„Ef ADHD-ið mitt væri próf í skóla væri ég með níu í einkunn“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. janúar 2022 10:01 Sr.Hildur Eir Bolladóttir er prestur og skáld en segist þó fyrst og fremst vera mamma. Hér er hún þó á mynd með yngra ömmubarninu sínu, Jasoni Kára. Í næstu viku kemur út ljóðabók eftir Hildi sem heitir Meinvarp. ADHD hefur mikil áhrif á það hvernig Hildur skipuleggur verkefnin sín. Séra Hildur Eir Bolladóttir er prestur og skáld en segist þó fyrst og fremst vera mamma. Hún segist vel skilja að fólk sé orðið þreytt á Covid og takmörkunum en bendir á að í öllum erfiðum aðstæðum í lífinu, er líka hægt að hafa gaman. Hildur segist vakna á morgnana við hláturinn í Gulla Helga og Heimi Karls. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna um leið og maðurinn eða klukkan 6:50 við Bítið á bylgjunni, hláturinn í Gulla Helga og Heimi Karls. Maðurinn minn er 11 árum eldri en ég og þegar ég kynntist honum fyrst fannst mér þetta vera eina sem minnti verulega á aldursmun okkar en hann hefur vaknað við útvarpið í mörg ár og ég er bara farin að kunna vel við það.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég tek út úr mér tanngnístursgóminn og skakklappast að kaffivélinni og skríð aftur undir sæng með kaffibollann og renni yfir frétta og samfélagsmiðla í símanum.“ Áttu einhver góð ráð um þetta: Hvernig getum við verið jákvæðari núna um hávetur, með fullt af neikvæðum fréttum í fjölmiðlum og Covid heimsfaraldur á fullum skrið? „Í fyrsta lagi vil ég segja að ég skil vel að fólk skuli vera orðið þreytt á Covid og takmörkunum tengdum veirunni. Hins vegar skiptir ótrúlega miklu máli í öllum þrengingum í lífinu að halda áfram að lifa og hætta að bíða eftir því að allt verði betra af því að lífið og allt það góða sem það gefur er oftast samhliða því sem er erfitt og sárt. Sem dæmi tek ég fólk í sorg, fólk sem hefur misst ástvin og lífið verður aldrei samt og sorgin verður samferðarmaður inn í framtíðina en samt getur sá sem syrgir átt mikla gleði og tilhlökkun og hamingju þó hann sé líka sorgmæddur. Það er líka hægt að eiga skemmtilegt líf þó maður sé alvarlega veikur ef maður leggur áherslu á það sem maður hefur, ef maður getur verið með ástvinum sínum, notið náttúrunnar, hreyft sig og skapað stemningsstundir í hversdeginum með því að hafa sig til, klæða sig í sín fallegustu föt, borða góðan mat og lesa bækur eða horfa á bíómyndir og hlæja með skemmtilegu fólki.“ Hildur var tvívegis greind með krabbamein á síðasta ári en segir heilsuna góða og lyfjameðferðina hafa gengið vel. Því til sönnunar má benda á flott hárið sem hreinlega sprettur fram á ný að sögn Hildar, en hún missti hárið í fyrra. Hildur segist vel skilja að fólk er orðið langþreytt á Covid en bendir á að í öllum erfiðum aðstæðum í lífinu, er líka hægt að hafa gaman. Oftast haldist í hendur allt það góða í lífinu og það sem erfitt er. Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Fyrir utan hin hefðbundnu prestsstörf er ég að gefa út ljóðabók sem kemur í verslanir í næstu viku, hún ber heitið Meinvarp.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég skrifa allt hjá mér sem ég þarf að gera og skipulegg mikið fram í tímann, ég er greind með mjög aggresívt ADHD eða eins og geðlæknirinn orðaði það á sínum tíma ef ADHD ið mitt væri próf í skóla væri ég með níu í einkunn. Þess vegna leyfi ég hlutum aldrei að safnast upp heldur skipulegg vel og sendi þannig mínu adhd oft fingurinn.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Oftast milli klukkan tíu og ellefu, ég hef ekki taugakerfi fyrir lítinn svefn.“ Kaffispjallið Þjóðkirkjan Trúmál Tengdar fréttir „Samt lítur skrokkurinn á mér ekki út eins og á Ronaldo“ Haraldur Freyr Gíslason formaður Félags leikskólakennara segir kjarasamninga og Covid taka mestan tímann þessa dagana. 15. janúar 2022 10:01 „Nýlega sett mér það markmið að vera meiri pæja“ Þóranna Kristín Jónsdóttir, var ráðinn leiðtogi markaðsmála hjá BYKO í nóvember síðastliðnum en hún setti sér nýlega það markmið að vera meiri pæja. Þóranna er líka að æfa sig í að vera aðeins rólegri en í skipulagi er hún algjörlega „lista-sjúk.“ 8. janúar 2022 10:00 „Gæðastundirnar eru svo miklu fleiri“ Fyrr á þessu ári hætti Jóhann K. Jóhannsson í fréttamennsku, réði sig sem slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð og fluttist með fjölskyldunni til Siglufjarðar. 31. desember 2021 10:01 „Vegna þessa æðis á ég það til að þvo gardínur á nóttunni“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, þingmaður og íslenskufræðingur, viðurkennir að fyrir jólin renni oft á hana jóla-æði. Og þá jafnvel svo mikið að á næturnar keppist hún við að þvo gardínur eða búa til jólakonfekt. 24. desember 2021 10:01 Áskorun að kaupa alltaf tvær gjafir fyrir frúna í desember Það er í nægu að snúast hjá Almari Guðmundssyni framkvæmdastjóra Reiknistofu lífeyrissjóða (RL) og bæjarfulltrúa í Garðabæ. Enda eru þau sjö á heimili, margt að gerast í vinnunni og til viðbótar við jólin á frúin líka afmæli í desember. 18. desember 2021 10:01 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna um leið og maðurinn eða klukkan 6:50 við Bítið á bylgjunni, hláturinn í Gulla Helga og Heimi Karls. Maðurinn minn er 11 árum eldri en ég og þegar ég kynntist honum fyrst fannst mér þetta vera eina sem minnti verulega á aldursmun okkar en hann hefur vaknað við útvarpið í mörg ár og ég er bara farin að kunna vel við það.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég tek út úr mér tanngnístursgóminn og skakklappast að kaffivélinni og skríð aftur undir sæng með kaffibollann og renni yfir frétta og samfélagsmiðla í símanum.“ Áttu einhver góð ráð um þetta: Hvernig getum við verið jákvæðari núna um hávetur, með fullt af neikvæðum fréttum í fjölmiðlum og Covid heimsfaraldur á fullum skrið? „Í fyrsta lagi vil ég segja að ég skil vel að fólk skuli vera orðið þreytt á Covid og takmörkunum tengdum veirunni. Hins vegar skiptir ótrúlega miklu máli í öllum þrengingum í lífinu að halda áfram að lifa og hætta að bíða eftir því að allt verði betra af því að lífið og allt það góða sem það gefur er oftast samhliða því sem er erfitt og sárt. Sem dæmi tek ég fólk í sorg, fólk sem hefur misst ástvin og lífið verður aldrei samt og sorgin verður samferðarmaður inn í framtíðina en samt getur sá sem syrgir átt mikla gleði og tilhlökkun og hamingju þó hann sé líka sorgmæddur. Það er líka hægt að eiga skemmtilegt líf þó maður sé alvarlega veikur ef maður leggur áherslu á það sem maður hefur, ef maður getur verið með ástvinum sínum, notið náttúrunnar, hreyft sig og skapað stemningsstundir í hversdeginum með því að hafa sig til, klæða sig í sín fallegustu föt, borða góðan mat og lesa bækur eða horfa á bíómyndir og hlæja með skemmtilegu fólki.“ Hildur var tvívegis greind með krabbamein á síðasta ári en segir heilsuna góða og lyfjameðferðina hafa gengið vel. Því til sönnunar má benda á flott hárið sem hreinlega sprettur fram á ný að sögn Hildar, en hún missti hárið í fyrra. Hildur segist vel skilja að fólk er orðið langþreytt á Covid en bendir á að í öllum erfiðum aðstæðum í lífinu, er líka hægt að hafa gaman. Oftast haldist í hendur allt það góða í lífinu og það sem erfitt er. Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Fyrir utan hin hefðbundnu prestsstörf er ég að gefa út ljóðabók sem kemur í verslanir í næstu viku, hún ber heitið Meinvarp.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég skrifa allt hjá mér sem ég þarf að gera og skipulegg mikið fram í tímann, ég er greind með mjög aggresívt ADHD eða eins og geðlæknirinn orðaði það á sínum tíma ef ADHD ið mitt væri próf í skóla væri ég með níu í einkunn. Þess vegna leyfi ég hlutum aldrei að safnast upp heldur skipulegg vel og sendi þannig mínu adhd oft fingurinn.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Oftast milli klukkan tíu og ellefu, ég hef ekki taugakerfi fyrir lítinn svefn.“
Kaffispjallið Þjóðkirkjan Trúmál Tengdar fréttir „Samt lítur skrokkurinn á mér ekki út eins og á Ronaldo“ Haraldur Freyr Gíslason formaður Félags leikskólakennara segir kjarasamninga og Covid taka mestan tímann þessa dagana. 15. janúar 2022 10:01 „Nýlega sett mér það markmið að vera meiri pæja“ Þóranna Kristín Jónsdóttir, var ráðinn leiðtogi markaðsmála hjá BYKO í nóvember síðastliðnum en hún setti sér nýlega það markmið að vera meiri pæja. Þóranna er líka að æfa sig í að vera aðeins rólegri en í skipulagi er hún algjörlega „lista-sjúk.“ 8. janúar 2022 10:00 „Gæðastundirnar eru svo miklu fleiri“ Fyrr á þessu ári hætti Jóhann K. Jóhannsson í fréttamennsku, réði sig sem slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð og fluttist með fjölskyldunni til Siglufjarðar. 31. desember 2021 10:01 „Vegna þessa æðis á ég það til að þvo gardínur á nóttunni“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, þingmaður og íslenskufræðingur, viðurkennir að fyrir jólin renni oft á hana jóla-æði. Og þá jafnvel svo mikið að á næturnar keppist hún við að þvo gardínur eða búa til jólakonfekt. 24. desember 2021 10:01 Áskorun að kaupa alltaf tvær gjafir fyrir frúna í desember Það er í nægu að snúast hjá Almari Guðmundssyni framkvæmdastjóra Reiknistofu lífeyrissjóða (RL) og bæjarfulltrúa í Garðabæ. Enda eru þau sjö á heimili, margt að gerast í vinnunni og til viðbótar við jólin á frúin líka afmæli í desember. 18. desember 2021 10:01 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
„Samt lítur skrokkurinn á mér ekki út eins og á Ronaldo“ Haraldur Freyr Gíslason formaður Félags leikskólakennara segir kjarasamninga og Covid taka mestan tímann þessa dagana. 15. janúar 2022 10:01
„Nýlega sett mér það markmið að vera meiri pæja“ Þóranna Kristín Jónsdóttir, var ráðinn leiðtogi markaðsmála hjá BYKO í nóvember síðastliðnum en hún setti sér nýlega það markmið að vera meiri pæja. Þóranna er líka að æfa sig í að vera aðeins rólegri en í skipulagi er hún algjörlega „lista-sjúk.“ 8. janúar 2022 10:00
„Gæðastundirnar eru svo miklu fleiri“ Fyrr á þessu ári hætti Jóhann K. Jóhannsson í fréttamennsku, réði sig sem slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð og fluttist með fjölskyldunni til Siglufjarðar. 31. desember 2021 10:01
„Vegna þessa æðis á ég það til að þvo gardínur á nóttunni“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, þingmaður og íslenskufræðingur, viðurkennir að fyrir jólin renni oft á hana jóla-æði. Og þá jafnvel svo mikið að á næturnar keppist hún við að þvo gardínur eða búa til jólakonfekt. 24. desember 2021 10:01
Áskorun að kaupa alltaf tvær gjafir fyrir frúna í desember Það er í nægu að snúast hjá Almari Guðmundssyni framkvæmdastjóra Reiknistofu lífeyrissjóða (RL) og bæjarfulltrúa í Garðabæ. Enda eru þau sjö á heimili, margt að gerast í vinnunni og til viðbótar við jólin á frúin líka afmæli í desember. 18. desember 2021 10:01