Óttast skipsbrot rétt undan landi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. janúar 2022 12:35 Dregið hefur úr nýbókunum og afbókanir hrönnuðust inn eftir að samkomutakmarkanir voru hertar, segir talskona samstöðuhóps einyrkja og lítilla fyrirtækja í ferðaþjónustu. vísir/vilhelm Lítil fyrirtæki í ferðaþjónustu sjá fram á skipsbrot rétt undan landi komi stjórnvöld ekki til móts við þau. Talskona fimm hundruð fyrirtækja samstöðuhóps furðar sig á því að styrkir vegna tekjufalls veitingastaða í samkomutakmörkunum nái ekki einnig til þeirra þar sem afbókanir hafi streymt inn. Ríkisstjórnin kastaði björgunarlínu til veitingahúsa sem hafa þurft að sæta miklum takmörkunum á starfsemi sinni vegna sóttvarnaaðgerða í síðustu viku með frumvarpi sem kveður á um að veitingastaðir, sem hafa orðið fyrir minnst tuttugu prósenta tekjufalli frá desember til og með mars, geti fengið styrki til þess að mæta tapinu. Málið á að afgreiða hratt en fyrsta umræða um frumvarpið fór fram í síðustu viku og umsagnarfrestur hjá efnahags- og viðskiptanefnd rennur út í dag. Jóna Fanney Svavarsdóttir, fer fyrir samstöðuhópi einyrkja og lítilla fyrirtækja í ferðaþjónustu sem um fimm hundruð rekstraraðilar tilheyra. Hún segist vonsvikin að styrkirnir, sem hún telur reyndar réttara að kalla bætur, nái einungis til veitingastaða. „Það er ekki inni í þessu neitt sem við kemur til dæmis afþreyingu og menningarferðaþjónustu, eins og söfn eða viðburðir. Okkur þykir þetta mjög einkennileg forgangsröðun að byrja á einum hóp í stað þess að byrja á heildaraðgerðum sem gagnast öllum,“ segir Jóna sem rekur einnig Eldhúsferðir í Húnavatnshreppi. Jóna Fanney Svavarsdóttir, tilheyrir samstöðuhóp einyrkja og lítilla fyrirtækja í ferðaþjónustu og rekur Eldhúsferðir.vísir/aðsend Samhliða fjöldatakmörkunum hafi afbókanir streymt inn. „Vandamálið er að skaðinn er skeður. Þó svo að stjórnvöld núna tali núna um að fara slaka á og slaka jafnvel verulega á, er það svo að þessar afbókanir sem koma alltaf í kjölfarið á hertum reglum koma ekkert til baka.“ Hún gagnrýnir að ekki hafi verið til viðbragðsáætlun fyrir fyrirtækin þegar aðgerðir voru hertar á ný og óttast uppsagnir. „Við þessar síðustu sóttvarnaaðgerðir sjá einirkjar og lítil fyrirtæki í ferðaþjónustu fram á mjög þungan róður og jafnvel skipsbrot rétt undan landi. Og það er ekki rými til þess að bíða af því lausafjárstaðan er í mínus hjá fjölda fólks af því það vantar upp á hverjum mánuði. Það eru ekki tekjur á móti kostnaðinum,“ segir Jóna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Ríkisstjórnin kastaði björgunarlínu til veitingahúsa sem hafa þurft að sæta miklum takmörkunum á starfsemi sinni vegna sóttvarnaaðgerða í síðustu viku með frumvarpi sem kveður á um að veitingastaðir, sem hafa orðið fyrir minnst tuttugu prósenta tekjufalli frá desember til og með mars, geti fengið styrki til þess að mæta tapinu. Málið á að afgreiða hratt en fyrsta umræða um frumvarpið fór fram í síðustu viku og umsagnarfrestur hjá efnahags- og viðskiptanefnd rennur út í dag. Jóna Fanney Svavarsdóttir, fer fyrir samstöðuhópi einyrkja og lítilla fyrirtækja í ferðaþjónustu sem um fimm hundruð rekstraraðilar tilheyra. Hún segist vonsvikin að styrkirnir, sem hún telur reyndar réttara að kalla bætur, nái einungis til veitingastaða. „Það er ekki inni í þessu neitt sem við kemur til dæmis afþreyingu og menningarferðaþjónustu, eins og söfn eða viðburðir. Okkur þykir þetta mjög einkennileg forgangsröðun að byrja á einum hóp í stað þess að byrja á heildaraðgerðum sem gagnast öllum,“ segir Jóna sem rekur einnig Eldhúsferðir í Húnavatnshreppi. Jóna Fanney Svavarsdóttir, tilheyrir samstöðuhóp einyrkja og lítilla fyrirtækja í ferðaþjónustu og rekur Eldhúsferðir.vísir/aðsend Samhliða fjöldatakmörkunum hafi afbókanir streymt inn. „Vandamálið er að skaðinn er skeður. Þó svo að stjórnvöld núna tali núna um að fara slaka á og slaka jafnvel verulega á, er það svo að þessar afbókanir sem koma alltaf í kjölfarið á hertum reglum koma ekkert til baka.“ Hún gagnrýnir að ekki hafi verið til viðbragðsáætlun fyrir fyrirtækin þegar aðgerðir voru hertar á ný og óttast uppsagnir. „Við þessar síðustu sóttvarnaaðgerðir sjá einirkjar og lítil fyrirtæki í ferðaþjónustu fram á mjög þungan róður og jafnvel skipsbrot rétt undan landi. Og það er ekki rými til þess að bíða af því lausafjárstaðan er í mínus hjá fjölda fólks af því það vantar upp á hverjum mánuði. Það eru ekki tekjur á móti kostnaðinum,“ segir Jóna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira