Lífið og vinnan eftir kulnun Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. janúar 2022 07:00 Kulnun er erfið og persónuleg lífsreynsla. En hún getur líka kennt okkur margt gott og gefið okkur tækifæri á betra lífi í framtíðinni: Meiri sjálfsrækt, betri líðan, betri samskipti, meiri gleði, betri árangur og svo framvegis. Margir meta lífið svolítið upp á nýtt í kjölfar kulnunar: Líka vinnu og starfsframa. Vísir/Getty Síðustu árin höfum við lært nokkuð um kulnun og hversu mikilvægt það er að sporna við kulnun eins og hægt er. Eða að grípa til snemmtækra aðgerða, svo kulnunin verði ekki þeim mun alvarlegri. En það er líka mikilvægt að huga að lífinu og vinnu með öðrum gleraugum, þegar að við höfum jafnað okkur á kulnun. Og lært margt af henni. Hér eru nokkur atriði til að minna okkur á, að falla ekki aftur í sömu gömlu gryfjurnar. 1. Að hlaða batteríin daglega (eins og símann) Brjálað að gera í vinnunni þýðir ekkert bara stress því oft geta vinnutarnir verið svo skemmtilegar að við hreinlega gleymum okkur. Reyndar finnst okkur svo gaman stundum að við varla finnum fyrir þreytu. Verkefnið skemmtilegt, vinnuumhverfið skemmtilegt, árangur að nást. Já allt að gerast! En eitt af því sem kulnunin hefur kennt okkur er að það að hlaða ekki batteríin okkar á hverjum degi, er hættulegt. Rafhlaðan okkar verður hreinlega tóm. Að hlaða okkar eigin batterí á því að vera okkur jafn tamt og að hlaða símann. Þetta getum við gert með því að rækta okkur sjálf betur, áhugamál, fjölskyldu og vini. Passa upp á góðan svefn og svo framvegis. Aðalmálið er að hlaða batteríin daglega og án undantekninga. 2. Mundu hverjar gryfjurnar þínar voru Flestir sem hafa farið í gegnum kulnun hafa krufið það með sjálfum sér, hverjar helstu gryfjurnar voru sem síðan leiddu til kulnunar. Viðvarandi álag í of langan tíma já, en hver var okkar eigin ábyrgð í því? Sögðum við ekki Nei nógu oft, tókum við of mikið að okkur, aðskildum við of sjaldan vinnu og einkalíf, vorum við alltaf sítengd, tókum við aldrei frí….. hvað? Þótt það sé auðvelt að benda á vinnumhverfið eða álagið sem þar er, jafnvel yfirmanninn eða vinnuveitandann, gagnast það okkur sjálfum best að vera meðvituð um það í hverju okkar eigin gryfjur lágu og forðast að falla í þær aftur. Við þurfum að læra og muna hvar og hvernig mörkin liggja. 3. Ný viðmið Eitt er að búa til ný mörk fyrir vinnuna og annað álag í kjölfar kulnunar. Hitt er síðan að búa okkur til ný viðmið. Því það nýjar leikreglur snúist aðeins um boð og bönn gæti verið óraunhæft til lengdar. Með því að búa okkur til ný viðmið, getum við um leið ákveðið hvenær sveigjanleiki er leyfilegur og hvenær ekki. Við gætum til dæmis ákveðið að vera ekki með vinnupóstinn í símanum og hvorki lesa né svara tölvupóstum NEMA í undantekningartilvikum. Og þá þegar við sjálf metum stöðuna svo, að sveigjanleikinn er réttlætanlegur. Tökum dæmi: Ímyndum okkur að samstarfsfélagi sé að fara í frí og vilji klára ákveðin verkefni fyrir frí. Þetta gæti þýtt endurgjöf eða svar frá þér, til dæmis í tölvupósti, til að liðka fyrir. Þótt það þýði að þú lesir og svarir tölvupósti eftir vinnu. Hér gætir þú gert undantekningu vegna þess að þér líður vel með það. Ímyndum okkur hins vegar að samstarfsfélagi vilji klára verkefni og sé tilbúinn til að vinna öllum stundum (svona eins og þú einu sinni), líka kvöld og helgar. Allt er „áríðandi“ en þú veist betur. Gerist eitthvað slæmt þótt það bíði? Hér stendur þú á þínu, forðast gryfjuna og gengur bara í málin á vinnutíma og með full hlaðin batterí. 4. Vertu með stuðningsnet Mjög margir upplifa kulnun sem mjög persónulegt málefni. Að upplýsa marga um kulnunina þína, kulnunartímann, einkennin, líðanina og svo framvegis, er ekkert endilega sú leið sem hentar öllum. En það er alltaf gott að eiga stuðningsnet. Þetta stuðningsnet gæti verið makinn þinn, besti vinur/vinkona, samstarfsfélagi, yfirmaður eða mannauðstjóri. Að ná tökum á lífinu og vinnu eftir kulnun, þar með talið að byggja upp ástríðuna fyrir starfinu á ný, er eitthvað sem er óþarfi að gera alveg einn. 5. Nýttu tækifærið Að fara í gegnum kulnun er erfið reynsla sem tekur á bæði líkamlega og andlega. En eins og með svo margt, getum við lært ótrúlega margt jákvætt þegar að við förum í gegnum erfiðleika. Að endurstilla líf sitt og starf eftir kulnun getur líka boðið upp á ýmiss ný tækifæri. Ekki bara það að stytta vinntímann yfir vikuna eða rækta önnur áhugamál. Kannski er lífið eftir kulnun, með nýjum viðmiðum, breyttum lífstíl og meiri sjálfsrækt líka tækifæri til að láta einhverja gamla drauma eða ævintýri rætast. Heilsa Góðu ráðin Tengdar fréttir Ætti ég að skipta um vinnu? Það er einmitt á þessum tíma árs sem við horfum svolítið inn á við með hvað okkur langar að gera. Sumir velta til dæmis fyrir sér hvort nú sé tíminn til að skipta um starf? 10. janúar 2022 07:00 Hvernig kjaftasögur og umtal hafa áhrif á starfsfólk Í jafn litlu samfélagi eins og Ísland er, geta alls kyns kjaftasögur, umtal og neikvæðar fréttir haft áhrif á það hvernig okkur líður í vinnunni. 6. janúar 2022 07:00 Fimm góð ráð til að ná markmiðunum okkar árið 2022 Við þekkjum þetta flest; um áramót lítum við yfir farinn veg, fyllumst bjartsýni og setjum okkur markmið fyrir gott og spennandi nýtt ár. Hversu margir ætli það séu til dæmis, sem eru að taka fyrsta daginn sinn í megrun í dag? 3. janúar 2022 07:01 Óheiðarlega fólkið í vinnunni og þrjú góð ráð Að vita hverjir eru traustsins verðir og hverjir ekki, er ekkert alltaf svo sýnilegt á vinnustöðum. Sérstaklega ef að við þekkjum lítið til, erum til dæmis á nýjum vinnustað eða í aukavinnu með námi eða annarri vinnu. 9. desember 2021 07:01 Þegar snobbaðir vinnufélagar fara í taugarnar á þér Það er með ólíkindum hvernig hugurinn getur fengið okkur til að eyða orku að óþörfu. Mjög oft þá að láta eitthvað í fari annarra fara óskaplega í taugarnar á okkur. Til dæmis þeirra snobb. 3. desember 2021 07:01 Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Sjá meira
En það er líka mikilvægt að huga að lífinu og vinnu með öðrum gleraugum, þegar að við höfum jafnað okkur á kulnun. Og lært margt af henni. Hér eru nokkur atriði til að minna okkur á, að falla ekki aftur í sömu gömlu gryfjurnar. 1. Að hlaða batteríin daglega (eins og símann) Brjálað að gera í vinnunni þýðir ekkert bara stress því oft geta vinnutarnir verið svo skemmtilegar að við hreinlega gleymum okkur. Reyndar finnst okkur svo gaman stundum að við varla finnum fyrir þreytu. Verkefnið skemmtilegt, vinnuumhverfið skemmtilegt, árangur að nást. Já allt að gerast! En eitt af því sem kulnunin hefur kennt okkur er að það að hlaða ekki batteríin okkar á hverjum degi, er hættulegt. Rafhlaðan okkar verður hreinlega tóm. Að hlaða okkar eigin batterí á því að vera okkur jafn tamt og að hlaða símann. Þetta getum við gert með því að rækta okkur sjálf betur, áhugamál, fjölskyldu og vini. Passa upp á góðan svefn og svo framvegis. Aðalmálið er að hlaða batteríin daglega og án undantekninga. 