Færeyingar ætla að afnema allar takmarkanir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. janúar 2022 15:01 Ef allt gengur að óskum munu Færeyingar ekki þurfa að lifa með neinum takmörkunum frá og með þarnæstu mánaðarmótum. Vísir/VIlhelm Færeyska stjórnin hefur sett fram áætlun um það hvenær búast megi við afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins. Stefnt er að því að öllum takmörkunum verði aflétt fyrir 1. mars. Þetta var tilkynnt á fréttamannafundi í Þórshöfn í gær þar sem Bárður á Steig Níelsen, lögmaður Færeyja, kynnti dagsetta áætlun um afléttingu í skrefum. Sem fyrr segir er stefnt að því að öllum takmörkunum verði aflétt fyrir 1. mars, svo fremi sem sjúkrastofnanir landsins séu ekki undir of miklu álagi og helstu stofnanir geti starfað. Frá og með gærdeginum mega hundrað manns koma saman í Færeyjum en frá og með 1. febrúar munu takmörkunum á opnunartíma skemmtistaða, veitingastaða og bara verða aflétt. Reglur um einangrun verða rýmkaðar þannig að bólusettir þurfa ekki að fara í sóttkví komist þeir í tæri við einstakling sem reynst hefur smitaður af kórónuveirunni. „Nú munum við líta á Covid-19 sem sjúkdóm sem við þurfum að lifa með, líkt og flesta aðra sjúkdóma. Hver og einn einstaklingur mun fá þá ábyrgð í eigin hendur að ákveða hvort hann vilji taka þá áhættu að smitast, alveg eins og með venjulega inflúensu,“ sagði Bárður. Frá og með 1. febrúar mun einnig vera slakað á notkun PCR-prófa þannig að aðeins þeir sem sýna einkenni, búa með einstaklingi sem hefur sýkst eða hafa greinst jákvæðir á heimaprófi munu þurfa að fara í PCR-próf. Aðrir noti heimapróf. Um fjögur þúsund í einangrun Frá og með 15. febrúar er reiknað með að aðeins þeir sem greinst hafa með kórónuveirunni, hvort sem það er í gegnum PCR-próf eða heimapróf, þurfa að fara í sóttkví. Frá og með 28. febrúar er svo reiknað með því að öllum takmörkunum verði aflétt, svo fremi sem sjúkrastofnanir séu ekki undir álagi og að helstu stofnanir Færeyja séu starfhæfar. Líkt og víða hefur í Færeyjum orðið mikil aukning á fjölda þeirra sem greinst hafa með Covid-19 og er það rakið til ómíkronafbrigðisins. Um 4.000 manns eru nú í einangrun í Færeyjum með Covid-19 en nokkur hundruð hafa greinst á hverjum degi, flestir þann 18. janúar síðastliðinn, þegar 729 greindust með Covid-19. Sjúkrastofnanir í Færeyjum eru þó ekki undir miklu álagi, sem er ein ástæða þess að ákveðið hefur verið að stefna að fullri afléttingu allra takmarkana. Færeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Sjá meira
Þetta var tilkynnt á fréttamannafundi í Þórshöfn í gær þar sem Bárður á Steig Níelsen, lögmaður Færeyja, kynnti dagsetta áætlun um afléttingu í skrefum. Sem fyrr segir er stefnt að því að öllum takmörkunum verði aflétt fyrir 1. mars, svo fremi sem sjúkrastofnanir landsins séu ekki undir of miklu álagi og helstu stofnanir geti starfað. Frá og með gærdeginum mega hundrað manns koma saman í Færeyjum en frá og með 1. febrúar munu takmörkunum á opnunartíma skemmtistaða, veitingastaða og bara verða aflétt. Reglur um einangrun verða rýmkaðar þannig að bólusettir þurfa ekki að fara í sóttkví komist þeir í tæri við einstakling sem reynst hefur smitaður af kórónuveirunni. „Nú munum við líta á Covid-19 sem sjúkdóm sem við þurfum að lifa með, líkt og flesta aðra sjúkdóma. Hver og einn einstaklingur mun fá þá ábyrgð í eigin hendur að ákveða hvort hann vilji taka þá áhættu að smitast, alveg eins og með venjulega inflúensu,“ sagði Bárður. Frá og með 1. febrúar mun einnig vera slakað á notkun PCR-prófa þannig að aðeins þeir sem sýna einkenni, búa með einstaklingi sem hefur sýkst eða hafa greinst jákvæðir á heimaprófi munu þurfa að fara í PCR-próf. Aðrir noti heimapróf. Um fjögur þúsund í einangrun Frá og með 15. febrúar er reiknað með að aðeins þeir sem greinst hafa með kórónuveirunni, hvort sem það er í gegnum PCR-próf eða heimapróf, þurfa að fara í sóttkví. Frá og með 28. febrúar er svo reiknað með því að öllum takmörkunum verði aflétt, svo fremi sem sjúkrastofnanir séu ekki undir álagi og að helstu stofnanir Færeyja séu starfhæfar. Líkt og víða hefur í Færeyjum orðið mikil aukning á fjölda þeirra sem greinst hafa með Covid-19 og er það rakið til ómíkronafbrigðisins. Um 4.000 manns eru nú í einangrun í Færeyjum með Covid-19 en nokkur hundruð hafa greinst á hverjum degi, flestir þann 18. janúar síðastliðinn, þegar 729 greindust með Covid-19. Sjúkrastofnanir í Færeyjum eru þó ekki undir miklu álagi, sem er ein ástæða þess að ákveðið hefur verið að stefna að fullri afléttingu allra takmarkana.
Færeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Sjá meira