Lífið

Laufey Lin spilaði fyrir Jimmy Kimmel

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Laufey flutti tónlistaratriði í spjallþætti Jimmy Kimmel í gærkvöldi.
Laufey flutti tónlistaratriði í spjallþætti Jimmy Kimmel í gærkvöldi. Skjáskot

Íslenska tónlistarkonan Laufey Lin Jónsdóttir flutti lagið sitt Like the Movies í spjallþætti Jimmy Kimmel í gærkvöldi.

Laufey hefur notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum að undanförnu þar sem hún stundaði tónlistarnám í Berklee-tónlistarskólanum í Boston. Laufey fór að vekja athygli vestanhafs eftir að tónlistarkonan fræga Billie Eilish deildi flutningi hennar af lagi Billie, My Future, á Instagram haustið 2020. 

Eftir það fóru fylgjendurnir að hrannast inn. Laufey er nú með tæplega 350 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum TikTok, og 264 þúsund fylgjendur á Instagram. Á tónlistarveitunni Spotify er Laufey með meira en 1,5 milljónir mánaðarlegra hlustenda. 

Þá var fjallað um fyrstu EP-plötu tónlistarkonunnar í bandaríska stórtímaritinu Rolling Stone í maí í fyrra, þar sem fram kom að flutningur hennar væri bæði ljúfur og lipur. 

Og vinsældirnar halda áfram. Í gærkvöldi var hún tónlistargestur þáttastjórnandans vinsæla Jimmy Kimmel í spjallþættinum hans Jimmyu Kimmel Live, sem sýndur er á ABC, sem fer í loftið fjögur kvöld í viku. 


Tengdar fréttir

Laufey lofuð í Rolling Stone

Fjallað er um fyrstu EP-plötuna sem tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir sendi frá sér á dögunum í bandaríska stórtímaritinu Rolling Stone. Fram kemur í umfjöllun Rolling Stone að mörg laganna á plötu Laufeyjar hafi hún samið á heimavistinni í Berklee-tónlistarskólanum í Boston, þar sem Laufey stundaði nám.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.