2. Mundu hverjar gryfjurnar þínar voru Flestir sem hafa farið í gegnum kulnun hafa krufið það með sjálfum sér, hverjar helstu gryfjurnar voru sem síðan leiddu til kulnunar. Viðvarandi álag í of langan tíma já, en hver var okkar eigin ábyrgð í því? Sögðum við ekki Nei nógu oft, tókum við of mikið að okkur, aðskildum við of sjaldan vinnu og einkalíf, vorum við alltaf sítengd, tókum við aldrei frí….. hvað? Þótt það sé auðvelt að benda á vinnumhverfið eða álagið sem þar er, jafnvel yfirmanninn eða vinnuveitandann, gagnast það okkur sjálfum best að vera meðvituð um það í hverju okkar eigin gryfjur lágu og forðast að falla í þær aftur. Við þurfum að læra og muna hvar og hvernig mörkin liggja. 3. Ný viðmið Eitt er að búa til ný mörk fyrir vinnuna og annað álag í kjölfar kulnunar. Hitt er síðan að búa okkur til ný viðmið. Því það nýjar leikreglur snúist aðeins um boð og bönn gæti verið óraunhæft til lengdar. Með því að búa okkur til ný viðmið, getum við um leið ákveðið hvenær sveigjanleiki er leyfilegur og hvenær ekki. Við gætum til dæmis ákveðið að vera ekki með vinnupóstinn í símanum og hvorki lesa né svara tölvupóstum NEMA í undantekningartilvikum. Og þá þegar við sjálf metum stöðuna svo, að sveigjanleikinn er réttlætanlegur. Tökum dæmi: Ímyndum okkur að samstarfsfélagi sé að fara í frí og vilji klára ákveðin verkefni fyrir frí. Þetta gæti þýtt endurgjöf eða svar frá þér, til dæmis í tölvupósti, til að liðka fyrir. Þótt það þýði að þú lesir og svarir tölvupósti eftir vinnu. Hér gætir þú gert undantekningu vegna þess að þér líður vel með það. Ímyndum okkur hins vegar að samstarfsfélagi vilji klára verkefni og sé tilbúinn til að vinna öllum stundum (svona eins og þú einu sinni), líka kvöld og helgar. Allt er „áríðandi“ en þú veist betur. Gerist eitthvað slæmt þótt það bíði? Hér stendur þú á þínu, forðast gryfjuna og gengur bara í málin á vinnutíma og með full hlaðin batterí. 4. Vertu með stuðningsnet Mjög margir upplifa kulnun sem mjög persónulegt málefni. Að upplýsa marga um kulnunina þína, kulnunartímann, einkennin, líðanina og svo framvegis, er ekkert endilega sú leið sem hentar öllum. En það er alltaf gott að eiga stuðningsnet. Þetta stuðningsnet gæti verið makinn þinn, besti vinur/vinkona, samstarfsfélagi, yfirmaður eða mannauðstjóri. Að ná tökum á lífinu og vinnu eftir kulnun, þar með talið að byggja upp ástríðuna fyrir starfinu á ný, er eitthvað sem er óþarfi að gera alveg einn. 5. Nýttu tækifærið Að fara í gegnum kulnun er erfið reynsla sem tekur á bæði líkamlega og andlega. En eins og með svo margt, getum við lært ótrúlega margt jákvætt þegar að við förum í gegnum erfiðleika. Að endurstilla líf sitt og starf eftir kulnun getur líka boðið upp á ýmiss ný tækifæri. Ekki bara það að stytta vinntímann yfir vikuna eða rækta önnur áhugamál. Kannski er lífið eftir kulnun, með nýjum viðmiðum, breyttum lífstíl og meiri sjálfsrækt líka tækifæri til að láta einhverja gamla drauma eða ævintýri rætast.
