Rætt verður við ráðherrana í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Þá var ökumaður í einangrun, sem fór á rúntinn í gær, stöðvaður af lögreglu vegna brota á sóttvarnalögum. Hann á yfir höfði sér allt að fimm hundruð þúsund króna sekt.
Einnig heyrum við í Skagstrendingum en þar stendur mikið til þegar Ljóslistahátíðinni Light up verður hrint úr vör.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.