Forsendur harðra takmarkana séu brostnar Snorri Másson og Árni Sæberg skrifa 23. janúar 2022 20:11 Bjarni Benediktsson er endurnærður eftir frí. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra telur forsendur fyrir hörðum samkomutakmörkunum brostnar. Í vikunni verði unnið að útfærslu afléttingaráætlunar. „Þegar forsendurnar fyrir inngripinu eru ekki lengur til staðar hlýtur það að kalla á endurmat á stöðunni,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við fréttastofu. Heilbrigðisráðherra birti í dag grein ásamt forstjóra spítalans þar sem sagði að verið væri að skoða allar mögulegar afléttingar á samkomutakmörkunum. Það þyrfti þó að stíga varfærin skref. Staðan á Landspítala er ekki síst flókin í ljósi mikils fjölda starfsfólks í einangrun, en þeir eru 200. 35 sjúklingar eru á sjúkrahúsinu með veiruna og þeim hefur fækkað. Fjórir eru á gjörgæslu vegna veirunnar, þar af er einn enn þá með Covid-19. Um 1200 greindust bæði í gær og í fyrradag. Jákvæð tíðindi kalli á breytingar „Það er mín skoðun að það er augljóst að við getum ekki verið með þær takmarkanir sem eru núna í gildi. Þetta kallar á endurskoðun og það eru mjög jákvæð tíðindi. Það er frábært hvað hefur gengið vel hjá okkur,“ segir Bjarni. Þá segir Bjarni að nýta verði næstu daga til að teikna upp afléttingaráætlun í líkingu við þá sem Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, kynnti í gær. Frændur okkar í Færeyjum ætla að afnema allar sóttvarnatakmarkanir fyrir fyrsta mars næstkomandi. Kemur tvíefldur til baka Það er vafalaust annasöm vika fram undan hjá formanni Sjálfstæðisflokksins, sem er sem betur fer endurnærður. Hann lá undir ámæli í liðinni viku fyrir að vera ekki viðstaddur afgreiðslu á eigin frumvarpi. „Ég kem tvíefldur úr fríinu. Hlakka til, ég held að nú þurfi stjórnarandstaðan að fara að vara sig,“ segir Bjarni að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Sjá meira
„Þegar forsendurnar fyrir inngripinu eru ekki lengur til staðar hlýtur það að kalla á endurmat á stöðunni,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við fréttastofu. Heilbrigðisráðherra birti í dag grein ásamt forstjóra spítalans þar sem sagði að verið væri að skoða allar mögulegar afléttingar á samkomutakmörkunum. Það þyrfti þó að stíga varfærin skref. Staðan á Landspítala er ekki síst flókin í ljósi mikils fjölda starfsfólks í einangrun, en þeir eru 200. 35 sjúklingar eru á sjúkrahúsinu með veiruna og þeim hefur fækkað. Fjórir eru á gjörgæslu vegna veirunnar, þar af er einn enn þá með Covid-19. Um 1200 greindust bæði í gær og í fyrradag. Jákvæð tíðindi kalli á breytingar „Það er mín skoðun að það er augljóst að við getum ekki verið með þær takmarkanir sem eru núna í gildi. Þetta kallar á endurskoðun og það eru mjög jákvæð tíðindi. Það er frábært hvað hefur gengið vel hjá okkur,“ segir Bjarni. Þá segir Bjarni að nýta verði næstu daga til að teikna upp afléttingaráætlun í líkingu við þá sem Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, kynnti í gær. Frændur okkar í Færeyjum ætla að afnema allar sóttvarnatakmarkanir fyrir fyrsta mars næstkomandi. Kemur tvíefldur til baka Það er vafalaust annasöm vika fram undan hjá formanni Sjálfstæðisflokksins, sem er sem betur fer endurnærður. Hann lá undir ámæli í liðinni viku fyrir að vera ekki viðstaddur afgreiðslu á eigin frumvarpi. „Ég kem tvíefldur úr fríinu. Hlakka til, ég held að nú þurfi stjórnarandstaðan að fara að vara sig,“ segir Bjarni að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Sjá meira