Heilsa Góðu ráðin Tengdar fréttir Ætti ég að skipta um vinnu? Það er einmitt á þessum tíma árs sem við horfum svolítið inn á við með hvað okkur langar að gera. Sumir velta til dæmis fyrir sér hvort nú sé tíminn til að skipta um starf? 10. janúar 2022 07:00 Hvernig kjaftasögur og umtal hafa áhrif á starfsfólk Í jafn litlu samfélagi eins og Ísland er, geta alls kyns kjaftasögur, umtal og neikvæðar fréttir haft áhrif á það hvernig okkur líður í vinnunni. 6. janúar 2022 07:00 Fimm góð ráð til að ná markmiðunum okkar árið 2022 Við þekkjum þetta flest; um áramót lítum við yfir farinn veg, fyllumst bjartsýni og setjum okkur markmið fyrir gott og spennandi nýtt ár. Hversu margir ætli það séu til dæmis, sem eru að taka fyrsta daginn sinn í megrun í dag? 3. janúar 2022 07:01 Óheiðarlega fólkið í vinnunni og þrjú góð ráð Að vita hverjir eru traustsins verðir og hverjir ekki, er ekkert alltaf svo sýnilegt á vinnustöðum. Sérstaklega ef að við þekkjum lítið til, erum til dæmis á nýjum vinnustað eða í aukavinnu með námi eða annarri vinnu. 9. desember 2021 07:01 Þegar snobbaðir vinnufélagar fara í taugarnar á þér Það er með ólíkindum hvernig hugurinn getur fengið okkur til að eyða orku að óþörfu. Mjög oft þá að láta eitthvað í fari annarra fara óskaplega í taugarnar á okkur. Til dæmis þeirra snobb. 3. desember 2021 07:01 Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Sjá meira
Ætti ég að skipta um vinnu? Það er einmitt á þessum tíma árs sem við horfum svolítið inn á við með hvað okkur langar að gera. Sumir velta til dæmis fyrir sér hvort nú sé tíminn til að skipta um starf? 10. janúar 2022 07:00
Hvernig kjaftasögur og umtal hafa áhrif á starfsfólk Í jafn litlu samfélagi eins og Ísland er, geta alls kyns kjaftasögur, umtal og neikvæðar fréttir haft áhrif á það hvernig okkur líður í vinnunni. 6. janúar 2022 07:00
Fimm góð ráð til að ná markmiðunum okkar árið 2022 Við þekkjum þetta flest; um áramót lítum við yfir farinn veg, fyllumst bjartsýni og setjum okkur markmið fyrir gott og spennandi nýtt ár. Hversu margir ætli það séu til dæmis, sem eru að taka fyrsta daginn sinn í megrun í dag? 3. janúar 2022 07:01
Óheiðarlega fólkið í vinnunni og þrjú góð ráð Að vita hverjir eru traustsins verðir og hverjir ekki, er ekkert alltaf svo sýnilegt á vinnustöðum. Sérstaklega ef að við þekkjum lítið til, erum til dæmis á nýjum vinnustað eða í aukavinnu með námi eða annarri vinnu. 9. desember 2021 07:01
Þegar snobbaðir vinnufélagar fara í taugarnar á þér Það er með ólíkindum hvernig hugurinn getur fengið okkur til að eyða orku að óþörfu. Mjög oft þá að láta eitthvað í fari annarra fara óskaplega í taugarnar á okkur. Til dæmis þeirra snobb. 3. desember 2021 07:01