„Ég segi bara húrra Ísland“ Eiður Þór Árnason skrifar 24. janúar 2022 13:06 Bubbi telur söluna vera þroskamerki fyrir íslenskan tónlistariðnað. Vísir/vilhelm Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music/InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Alda er rétthafi að stærstum hluta allrar íslenskrar tónlistar sem gefin hefur verið út. Bubbi Morthens er einn af þekktustu tónlistarmönnunum Öldu Music en hann var áður með útgáfusamning við forvera fyrirtækisins á borð við Senu og Skífuna. Hann segir að salan á Öldu séu risastórar fréttir fyrir íslenska tónlistarmenn og mjög jákvæð þróun. „Það eina sem ég held að breytist með þessari sölu er að það er komin bein leið út í hinn stóra heim fyrir íslenskt tónlistarfólk sem hefur áhuga á því að slá í gegn út í heimi. Þetta styttir leiðina þeirra og skilur eftir peninga í landinu ef einhverjir ná í samninga og svo framvegis. Ég held að þetta sé bara mjög gott fyrir íslenskt tónlistarlíf hvernig sem á þetta er litið,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. Hann hefur engar áhyggjur af því íslensk tónlistarútgáfa geti týnst inn í alþjóðlegu stórfyrirtæki sem gefi út tónlist margra stærstu tónlistarmanna nútímans. Fjárfesting Universal Music hljóti að þýða að stjórnendur sjái verðmæti í íslenskri tónlist. „Ég er sennilega með stærsta katalóginn innan veggja þessa fyrirtækis og ég hef núll áhyggjur. Ég er alíslenskur og lögin mín geta farið hvert sem þau vilja ef einhver hefur áhuga á því,“ segir Bubbi. Segir vendingarnar þær jákvæðustu síðan Steinar hætti „Ég held að íslenskur tónlistariðnaður geti bara klappað saman höndum. Það er ekkert nema jákvætt við þetta, ég segi bara húrra Ísland og íslenskur tónlistariðnaður að stærsta fyrirtæki sinnar tegundar á heimsvísu sjái allt í einu að hér á Íslandi séu faldir og óslípaðir gimsteinar og tónlistarfólk á heimsmælikvarða sem þeir hugsa sér eflaust gott til glóðarinnar að slái í gegn.“ Þá segir Bubbi söluna vera það jákvæðasta sem hafi gerst í íslensku tónlistarlífi frá því að „Steinar Berg, Jón Ólafsson og fleiri fóru út af markaði.“ Steinar Berg Ísleifsson og Bubbi hafa lengi eldað grátt silfur en tónlistarmaðurinn hefur sakað útgáfufyrirtækið Steinar hf. um vafasama viðskiptahætti í tengslum við útgáfu á tónlist Ego og Utangarðsmanna á níunda áratugnum. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Bubba og Ríkisútvarpið til að greiða Steinari 250 þúsund krónur í miskabætur árið 2018 vegna ákveðinna ummæla hans um útgáfufyrirtækið. Seldi aldrei höfundaréttinn Bubbi keypti útgáfuréttinn á tónlist sinni af útgáfufyrirtæki sínu á árunum fyrir hrun og setti í Hugverkasjóð Bubba Morthens sem var seldur til Sjóvá, fyrir tilstilli Glitnis. Sjóðurinn var metinn á tugi milljóna króna og fékk Bubbi greidda út væna upphæð sem var borguð til baka með framtíðartekjum af tónlistinni. Höfundaréttur var þó áfram í eigu Bubba enda hluti hans óframseljanlegur. Sjóðurinn komst í eigu Straums fjárfestingarbanka og í millitíðinni gáfu fleiri vinsælir íslenskir tónlistarmenn út sambærileg skuldabréf. Síðar fékk Bubbi útgáfuréttinn að verkum sínum til baka og er hann nú hjá Öldu Music. Tónlist Kaup og sala fyrirtækja Menning Tengdar fréttir Stór hluti íslenskrar tónlistar komin í eigu erlendra aðila Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music /InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Universal Music/InGrooves segir kaupin til marks um mikilvægi íslenskrar tónlistar á alþjóðavísu og hyggst samsteypan fjárfesta í aukinni útgáfu íslenskra listamanna, bæði innanlands og utan. 24. janúar 2022 10:10 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Sjá meira
Bubbi Morthens er einn af þekktustu tónlistarmönnunum Öldu Music en hann var áður með útgáfusamning við forvera fyrirtækisins á borð við Senu og Skífuna. Hann segir að salan á Öldu séu risastórar fréttir fyrir íslenska tónlistarmenn og mjög jákvæð þróun. „Það eina sem ég held að breytist með þessari sölu er að það er komin bein leið út í hinn stóra heim fyrir íslenskt tónlistarfólk sem hefur áhuga á því að slá í gegn út í heimi. Þetta styttir leiðina þeirra og skilur eftir peninga í landinu ef einhverjir ná í samninga og svo framvegis. Ég held að þetta sé bara mjög gott fyrir íslenskt tónlistarlíf hvernig sem á þetta er litið,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. Hann hefur engar áhyggjur af því íslensk tónlistarútgáfa geti týnst inn í alþjóðlegu stórfyrirtæki sem gefi út tónlist margra stærstu tónlistarmanna nútímans. Fjárfesting Universal Music hljóti að þýða að stjórnendur sjái verðmæti í íslenskri tónlist. „Ég er sennilega með stærsta katalóginn innan veggja þessa fyrirtækis og ég hef núll áhyggjur. Ég er alíslenskur og lögin mín geta farið hvert sem þau vilja ef einhver hefur áhuga á því,“ segir Bubbi. Segir vendingarnar þær jákvæðustu síðan Steinar hætti „Ég held að íslenskur tónlistariðnaður geti bara klappað saman höndum. Það er ekkert nema jákvætt við þetta, ég segi bara húrra Ísland og íslenskur tónlistariðnaður að stærsta fyrirtæki sinnar tegundar á heimsvísu sjái allt í einu að hér á Íslandi séu faldir og óslípaðir gimsteinar og tónlistarfólk á heimsmælikvarða sem þeir hugsa sér eflaust gott til glóðarinnar að slái í gegn.“ Þá segir Bubbi söluna vera það jákvæðasta sem hafi gerst í íslensku tónlistarlífi frá því að „Steinar Berg, Jón Ólafsson og fleiri fóru út af markaði.“ Steinar Berg Ísleifsson og Bubbi hafa lengi eldað grátt silfur en tónlistarmaðurinn hefur sakað útgáfufyrirtækið Steinar hf. um vafasama viðskiptahætti í tengslum við útgáfu á tónlist Ego og Utangarðsmanna á níunda áratugnum. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Bubba og Ríkisútvarpið til að greiða Steinari 250 þúsund krónur í miskabætur árið 2018 vegna ákveðinna ummæla hans um útgáfufyrirtækið. Seldi aldrei höfundaréttinn Bubbi keypti útgáfuréttinn á tónlist sinni af útgáfufyrirtæki sínu á árunum fyrir hrun og setti í Hugverkasjóð Bubba Morthens sem var seldur til Sjóvá, fyrir tilstilli Glitnis. Sjóðurinn var metinn á tugi milljóna króna og fékk Bubbi greidda út væna upphæð sem var borguð til baka með framtíðartekjum af tónlistinni. Höfundaréttur var þó áfram í eigu Bubba enda hluti hans óframseljanlegur. Sjóðurinn komst í eigu Straums fjárfestingarbanka og í millitíðinni gáfu fleiri vinsælir íslenskir tónlistarmenn út sambærileg skuldabréf. Síðar fékk Bubbi útgáfuréttinn að verkum sínum til baka og er hann nú hjá Öldu Music.
Tónlist Kaup og sala fyrirtækja Menning Tengdar fréttir Stór hluti íslenskrar tónlistar komin í eigu erlendra aðila Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music /InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Universal Music/InGrooves segir kaupin til marks um mikilvægi íslenskrar tónlistar á alþjóðavísu og hyggst samsteypan fjárfesta í aukinni útgáfu íslenskra listamanna, bæði innanlands og utan. 24. janúar 2022 10:10 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Sjá meira
Stór hluti íslenskrar tónlistar komin í eigu erlendra aðila Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music /InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Universal Music/InGrooves segir kaupin til marks um mikilvægi íslenskrar tónlistar á alþjóðavísu og hyggst samsteypan fjárfesta í aukinni útgáfu íslenskra listamanna, bæði innanlands og utan. 24. janúar 2022 10:10