„Stundum eina réttlætið að segja opinberlega frá kynferðisofbeldinu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. janúar 2022 13:30 Steinunn Gyðu-og Guðjónsdóttir segir að þegar réttarkerfið bregðist sé oft eina leið þolenda að greina opinberlega frá kynferðisbrotum líkt og Dagrún Jónsdóttir gerði í Íslandi í dag í gær. vísir/vilhelm Talskona Stígamóta segir sláandi að sjá umfjöllun um konu sem kærði tvo menn fyrir nauðgun árið 1987. Allt kerfið hafi greinilega algjörlega brugðist á þessum tíma. Það sorglega sé hins vegar að kerfið taki ennþá illa á svona málum og flest séu felld niður. Dagrún Jónsdóttir kærði tvo bændur fyrir grófar nauðganir gagnvart sér þegar hún var 14 og 15 ára árið 1987. Ríkissaksóknari vísaði málinu þá frá á grundvelli þess að rannsóknin dygði ekki til sakfellingar. Eftirlitsnefnd úrskurðaði svo málið fyrnt í desember á síðasta ári. Þannig að ekki væri ástæða til að aðhafast frekar. Leitaði 14 ára barnið á þig? Fram kom í umfjöllun um málið í Íslandi í dag í gær að öll rannsókn málsins hafi verið verulega áfátt og hafi orðið til þess að réttlætið náði aldrei fram að ganga. Til að mynda var annar þeirra kærðu sem þá var ríflega fimmtugur spurður af lögreglu hvort Dagrún 14 ára hefði einhvern tíma leitað á hann. Steinunn Gyðu-og Guðjónsdóttir segir enn þá allt of algengt að kerfið bregðist þolendum. „Kerfið okkar tók illa utan um kynferðisbrot árið 1987 og því miður tekur það enn illa á svona brotum. Meirihluti svona mála er felldur niður og komast aldrei inn í dómsal. Það sem hafi þó breyst frá árið 1987 sé að barnaníð fyrnist ekki að lögum í dag. „Í dag fyrnast ekki brot gegn börnum en reglurnar voru þannig á þessum tíma þ.e. barnaníð fyrntist líklega eftir 13 ára aldur þarna en í dag gilda reglurnar til 18 ára aldurs,“ segir Steinunn. Steinunn segir að oft sé eina leið þolenda að skila skömminni og glæpnum með opinberri umfjöllun. „Það er mjög stórt skref og stíga fram og skila skömminni og segja frá því sem gerðist og stundum eina réttlætið að segja opinberlega frá kynferðisofbeldinu,“ segir hún. Mikill sársauki að fara með mál gegnum kerfið Hún segir að jafnvel þó gerendur séu sakfelldir standi þolendur oft eftir með mikinn sársauka vegna meðferðar slíkra mála í réttarkerfinu. „Okkur finnst algengt að þær konur sem gera tilraun til að leita réttar síns í réttarkerfinu upplifi ekki mikið réttlæti í því ferli. Jafnvel konur sem hafa fengið geranda sakfelldan í héraðsdómi og Landsrétti. Bara vegna þess hvernig meðferðin er gegnum kerfið,“ segir Steinunn. Hún segir kynferðisbrot venjulega skilja eftir gríðarlegs sár. Til að mynda hafi um fjórðungur þeirra sem hafa leitað til Stígamóta vegna slíkra brota einhvern tíma reynt að svipta sig lífi. Það sé þó aldrei of seint að leita sér hjálpar til að styrkja sig og byggja upp. „Það er alltaf hægt að leita sér hjálpar og tilgangurinn er að bæta lífsgæði sín en þau verða kannski ekki þau sömu og þau voru áður því kynferðisbrot hafa venjulega svo gríðarleg áhrif á þolendur,“ segir Steinunn. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Lögreglan MeToo Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Dagrún Jónsdóttir kærði tvo bændur fyrir grófar nauðganir gagnvart sér þegar hún var 14 og 15 ára árið 1987. Ríkissaksóknari vísaði málinu þá frá á grundvelli þess að rannsóknin dygði ekki til sakfellingar. Eftirlitsnefnd úrskurðaði svo málið fyrnt í desember á síðasta ári. Þannig að ekki væri ástæða til að aðhafast frekar. Leitaði 14 ára barnið á þig? Fram kom í umfjöllun um málið í Íslandi í dag í gær að öll rannsókn málsins hafi verið verulega áfátt og hafi orðið til þess að réttlætið náði aldrei fram að ganga. Til að mynda var annar þeirra kærðu sem þá var ríflega fimmtugur spurður af lögreglu hvort Dagrún 14 ára hefði einhvern tíma leitað á hann. Steinunn Gyðu-og Guðjónsdóttir segir enn þá allt of algengt að kerfið bregðist þolendum. „Kerfið okkar tók illa utan um kynferðisbrot árið 1987 og því miður tekur það enn illa á svona brotum. Meirihluti svona mála er felldur niður og komast aldrei inn í dómsal. Það sem hafi þó breyst frá árið 1987 sé að barnaníð fyrnist ekki að lögum í dag. „Í dag fyrnast ekki brot gegn börnum en reglurnar voru þannig á þessum tíma þ.e. barnaníð fyrntist líklega eftir 13 ára aldur þarna en í dag gilda reglurnar til 18 ára aldurs,“ segir Steinunn. Steinunn segir að oft sé eina leið þolenda að skila skömminni og glæpnum með opinberri umfjöllun. „Það er mjög stórt skref og stíga fram og skila skömminni og segja frá því sem gerðist og stundum eina réttlætið að segja opinberlega frá kynferðisofbeldinu,“ segir hún. Mikill sársauki að fara með mál gegnum kerfið Hún segir að jafnvel þó gerendur séu sakfelldir standi þolendur oft eftir með mikinn sársauka vegna meðferðar slíkra mála í réttarkerfinu. „Okkur finnst algengt að þær konur sem gera tilraun til að leita réttar síns í réttarkerfinu upplifi ekki mikið réttlæti í því ferli. Jafnvel konur sem hafa fengið geranda sakfelldan í héraðsdómi og Landsrétti. Bara vegna þess hvernig meðferðin er gegnum kerfið,“ segir Steinunn. Hún segir kynferðisbrot venjulega skilja eftir gríðarlegs sár. Til að mynda hafi um fjórðungur þeirra sem hafa leitað til Stígamóta vegna slíkra brota einhvern tíma reynt að svipta sig lífi. Það sé þó aldrei of seint að leita sér hjálpar til að styrkja sig og byggja upp. „Það er alltaf hægt að leita sér hjálpar og tilgangurinn er að bæta lífsgæði sín en þau verða kannski ekki þau sömu og þau voru áður því kynferðisbrot hafa venjulega svo gríðarleg áhrif á þolendur,“ segir Steinunn.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Lögreglan MeToo Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira