Björgvin Páll laus úr einangrun Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2022 08:54 Björgvin Páll Gústavsson var einn af þeim sem greindust fyrstir með kórónuveirusmit af þeim níu sem smitast hafa í íslenska leikmannahópnum frá því í síðustu viku. Getty Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, má spila gegn Króatíu á EM í dag. Hann er laus úr einangrun sem hann var skikkaður í eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit í síðustu viku. Björgvin Páll staðfestir þetta á Instagram þar sem hann segir: „Ég trúi þessu ekki... Ég er laus úr einangrun! Þakka samveruna á miðlunum! Kann að meta öll „follow“, skilaboð, pepp o.fl. en megið ekki búast við miklum svörum í framhaldinu... fyrr en eftir mót! ❤️ Nú fer öll orkan í að hjálpa strákunum og njóta þess að vera hluti af þessu ævintýri aftur! Króatía á eftir! Áfram Ísland!“ View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin Pa ll Gu stavsson (@bjoggi) Níu leikmenn Íslands hafa greinst með kórónuveirusmit frá því á miðvikudaginn í síðustu viku. Björgvin var einn af þremur sem fyrst greindust með jákvætt sýni, ásamt þeim Elvari Erni Jónssyni og Ólafi Guðmundssyni. Elvar og Ólafur bíða enn og vona að þeir geti verið með gegn Króatíu. Björgvin Páll fékk neikvætt úr PCR-prófi og svokallað CT-gildi var langt yfir 30, eins og krafa er um en það bendir til þess að menn smiti ekki frá sér. Eftir því sem Vísir kemst næst voru CT-gildi Elvars og Ólafs rétt undir 30 þegar þeir fengu síðast niðurstöðu en þeir bíða þess að fá niðurstöðu úr nýju prófi, sem gæti komið rétt áður en leikur hefst. Síðasta fimmtudag var greint frá þremur smitum til viðbótar, hjá þeim Aroni Pálmarssyni, Bjarka Má Elíssyni og Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. Arnar Freyr Arnarsson og Janus Daði Smárason duttu svo út fyrir leikinn við Frakka á laugardag, og í gær var greint frá því að Daníel Þór Ingason hefði greinst með smit. Fjórir leikmenn kallaðir út Tveir nýir leikmenn mættu til Búdapest og voru með í sigrinum gegn Frökkum á laugardag, Valsararnir Vignir Stefánsson og Magnús Óli Magnússon. Tveir leikmenn Hauka, þeir Darri Aronsson og Þráinn Orri Jónsson, mættu svo skömmu eftir þann leik og geta verið með í dag. Leikurinn við Króatíu hefst klukkan 14.30 að íslenskum tíma og verður að sjálfsögðu í beinni textalýsingu á Vísi þar sem ítarlega verður fjallað um leikinn með viðtölum, einkunnagjöf og fleiru. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Gætum endurheimt smitaða leikmenn í dag Það hefur ekki alveg verið á hreinu hvernig reglurnar eru varðandi leikmenn sem smitast af Covid á EM. Það er að segja hvenær þeir mega koma til baka. 24. janúar 2022 08:00 Sigur í dag gæti dugað Íslandi í undanúrslit Ísland getur komið sér í dauðafæri á að spila um verðlaun með því að vinna Króatíu á Evrópumótinu í handbolta í dag, klukkan 14.30. Sigur í dag gæti mögulega dugað Íslandi til að komast í undanúrslit og tap yrði ekki dauðadómur. 24. janúar 2022 08:31 Björgvin Páll ósáttur: „Þetta er EM til skammar“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, vandar mótshöldurum á EM ekki kveðjurnar í færslu á Twitter. 21. janúar 2022 13:26 „Þetta covid drasl verður tæklað eins og hver annar leikur!“ Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, stefnir á að tækla Covid-19 eins og hvern annan leik. Hann greindist með veiruna í dag ásamt tveimur öðrum leikmönnum liðsins. 19. janúar 2022 21:30 Þrír smitaðir í íslenska liðinu Það berast ekki góð tíðindi úr herbúðum strákanna okkar kvöldið fyrir fyrsta leik í milliriðli. Þrír leikmenn liðsins eru komnir með Covid. 19. janúar 2022 20:21 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Sjá meira
