Skráði sig í leiklistarnám eftir að hafa reynt við suður-kóreska Idolið Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. janúar 2022 10:01 Leikkonan Aldís Amah Hamilton er vegan, ásamt því að hafa tileinkað sér almennt minimalískan lífsstíl. Instagram/Aldís Amah Hamilton Leikkonan Aldís Amah Hamilton sem slegið hefur í gegn í þáttunum Svörtu söndum á Stöð 2, segir það ekki endilega hafa legið beinast við að hún færi í leiklist. Hún komst til að mynda aldrei inn í nemendasýningu Verzlunarskólans. Eftir að dómari í suður-kóreska Idolinu sagði henni að hún væri með leikhúslega rödd ákvað hún þó að skrá sig í prufur fyrir leiklistarnám við Listaháskólann. Aldís Amah er viðmælandi í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Norminu. Í þættinum fer hún um víðan völl og rifjar meðal annars upp upphafið á leiklistarferlinum. Hún segir einnig frá því hvernig hún ákvað að taka líf sitt föstum tökum fyrir nokkru síðan og tileinka sér sjálfbærari lífsstíl. „Ég reyni bara að haga mínu lífi þannig að með mínum gjörðum takmarki ég þjáningu manna og dýra eins mikið og ég get. Ég geri það til dæmis með því að vera vegan.“ Aldís segist lifa frekar minimalísku lífi og vanda valið þegar kemur að innkaupum, mat, samstarfi með fyrirtækjum og jafnvel fólkinu sem hún eyðir tíma með. Hún segir upphafið að þessum lífsstíl hafa verið ákvörðun um að lifa lífinu í samræmi við sín eigin gildi. „Það voru kannski einhver gildi sem ég var með en ég var ekki endilega að virða, sem sneru að dýravelferð og umhverfismeðvitund og neysluhyggju. Ég skrifaði þetta bara fallega á blað og ég fór bara virkilega að skoða allt sem ég geri út frá gildunum mínum og þá einfaldaðist lífið mitt rosalega mikið,“ segir Aldís. Tekur ákvarðanir í takt við gildin sín Aldís hefur alltaf verið mikill dýravinur og fannst henni það því ekki passa að klæðast flíkum eða neyta matar sem unnin er úr dýrum. Hún gerði því tilraun til þess að skipta alfarið yfir í grænkerafæði ein áramótin, en það gekk ekki upp í fyrstu tilraun. Það var ekki fyrr en hún fór að taka lítil skref í einu sem hún náði að gera grænkerafæðið að lífsstíl. „Í staðinn fyrir að taka eitthvað alveg út þá fór ég frekar að kaupa eitthvað á móti. Í staðinn fyrir að fá mér alltaf brauð með osti þá fékk ég mér stundum hummus og stundum ost... Ég held að með flesta hluti, þá er alltaf verra að taka út en það er alltaf auðvelt að bæta við.“ „Ef þú ert alltaf að hugsa um að þú sért að neita þér um hluti, þá verður þetta alltaf erfitt. Ef þú ferð að bæta einhverju öðru við í staðinn þá kannski allt í einu fattarðu að þörfin er ekki lengur til staðar af því þú ert að fá þörfina uppfyllta á annan máta.“ Í dag er hún alveg vegan og reynir að versla sem mest lífrænt og af fyrirtækjum sem hafa mannréttindi í fyrirrúmi. „Ég til dæmis komst að því að pallíettur eru rosalega oft unnar af börnum, því það þarf svo rosalega fína fingur. Ég þurfti að heyra þetta því ég elska pallíettur og pallíettur eru stór hluti af múnderingunni minni á áramótunum en þær stangast á við gildin mín. Ég ætla ekki að fara valda þjáningu barna.“ Hægt að líða vel á sjálfbæran hátt Aldís viðurkennir að áður fyrr hafi hún gert vel við sig með því að kaupa sér eitthvað fallegt eða jafnvel fá sér súkkulaði. „Ég var ótrúlega oft að hugsa þetta út frá matarvenjum og ég hef svona verið að forðast það og reyna að endurskilgreina hvaða matarvenjur ég vil hafa og viðhorf mitt til matar. Þá reyndi ég að hætta að hugsa um súkkulaði sem trít, það er ekki að tríta sig, það er bara að borða.“ Þess í stað leitar hún inn á við fyrir aukna vellíðan. Þegar hún vill gera vel við sig les hún gjarnan bók, hugleiðir eða spilar tölvuleik. „Ef mér líður mjög illa og ég er að fara í viðtal eða gera eitthvað, þá er ég með svona lítinn tékklista stundum. Er ég búin að borða nóg? Er ég ógeðslega þreytt? Og oft tek ég aðeins til í kringum mig. Þá ber ég óvart meiri virðingu fyrir rýminu í kringum mig sem kannski skilar sér í því að ég ber meiri virðingu fyrir sjálfri mér. Ég get ekki farið í ræktina eða gert eitthvað rosalegt þegar mér líður illa, en mér finnst gott að taka smá þrif eða setja gott krem á mig.“ Klippa: 145. Aldís Amah - Minnkaðu þjáninguna í þínu lífi „Þú getur ekki keypt þér Louis Vuitton tösku vikulega“ Hún bendir á mikilvægi þess að finna sér sjálfbærar leiðir til þess að kalla fram vellíðan. Allt of margir finni þörf til þess að kaupa sér rándýrar vörur í von um að kalla fram þá tilfinningu. „Þú getur ekki keypt þér Louis Vuitton tösku vikulega. Þannig er ekki miklu betra að finna sér einhverjar sjálfbærar leiðir til þess að stíga inn í þessa tilfinningu, frekar en að vera alltaf að leita út á við hvernig þú getur eytt peningunum þínum í eitthvað sem er síðan ekkert að fara gefa þér neina gleði í framhaldinu.“ Eftir að Aldís tileinkaði sér þennan lífsstíl hefur hún öðlast meiri frítíma og hugarró, ásamt því að hafa sparað heilmikinn pening. Barðist við hárið á sér sem barn Aldís Amah er harður Vesturbæingur en þar ólst hún upp frá þriggja ára aldri, eftir að hafa búið í Þýskalandi. Hún rifjar upp uppvaxtarárin og hvernig það var að vera eina brúna barnið á leikskólanum. „Ég man mjög vel eftir því hvað ég barðist til dæmis við hárið á mér. Ég held það hafi bara byrjað í leikskóla. Ég var eina brúna barnið og sú eina sem leit út eins og ég. Ég var alltaf að horfa á alla í kringum mig með síða, slétta, ljósa hárið sitt og ég hugsaði bara: Hvað á ég að gera við þetta? Á þessum tíma var svona meðvitund engin. Kennarar voru kannski að setja út á hárið á manni eða koma með einhver komment.“ Aldís leitaði því mikið í erlendar fyrirmyndir sem hún gat á einhvern hátt speglað sig í og var hennar helsta fyrirmynd tónlistarkonan Beyoncé. Hún leit einnig mikið upp til japönsku söngkonunnar Koda Kumi og fór hún að hlusta mikið á asíska popptónlist. Skráði sig í suður-kóreska Idolið „Það er síðan þegar ég er orðin 18 ára að ég heyri fyrst K-Pop, svona kóreska popptónlist og ég sogaðist svolítið inn. Svo þegar ég er orðin tvítug þá eru svona alheims áheyrnarprufur fyrir suður-kóreska idolið.“ Aldís ákvað að sækja um. Hún sendi út söngprufu og var í kjölfarið boðuð til Bandaríkjanna í prufur. „Þetta var alveg hræðilega erfitt. Ég hélt ég myndi ekki verða eldri. Við þurftum að syngja fyrir framan aðra keppendur og taka þátt í einhverjum dansi með einhverjum öðrum,“ en Aldís komst í gegnum fyrstu þrjár síurnar. Henni var þó að lokum tilkynnt að hún væri með of leikhúslega rödd. Þó svo að Idol-ævintýrinu hafi lokið þar, varð þessi athugasemd til þess að Aldís ákvað að fara í prufur fyrir leiklistardeild Listaháskóla Íslands. „Þetta var ótrúlega erfitt. Ég hafði ekki neinn svakalegan bakgrunn í leiklist. Ég komst ekki inn í Nemó [leiksýning Verzlunarskólans] eða neitt svoleiðis. Þannig þetta hafði ekki legið neitt mjög skýrt fyrir mér.“ Aldís Amah fer með aðalhlutverk í þáttunum Svörtu söndum, ásamt því að vera einn af hugmyndasmiðunum á bak við þættina. Ætlaði að klúðra fyrstu prufunni í LHÍ Fyrir fyrstu prufurnar þurfti Aldís að læra nokkra mónólóga utanbókar. Hún byrjaði hins vegar ekki að læra þá fyrr en einum til tveimur dögum fyrir prufurnar. „Af því ég ætlaði bara að klúðra þessu fyrir sjálfri mér. Ég ætlaði eiginlega bara að mæta og ekki kunna textann og geta þá sagt að ég hafi ekkert verið svo slæm heldur hafi ég bara ekki kunnað textann nógu vel.“ Þegar hún komst svo í gegnum fyrstu prufurnar hugsaði hún að hún ætti kannski séns og ákvað hún því að leggja virkilega hart að sér sem skilaði henni á þann stað sem hún er á í dag. Hægt er að hlusta á viðtalið við Aldísi Amah Hamilton í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Hlaðvarpsþættirnir Normið birtast vikulega hér á Vísi og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Settu follow í hlaðvarpsappinu þínu og þá sérðu alltaf þegar nýr þáttur mætir á svæðið. Þáttastjórnendur eru Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjóns, athafnakonur og þjálfarar. Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @normið og HÉR á Vísi. Svörtu sandar Normið Bíó og sjónvarp Vegan Tengdar fréttir Svörtu sandar valdir til frumsýningar á Berlinale kvikmyndahátíðinni Alþjóðlega kvikmyndahátíðin BERLINALE hefur valið sjónvarpsþættina Svörtu sanda sem eitt af sjö verkefnum til frumsýninga utan heimalands, fyrst íslenskra þáttasería. Þættirnir eru í sýningu á Stöð 2. 14. janúar 2022 15:02 Grunaði ekki að hún myndi landa aðalhlutverki á þessum tímapunkti í lífinu Þáttaröðin Svörtu sandar verður sýnd á Stöð 2 í lok árs. Unga leikkonan Aldís Amah Hamilton fer með aðalhlutverki í þáttunum, ásamt því að vera einn af hugmyndasmiðum þáttanna. Hún segir að um algjört draumaverkefni sé að ræða. 30. ágúst 2021 11:31 „Mikil kúnst að missa sig ekki í metnaðinum“ Nýju ári fylgir nýtt upphaf og þá er algengt að fólk setji sér markmið. Þó svo að markmið megi vera háleit, þá er mikilvægt að þau séu raunhæf. Margir kannast sjálfsagt við það að falla í þá gryfju að ætla sér of mikið á nýju ári og gefast upp á markmiðum sínum þegar líður á janúar. 8. janúar 2022 07:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Sjá meira
Aldís Amah er viðmælandi í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Norminu. Í þættinum fer hún um víðan völl og rifjar meðal annars upp upphafið á leiklistarferlinum. Hún segir einnig frá því hvernig hún ákvað að taka líf sitt föstum tökum fyrir nokkru síðan og tileinka sér sjálfbærari lífsstíl. „Ég reyni bara að haga mínu lífi þannig að með mínum gjörðum takmarki ég þjáningu manna og dýra eins mikið og ég get. Ég geri það til dæmis með því að vera vegan.“ Aldís segist lifa frekar minimalísku lífi og vanda valið þegar kemur að innkaupum, mat, samstarfi með fyrirtækjum og jafnvel fólkinu sem hún eyðir tíma með. Hún segir upphafið að þessum lífsstíl hafa verið ákvörðun um að lifa lífinu í samræmi við sín eigin gildi. „Það voru kannski einhver gildi sem ég var með en ég var ekki endilega að virða, sem sneru að dýravelferð og umhverfismeðvitund og neysluhyggju. Ég skrifaði þetta bara fallega á blað og ég fór bara virkilega að skoða allt sem ég geri út frá gildunum mínum og þá einfaldaðist lífið mitt rosalega mikið,“ segir Aldís. Tekur ákvarðanir í takt við gildin sín Aldís hefur alltaf verið mikill dýravinur og fannst henni það því ekki passa að klæðast flíkum eða neyta matar sem unnin er úr dýrum. Hún gerði því tilraun til þess að skipta alfarið yfir í grænkerafæði ein áramótin, en það gekk ekki upp í fyrstu tilraun. Það var ekki fyrr en hún fór að taka lítil skref í einu sem hún náði að gera grænkerafæðið að lífsstíl. „Í staðinn fyrir að taka eitthvað alveg út þá fór ég frekar að kaupa eitthvað á móti. Í staðinn fyrir að fá mér alltaf brauð með osti þá fékk ég mér stundum hummus og stundum ost... Ég held að með flesta hluti, þá er alltaf verra að taka út en það er alltaf auðvelt að bæta við.“ „Ef þú ert alltaf að hugsa um að þú sért að neita þér um hluti, þá verður þetta alltaf erfitt. Ef þú ferð að bæta einhverju öðru við í staðinn þá kannski allt í einu fattarðu að þörfin er ekki lengur til staðar af því þú ert að fá þörfina uppfyllta á annan máta.“ Í dag er hún alveg vegan og reynir að versla sem mest lífrænt og af fyrirtækjum sem hafa mannréttindi í fyrirrúmi. „Ég til dæmis komst að því að pallíettur eru rosalega oft unnar af börnum, því það þarf svo rosalega fína fingur. Ég þurfti að heyra þetta því ég elska pallíettur og pallíettur eru stór hluti af múnderingunni minni á áramótunum en þær stangast á við gildin mín. Ég ætla ekki að fara valda þjáningu barna.“ Hægt að líða vel á sjálfbæran hátt Aldís viðurkennir að áður fyrr hafi hún gert vel við sig með því að kaupa sér eitthvað fallegt eða jafnvel fá sér súkkulaði. „Ég var ótrúlega oft að hugsa þetta út frá matarvenjum og ég hef svona verið að forðast það og reyna að endurskilgreina hvaða matarvenjur ég vil hafa og viðhorf mitt til matar. Þá reyndi ég að hætta að hugsa um súkkulaði sem trít, það er ekki að tríta sig, það er bara að borða.“ Þess í stað leitar hún inn á við fyrir aukna vellíðan. Þegar hún vill gera vel við sig les hún gjarnan bók, hugleiðir eða spilar tölvuleik. „Ef mér líður mjög illa og ég er að fara í viðtal eða gera eitthvað, þá er ég með svona lítinn tékklista stundum. Er ég búin að borða nóg? Er ég ógeðslega þreytt? Og oft tek ég aðeins til í kringum mig. Þá ber ég óvart meiri virðingu fyrir rýminu í kringum mig sem kannski skilar sér í því að ég ber meiri virðingu fyrir sjálfri mér. Ég get ekki farið í ræktina eða gert eitthvað rosalegt þegar mér líður illa, en mér finnst gott að taka smá þrif eða setja gott krem á mig.“ Klippa: 145. Aldís Amah - Minnkaðu þjáninguna í þínu lífi „Þú getur ekki keypt þér Louis Vuitton tösku vikulega“ Hún bendir á mikilvægi þess að finna sér sjálfbærar leiðir til þess að kalla fram vellíðan. Allt of margir finni þörf til þess að kaupa sér rándýrar vörur í von um að kalla fram þá tilfinningu. „Þú getur ekki keypt þér Louis Vuitton tösku vikulega. Þannig er ekki miklu betra að finna sér einhverjar sjálfbærar leiðir til þess að stíga inn í þessa tilfinningu, frekar en að vera alltaf að leita út á við hvernig þú getur eytt peningunum þínum í eitthvað sem er síðan ekkert að fara gefa þér neina gleði í framhaldinu.“ Eftir að Aldís tileinkaði sér þennan lífsstíl hefur hún öðlast meiri frítíma og hugarró, ásamt því að hafa sparað heilmikinn pening. Barðist við hárið á sér sem barn Aldís Amah er harður Vesturbæingur en þar ólst hún upp frá þriggja ára aldri, eftir að hafa búið í Þýskalandi. Hún rifjar upp uppvaxtarárin og hvernig það var að vera eina brúna barnið á leikskólanum. „Ég man mjög vel eftir því hvað ég barðist til dæmis við hárið á mér. Ég held það hafi bara byrjað í leikskóla. Ég var eina brúna barnið og sú eina sem leit út eins og ég. Ég var alltaf að horfa á alla í kringum mig með síða, slétta, ljósa hárið sitt og ég hugsaði bara: Hvað á ég að gera við þetta? Á þessum tíma var svona meðvitund engin. Kennarar voru kannski að setja út á hárið á manni eða koma með einhver komment.“ Aldís leitaði því mikið í erlendar fyrirmyndir sem hún gat á einhvern hátt speglað sig í og var hennar helsta fyrirmynd tónlistarkonan Beyoncé. Hún leit einnig mikið upp til japönsku söngkonunnar Koda Kumi og fór hún að hlusta mikið á asíska popptónlist. Skráði sig í suður-kóreska Idolið „Það er síðan þegar ég er orðin 18 ára að ég heyri fyrst K-Pop, svona kóreska popptónlist og ég sogaðist svolítið inn. Svo þegar ég er orðin tvítug þá eru svona alheims áheyrnarprufur fyrir suður-kóreska idolið.“ Aldís ákvað að sækja um. Hún sendi út söngprufu og var í kjölfarið boðuð til Bandaríkjanna í prufur. „Þetta var alveg hræðilega erfitt. Ég hélt ég myndi ekki verða eldri. Við þurftum að syngja fyrir framan aðra keppendur og taka þátt í einhverjum dansi með einhverjum öðrum,“ en Aldís komst í gegnum fyrstu þrjár síurnar. Henni var þó að lokum tilkynnt að hún væri með of leikhúslega rödd. Þó svo að Idol-ævintýrinu hafi lokið þar, varð þessi athugasemd til þess að Aldís ákvað að fara í prufur fyrir leiklistardeild Listaháskóla Íslands. „Þetta var ótrúlega erfitt. Ég hafði ekki neinn svakalegan bakgrunn í leiklist. Ég komst ekki inn í Nemó [leiksýning Verzlunarskólans] eða neitt svoleiðis. Þannig þetta hafði ekki legið neitt mjög skýrt fyrir mér.“ Aldís Amah fer með aðalhlutverk í þáttunum Svörtu söndum, ásamt því að vera einn af hugmyndasmiðunum á bak við þættina. Ætlaði að klúðra fyrstu prufunni í LHÍ Fyrir fyrstu prufurnar þurfti Aldís að læra nokkra mónólóga utanbókar. Hún byrjaði hins vegar ekki að læra þá fyrr en einum til tveimur dögum fyrir prufurnar. „Af því ég ætlaði bara að klúðra þessu fyrir sjálfri mér. Ég ætlaði eiginlega bara að mæta og ekki kunna textann og geta þá sagt að ég hafi ekkert verið svo slæm heldur hafi ég bara ekki kunnað textann nógu vel.“ Þegar hún komst svo í gegnum fyrstu prufurnar hugsaði hún að hún ætti kannski séns og ákvað hún því að leggja virkilega hart að sér sem skilaði henni á þann stað sem hún er á í dag. Hægt er að hlusta á viðtalið við Aldísi Amah Hamilton í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Hlaðvarpsþættirnir Normið birtast vikulega hér á Vísi og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Settu follow í hlaðvarpsappinu þínu og þá sérðu alltaf þegar nýr þáttur mætir á svæðið. Þáttastjórnendur eru Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjóns, athafnakonur og þjálfarar. Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @normið og HÉR á Vísi.
Hlaðvarpsþættirnir Normið birtast vikulega hér á Vísi og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Settu follow í hlaðvarpsappinu þínu og þá sérðu alltaf þegar nýr þáttur mætir á svæðið. Þáttastjórnendur eru Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjóns, athafnakonur og þjálfarar. Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @normið og HÉR á Vísi.
Svörtu sandar Normið Bíó og sjónvarp Vegan Tengdar fréttir Svörtu sandar valdir til frumsýningar á Berlinale kvikmyndahátíðinni Alþjóðlega kvikmyndahátíðin BERLINALE hefur valið sjónvarpsþættina Svörtu sanda sem eitt af sjö verkefnum til frumsýninga utan heimalands, fyrst íslenskra þáttasería. Þættirnir eru í sýningu á Stöð 2. 14. janúar 2022 15:02 Grunaði ekki að hún myndi landa aðalhlutverki á þessum tímapunkti í lífinu Þáttaröðin Svörtu sandar verður sýnd á Stöð 2 í lok árs. Unga leikkonan Aldís Amah Hamilton fer með aðalhlutverki í þáttunum, ásamt því að vera einn af hugmyndasmiðum þáttanna. Hún segir að um algjört draumaverkefni sé að ræða. 30. ágúst 2021 11:31 „Mikil kúnst að missa sig ekki í metnaðinum“ Nýju ári fylgir nýtt upphaf og þá er algengt að fólk setji sér markmið. Þó svo að markmið megi vera háleit, þá er mikilvægt að þau séu raunhæf. Margir kannast sjálfsagt við það að falla í þá gryfju að ætla sér of mikið á nýju ári og gefast upp á markmiðum sínum þegar líður á janúar. 8. janúar 2022 07:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Sjá meira
Svörtu sandar valdir til frumsýningar á Berlinale kvikmyndahátíðinni Alþjóðlega kvikmyndahátíðin BERLINALE hefur valið sjónvarpsþættina Svörtu sanda sem eitt af sjö verkefnum til frumsýninga utan heimalands, fyrst íslenskra þáttasería. Þættirnir eru í sýningu á Stöð 2. 14. janúar 2022 15:02
Grunaði ekki að hún myndi landa aðalhlutverki á þessum tímapunkti í lífinu Þáttaröðin Svörtu sandar verður sýnd á Stöð 2 í lok árs. Unga leikkonan Aldís Amah Hamilton fer með aðalhlutverki í þáttunum, ásamt því að vera einn af hugmyndasmiðum þáttanna. Hún segir að um algjört draumaverkefni sé að ræða. 30. ágúst 2021 11:31
„Mikil kúnst að missa sig ekki í metnaðinum“ Nýju ári fylgir nýtt upphaf og þá er algengt að fólk setji sér markmið. Þó svo að markmið megi vera háleit, þá er mikilvægt að þau séu raunhæf. Margir kannast sjálfsagt við það að falla í þá gryfju að ætla sér of mikið á nýju ári og gefast upp á markmiðum sínum þegar líður á janúar. 8. janúar 2022 07:00