Fimm „vel hæfir“ umsækjendur verið teknir í viðtöl í ráðuneytinu Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2022 07:25 Alls sóttu fjórtán um stöðu embættis forstjóra Landspítala þegar staðan var auglýst laus til umsóknar í haust. Vísir/Vilhelm Fimm umsækjendur um stöðu forstjóra Landspítala, sem taldir eru „vel hæfir“ af hæfnisnefnd, hafa verið teknir í viðtöl í heilbrigðisráðuneytinu. Ekki er útilokað að fleiri viðtöl verði tekin svo ráðningarferlinu er ekki lokið. Þetta kemur fram í svari frá Millu Ósk Magnúsdóttur, aðstoðarmanni Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, við fyrirspurn fréttastofu. Alls sóttu fjórtán um stöðuna þegar hún var auglýst laus til umsóknar í haust, en heilbrigðisráðherra skipar í embættið til fimm ára frá 1. mars næstkomandi. Í svarinu kemur fram að niðurstaða lögbundinnar hæfnisnefndar, sem lagði mat á umsækjendur hafi falið í sér að af fjórtán umsækjendum hafi þrettán verið metnir hæfir og boðaðir í viðtöl til nefndarinnar. „Tólf þeirra mættu í viðtöl og voru 5 þeirra metnir vel hæfir og 7 hæfir. Tekin hafa verið viðtöl einu sinni við hvern þeirra 5 sem metnir voru vel hæfir. Ekki er útilokað að fleiri viðtöl verði tekin svo ferlinu er ekki lokið. Ráðuneytið mun birta tilkynningu um skipun nýs forstjóra um leið og ákvörðun liggur fyrir,“ segir í svarinu. Páll Matthíasson lét af embætti forstjóra í haust og var Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, sem hafði verið framkvæmdastjóri meðferðarsviðs spítalans, þá settur forstjóri. Páll hefur aftur tekið til starfa sem geðlæknir en hann hafði starfað sem forstjóri í átta ár. Þau sem sóttu um embætti forstjóra voru: Björn Óli Ö Hauksson, verkfræðingur Elísa Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri mannauðsskrifstofu Hákon Hákonarson, læknir Jan Triebel, læknir Jón Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga Kristinn V Blöndal, ráðgjafi Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga Reynir Arngrímsson, læknir og prófessor Runólfur Pálsson, starfandi framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar Sigurður Erlingsson, viðskiptafræðingur Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Páll hættir sem forstjóri Landspítalans Páll Matthíasson mun hætta sem forstjóri Landspítalans þann 11. október. Hann hyggst snúa aftur til starfa sem geðlæknir og telur tímabært að skipta um leiðtoga eftir átta ár í embætti. 5. október 2021 11:27 Fjórtán vilja taka við keflinu af Páli Fjórtán manns vilja verða forstjóri Landspítalans. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 9. nóvember 2021 10:42 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Þetta kemur fram í svari frá Millu Ósk Magnúsdóttur, aðstoðarmanni Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, við fyrirspurn fréttastofu. Alls sóttu fjórtán um stöðuna þegar hún var auglýst laus til umsóknar í haust, en heilbrigðisráðherra skipar í embættið til fimm ára frá 1. mars næstkomandi. Í svarinu kemur fram að niðurstaða lögbundinnar hæfnisnefndar, sem lagði mat á umsækjendur hafi falið í sér að af fjórtán umsækjendum hafi þrettán verið metnir hæfir og boðaðir í viðtöl til nefndarinnar. „Tólf þeirra mættu í viðtöl og voru 5 þeirra metnir vel hæfir og 7 hæfir. Tekin hafa verið viðtöl einu sinni við hvern þeirra 5 sem metnir voru vel hæfir. Ekki er útilokað að fleiri viðtöl verði tekin svo ferlinu er ekki lokið. Ráðuneytið mun birta tilkynningu um skipun nýs forstjóra um leið og ákvörðun liggur fyrir,“ segir í svarinu. Páll Matthíasson lét af embætti forstjóra í haust og var Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, sem hafði verið framkvæmdastjóri meðferðarsviðs spítalans, þá settur forstjóri. Páll hefur aftur tekið til starfa sem geðlæknir en hann hafði starfað sem forstjóri í átta ár. Þau sem sóttu um embætti forstjóra voru: Björn Óli Ö Hauksson, verkfræðingur Elísa Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri mannauðsskrifstofu Hákon Hákonarson, læknir Jan Triebel, læknir Jón Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga Kristinn V Blöndal, ráðgjafi Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga Reynir Arngrímsson, læknir og prófessor Runólfur Pálsson, starfandi framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar Sigurður Erlingsson, viðskiptafræðingur
Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Páll hættir sem forstjóri Landspítalans Páll Matthíasson mun hætta sem forstjóri Landspítalans þann 11. október. Hann hyggst snúa aftur til starfa sem geðlæknir og telur tímabært að skipta um leiðtoga eftir átta ár í embætti. 5. október 2021 11:27 Fjórtán vilja taka við keflinu af Páli Fjórtán manns vilja verða forstjóri Landspítalans. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 9. nóvember 2021 10:42 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Páll hættir sem forstjóri Landspítalans Páll Matthíasson mun hætta sem forstjóri Landspítalans þann 11. október. Hann hyggst snúa aftur til starfa sem geðlæknir og telur tímabært að skipta um leiðtoga eftir átta ár í embætti. 5. október 2021 11:27
Fjórtán vilja taka við keflinu af Páli Fjórtán manns vilja verða forstjóri Landspítalans. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 9. nóvember 2021 10:42