Björgvin Páll staðfestir þetta á Instagram þar sem hann segir: „Ég trúi þessu ekki... Ég er laus úr einangrun! Þakka samveruna á miðlunum! Kann að meta öll „follow“, skilaboð, pepp o.fl. en megið ekki búast við miklum svörum í framhaldinu... fyrr en eftir mót! ❤️ Nú fer öll orkan í að hjálpa strákunum og njóta þess að vera hluti af þessu ævintýri aftur! Króatía á eftir! Áfram Ísland!“ View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin Pa ll Gu stavsson (@bjoggi) Níu leikmenn Íslands hafa greinst með kórónuveirusmit frá því á miðvikudaginn í síðustu viku. Björgvin var einn af þremur sem fyrst greindust með jákvætt sýni, ásamt þeim Elvari Erni Jónssyni og Ólafi Guðmundssyni. Elvar og Ólafur bíða enn og vona að þeir geti verið með gegn Króatíu. Björgvin Páll fékk neikvætt úr PCR-prófi og svokallað CT-gildi var langt yfir 30, eins og krafa er um en það bendir til þess að menn smiti ekki frá sér. Eftir því sem Vísir kemst næst voru CT-gildi Elvars og Ólafs rétt undir 30 þegar þeir fengu síðast niðurstöðu en þeir bíða þess að fá niðurstöðu úr nýju prófi, sem gæti komið rétt áður en leikur hefst. Síðasta fimmtudag var greint frá þremur smitum til viðbótar, hjá þeim Aroni Pálmarssyni, Bjarka Má Elíssyni og Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. Arnar Freyr Arnarsson og Janus Daði Smárason duttu svo út fyrir leikinn við Frakka á laugardag, og í gær var greint frá því að Daníel Þór Ingason hefði greinst með smit. Fjórir leikmenn kallaðir út Tveir nýir leikmenn mættu til Búdapest og voru með í sigrinum gegn Frökkum á laugardag, Valsararnir Vignir Stefánsson og Magnús Óli Magnússon. Tveir leikmenn Hauka, þeir Darri Aronsson og Þráinn Orri Jónsson, mættu svo skömmu eftir þann leik og geta verið með í dag. Leikurinn við Króatíu hefst klukkan 14.30 að íslenskum tíma og verður að sjálfsögðu í beinni textalýsingu á Vísi þar sem ítarlega verður fjallað um leikinn með viðtölum, einkunnagjöf og fleiru.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Gætum endurheimt smitaða leikmenn í dag Það hefur ekki alveg verið á hreinu hvernig reglurnar eru varðandi leikmenn sem smitast af Covid á EM. Það er að segja hvenær þeir mega koma til baka. 24. janúar 2022 08:00 Sigur í dag gæti dugað Íslandi í undanúrslit Ísland getur komið sér í dauðafæri á að spila um verðlaun með því að vinna Króatíu á Evrópumótinu í handbolta í dag, klukkan 14.30. Sigur í dag gæti mögulega dugað Íslandi til að komast í undanúrslit og tap yrði ekki dauðadómur. 24. janúar 2022 08:31 Björgvin Páll ósáttur: „Þetta er EM til skammar“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, vandar mótshöldurum á EM ekki kveðjurnar í færslu á Twitter. 21. janúar 2022 13:26 „Þetta covid drasl verður tæklað eins og hver annar leikur!“ Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, stefnir á að tækla Covid-19 eins og hvern annan leik. Hann greindist með veiruna í dag ásamt tveimur öðrum leikmönnum liðsins. 19. janúar 2022 21:30 Þrír smitaðir í íslenska liðinu Það berast ekki góð tíðindi úr herbúðum strákanna okkar kvöldið fyrir fyrsta leik í milliriðli. Þrír leikmenn liðsins eru komnir með Covid. 19. janúar 2022 20:21 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Sjá meira
Gætum endurheimt smitaða leikmenn í dag Það hefur ekki alveg verið á hreinu hvernig reglurnar eru varðandi leikmenn sem smitast af Covid á EM. Það er að segja hvenær þeir mega koma til baka. 24. janúar 2022 08:00
Sigur í dag gæti dugað Íslandi í undanúrslit Ísland getur komið sér í dauðafæri á að spila um verðlaun með því að vinna Króatíu á Evrópumótinu í handbolta í dag, klukkan 14.30. Sigur í dag gæti mögulega dugað Íslandi til að komast í undanúrslit og tap yrði ekki dauðadómur. 24. janúar 2022 08:31
Björgvin Páll ósáttur: „Þetta er EM til skammar“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, vandar mótshöldurum á EM ekki kveðjurnar í færslu á Twitter. 21. janúar 2022 13:26
„Þetta covid drasl verður tæklað eins og hver annar leikur!“ Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, stefnir á að tækla Covid-19 eins og hvern annan leik. Hann greindist með veiruna í dag ásamt tveimur öðrum leikmönnum liðsins. 19. janúar 2022 21:30
Þrír smitaðir í íslenska liðinu Það berast ekki góð tíðindi úr herbúðum strákanna okkar kvöldið fyrir fyrsta leik í milliriðli. Þrír leikmenn liðsins eru komnir með Covid. 19. janúar 2022 20:21