega komið upp hópsýkingar sem leggja starfsemi Landspítalans á hliðina á nokkrum dögum.“ „Þetta er augljósa ástæðan fyrir því að sóttvarnalæknir vill nú aflétta sóttvörnum hægt og rólega. Enda getum við á Landspítala ekki kallað inn varaþingmenn líkt og gert var við nýlegar hópsýkingar á Alþingi,“ segir Tómas Guðbjartsson læknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Pönkast á nauðsynlegum sóttvörnum Undanfarna daga hafa ýmsir stigið fram og heimtað að sóttvörnum vegna COVID sé aflétt strax. Í þeim hópi er fyrrverandi dómsmálaráðherra, en þegar hún gegndi því embætti var hún yfirmaður Almannavarna og um leið sóttvarnalæknis. 20. janúar 2022 19:00 Gagnrýnir mótshaldara fyrir sóttvarnir á hótelinu í Búdapest Það var mikið áfall að greinast með kórónuveiruna segir landsliðsmaður sem gagnrýnir sóttvarnir á hóteli liðsins í Búdapest. 20. janúar 2022 16:26 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Pönkast á nauðsynlegum sóttvörnum Undanfarna daga hafa ýmsir stigið fram og heimtað að sóttvörnum vegna COVID sé aflétt strax. Í þeim hópi er fyrrverandi dómsmálaráðherra, en þegar hún gegndi því embætti var hún yfirmaður Almannavarna og um leið sóttvarnalæknis. 20. janúar 2022 19:00
Gagnrýnir mótshaldara fyrir sóttvarnir á hótelinu í Búdapest Það var mikið áfall að greinast með kórónuveiruna segir landsliðsmaður sem gagnrýnir sóttvarnir á hóteli liðsins í Búdapest. 20. janúar 2022 16:26