Forsætisráðherrann frestaði brúðkaupinu vegna Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2022 15:50 acinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands. AP/Mark Mitchell Jacinda Arden, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur frestað brúðkaupi sínu í aðdraganda þess að ríkisstjórn hennar herðir sóttvarnarreglur. Ómíkron afbrigði kórónuveirunnar er í töluverðri dreifingu á Nýja-Sjálandi þessa dagana. Til stendur að setja aftur grímuskyldu á og takmarka samkomufjölda en hertar reglur taka gildi á miðnætti ytra. Í frétt Reuters segir að nýju reglurnar miði við það að ekki megi fleiri en hundrað koma saman og á það meðal annars við brúðkaupsveislur. Það á þó sérstaklega við atburði þar sem notast er við bólusetningarpassa. Þar sem það er ekki gert mega ekki fleiri en 25 koma saman. Á blaðamannafundi í dag sagði Ardern frá því að brúðkaupi hennar hefði verið frestað og sagðist hún hafa samúð með öðrum í sömu stöðu og hún. Spurð út í hvernig henni liði vegna brúðkaupsins svaraði hún: „Svona er lífið. Ég er ekkert frábrugðin þúsundum annarra Nýsjálendinga sem orðið mun verr fyrir barðinu á faraldrinum en ég. Það versta er að geta ekki verið með ástvinum, sem eru stundum alvarlega veikir. Það er mun sorglegra en mínar aðstæður.“ Landamæri Nýja-Sjálands hafa verið lokuð erlendum aðilum frá því í mars 2020 en ríkisstjórn Ardern frestaði því nýverið að opna landamærin aftur um miðjan janúar til loka febrúar. Var það vegna mikillar dreifingar kórónuveirunnar meðal nágranna Nýja-Sjálands í Ástralíu. Um 94 prósent allra íbúa landsins yfir tólf ára aldri hafa fengið minnst tvo skammta bóluefnis. Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vatnið í eyranu reyndist vera kakkalakki Lítill kakkalakki var fjarlægður úr eyra karlmanns á Nýja Sjálandi á mánudag. Þá voru þrír dagar liðnir frá því hann byrjaði að finna fyrir einhverju iða í eyranu á sér. 13. janúar 2022 17:25 Ómíkronsmitaður plötusnúður gagnrýndur fyrir sóttvarnabrot á Nýja-Sjálandi Breski plötusnúðurinn DJ Dimension, sem sagður er hafa verið fyrsti smitaði einstaklingurinn af ómíkronafbrigði kórónuveirunnar í Nýja-Sjálandi, hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa brotið gegn ströngum sóttvarnareglum landsins. 30. desember 2021 07:37 Nýsjálendingar banna komandi kynslóðum að kaupa tóbak Enginn Nýsjálendingur sem fæddur er 2008 eða síðar mun geta keypt sér tóbaksvörur, nái ný lög sem boðuð hafa verið af ríkisstjórn landsins fram að ganga. 9. desember 2021 07:45 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Til stendur að setja aftur grímuskyldu á og takmarka samkomufjölda en hertar reglur taka gildi á miðnætti ytra. Í frétt Reuters segir að nýju reglurnar miði við það að ekki megi fleiri en hundrað koma saman og á það meðal annars við brúðkaupsveislur. Það á þó sérstaklega við atburði þar sem notast er við bólusetningarpassa. Þar sem það er ekki gert mega ekki fleiri en 25 koma saman. Á blaðamannafundi í dag sagði Ardern frá því að brúðkaupi hennar hefði verið frestað og sagðist hún hafa samúð með öðrum í sömu stöðu og hún. Spurð út í hvernig henni liði vegna brúðkaupsins svaraði hún: „Svona er lífið. Ég er ekkert frábrugðin þúsundum annarra Nýsjálendinga sem orðið mun verr fyrir barðinu á faraldrinum en ég. Það versta er að geta ekki verið með ástvinum, sem eru stundum alvarlega veikir. Það er mun sorglegra en mínar aðstæður.“ Landamæri Nýja-Sjálands hafa verið lokuð erlendum aðilum frá því í mars 2020 en ríkisstjórn Ardern frestaði því nýverið að opna landamærin aftur um miðjan janúar til loka febrúar. Var það vegna mikillar dreifingar kórónuveirunnar meðal nágranna Nýja-Sjálands í Ástralíu. Um 94 prósent allra íbúa landsins yfir tólf ára aldri hafa fengið minnst tvo skammta bóluefnis.
Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vatnið í eyranu reyndist vera kakkalakki Lítill kakkalakki var fjarlægður úr eyra karlmanns á Nýja Sjálandi á mánudag. Þá voru þrír dagar liðnir frá því hann byrjaði að finna fyrir einhverju iða í eyranu á sér. 13. janúar 2022 17:25 Ómíkronsmitaður plötusnúður gagnrýndur fyrir sóttvarnabrot á Nýja-Sjálandi Breski plötusnúðurinn DJ Dimension, sem sagður er hafa verið fyrsti smitaði einstaklingurinn af ómíkronafbrigði kórónuveirunnar í Nýja-Sjálandi, hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa brotið gegn ströngum sóttvarnareglum landsins. 30. desember 2021 07:37 Nýsjálendingar banna komandi kynslóðum að kaupa tóbak Enginn Nýsjálendingur sem fæddur er 2008 eða síðar mun geta keypt sér tóbaksvörur, nái ný lög sem boðuð hafa verið af ríkisstjórn landsins fram að ganga. 9. desember 2021 07:45 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Vatnið í eyranu reyndist vera kakkalakki Lítill kakkalakki var fjarlægður úr eyra karlmanns á Nýja Sjálandi á mánudag. Þá voru þrír dagar liðnir frá því hann byrjaði að finna fyrir einhverju iða í eyranu á sér. 13. janúar 2022 17:25
Ómíkronsmitaður plötusnúður gagnrýndur fyrir sóttvarnabrot á Nýja-Sjálandi Breski plötusnúðurinn DJ Dimension, sem sagður er hafa verið fyrsti smitaði einstaklingurinn af ómíkronafbrigði kórónuveirunnar í Nýja-Sjálandi, hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa brotið gegn ströngum sóttvarnareglum landsins. 30. desember 2021 07:37
Nýsjálendingar banna komandi kynslóðum að kaupa tóbak Enginn Nýsjálendingur sem fæddur er 2008 eða síðar mun geta keypt sér tóbaksvörur, nái ný lög sem boðuð hafa verið af ríkisstjórn landsins fram að ganga. 9. desember 2021 07:45