Innlent

Nýja stólalyftan opnuð í febrúar ef veður leyfir

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
_DSF5260
Vísir/Vilhelm

Stefnt er að því ný stólalyfta í Hlíðarfjalli verði tekin í notkun um miðjan næsta mánuð, svo framarlega sem veður leyfir.

Mikið hefur verið fjallað um nýja stólalyftu sem nær í um eitt þúsund metra hæð upp í fjallið. Upphaflega átti hún að vera tilbúin árið 2018 en tafir við framkvæmdir, Covid-19 og óhagstætt veður hefur gert það að verkum að enn á eftir að vígja hana.

Skíðaiðkendur bundu því margir hverjir vonir við að lyftan kæmist í gagnið þegar skíðavertíðin hæfist nú í vetur. Greint var hins vegar frá því fyrr í vetur að einhverjar tafir myndu verða á opnuninni þar sem sterkir vindar í fjallinu hafi valdið skemmdum á stólunum í lyftunni.

Svona var staðan á lyftunni í desember 2019.Vísir/Tryggvi

Nú er hins vegar búið að styrkja stólana þannig að þeir ættu að þola veður og vind í fjallinu. Staðan er nú þannig að búið er að fela Brynjari Helga Ásgeirssyni, forstöðumanns Hlíðarfjalls, að undirbúa opnun lyftunnar um miðjan febrúar.

„Bæjarráð felur forstöðumanni Hlíðarfjalls í samstarfi við sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að undirbúa formlega opnun nýrrar lyftu og er stefnt að opnun um miðjan febrúar ef veður leyfir,“ segir í bókun bæjarráðs Akureyrar sem samþykkt var á síðasta fundi bæjarráðs en sveitarfélagið á og rekur skíðasvæðið í Hlíðarfjalli.


Tengdar fréttir

Allt að verða klárt í Hlíðarfjalli

Stefnt er að því að opna skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri á föstudaginn. Vonir standa til að jafnvel verði hægt að vígja nýja stólalyftu í fjallinu í þessum mánuði.

Frestast að taka nýju stóla­lyftuna í Hlíðar­fjalli í notkun

Það mun frestast um rúman mánuð eða svo að taka nýja skíðalyftu í Hlíðarfjalli í notkun. Taka átti lyftuna í notkun nú um mánaðamótin en greint er frá því á Facebook-síðu Akureyrarbæjar að það muni frestast af óviðráðanlegum orsökum.

Framkvæmdir við nýja skíðalyftu komnar á fullt

Framkvæmdir við gerð nýrrar stólalyftu á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli við Akureyri eru komnar á fullt. Allt kapp er lagt á að lyftan verði komin í gagnið í tæka tíð fyrir skíðavertíðina í vetur.

Deilur vina og verktaka fresta lyftu

Ekkert verður af því að ný stólalyfta rísi í Hlíðarfjalli fyrir veturinn eins og vonir stóðu til. Ekkert hefur verið verið unnið við uppsetningu stólalyftunnar frá því um miðjan júlí þar sem Vinir Hlíðarfjalls neita að greiða verktaka fyrir framkvæmdir í fjallinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×