Elliði: Hef látið hann heyra það áður í gegnum sjónvarpið Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2022 18:48 Elliði Snær Viðarsson átti stóran þátt í því að halda Nikola Karabatic niðri í kvöld. Getty/Sanjin Strukic „Ég er bara orðlaus. Þetta var magnaður leikur. Við áttum alla höllina, líka frönsku stuðningsmennina held ég,“ sagði Elliði Snær Viðarsson í skýjunum eftir stórkostlega frammistöðu Íslands í sigrinum gegn Frakklandi á EM. Ísland vann átta marka sigur, 29-21, þrátt fyrir að vera án átta leikmanna vegna kórónuveirusmita, og steig ekki feilspor allan leikinn. „Ég get ekki lýst þessu. Þetta er skemmtilegasti leikur og líklega einn af betri leikjum sem Ísland hefur spilað í nokkur ár,“ sagði Elliði sem fór gjörsamlega á kostum í vörn Íslands og skoraði auk þess fjögur mörk. Klippa: Elliði eftir sigurinn ævintýralega á Frökkum Elliði lét sig ekki muna um það heldur að láta Nikola Karabatic, hugsanlega besta handboltamann allra tíma, heyra það og á endanum skoraði Karabatic aðeins eitt mark úr sex skotum. „Ég hef látið hann heyra það nokkrum sinnum í gegnum sjónvarpið í gegnum árin, fyrir dýfur og eitthvað. Pabbi líka og þetta var fyrir hann,“ sagði Elliði hress í bragði. Elliði Snær Viðarsson var hæstánægður með stuðninginn í Búdapest.Getty/Sanjin Strukic Ísland á nú möguleika á því að spila um verðlaun á mótinu en til þess þarf liðið að gera vel gegn Króatíu á mánudaginn og Svartfjallalandi á miðvikudaginn. „Við ætluðum að ná langt á þessu móti og vissum að ef við myndum ekki vinna þennan leik þá væri draumurinn um undanúrslitn úti. Það var því alltaf stefnan að ná að klára þennan leik. Við vorum klárir í þetta,“ sagði Elliði. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Ísland vann átta marka sigur, 29-21, þrátt fyrir að vera án átta leikmanna vegna kórónuveirusmita, og steig ekki feilspor allan leikinn. „Ég get ekki lýst þessu. Þetta er skemmtilegasti leikur og líklega einn af betri leikjum sem Ísland hefur spilað í nokkur ár,“ sagði Elliði sem fór gjörsamlega á kostum í vörn Íslands og skoraði auk þess fjögur mörk. Klippa: Elliði eftir sigurinn ævintýralega á Frökkum Elliði lét sig ekki muna um það heldur að láta Nikola Karabatic, hugsanlega besta handboltamann allra tíma, heyra það og á endanum skoraði Karabatic aðeins eitt mark úr sex skotum. „Ég hef látið hann heyra það nokkrum sinnum í gegnum sjónvarpið í gegnum árin, fyrir dýfur og eitthvað. Pabbi líka og þetta var fyrir hann,“ sagði Elliði hress í bragði. Elliði Snær Viðarsson var hæstánægður með stuðninginn í Búdapest.Getty/Sanjin Strukic Ísland á nú möguleika á því að spila um verðlaun á mótinu en til þess þarf liðið að gera vel gegn Króatíu á mánudaginn og Svartfjallalandi á miðvikudaginn. „Við ætluðum að ná langt á þessu móti og vissum að ef við myndum ekki vinna þennan leik þá væri draumurinn um undanúrslitn úti. Það var því alltaf stefnan að ná að klára þennan leik. Við vorum klárir í þetta,“ sagði Elliði.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira