Hjarðónæmi fyrir páska Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. janúar 2022 17:47 Kári vill afléttingar innanlands sem allra fyrst. vísir/einar Sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson telja báðir líklegt að við verðum laus við faraldurinn fyrir páska. Tillögur að afléttingaráætlun verða kynntar lok vikunnar en Kári segir ekki eftir neinu að bíða og vill afnema bæði sóttkví og einangrun. Niðurstöður fyrsta hluta mótefnarannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar liggja fyrir. Próteinið sem líkaminn myndar eftir að hafa smitast af kórónuveirunni kemur ekki fram fyrr en þremur vikum eftir sýkingu og því gefur rannsóknin mynd af stöðunni eins og hún var rétt í byrjun ómíkron-bylgjunnar. Því mun sami hópur fara aftur í mótefnamælingu að þremur vikum liðnum til að sjá hversu margir smituðust í millitíðinni. „Ég hugsa að það væri ekkert fáránlegt að álykta sem svo að við séum með tvisvar til þrisvar sinnum fleiri sem hafa sýkst heldur en hafa greinst,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Nálgumst hálfa leið að hjarðónæmi Gefum okkur þá að varfærnari spá Kára sé rétt, það er að segja að tvöfalt fleiri hafi smitast af veirunni en greinst með hana. Það þýddi að um 32 prósent þjóðarinnar hefði þegar fengið Covid-19. Vonir standa til að hjarðónæmi náist þegar 70 til 80 prósent þjóðarinnar hafa smitast. Og ef tvöfalt fleiri smitast daglega en greinast í sýnatöku gera það um tvö þúsund manns á dag Þá verðum við komin upp í 70 prósent hlutfall þjóðarinnar þann 28. mars og 80 prósent þann 15. apríl. Það er að segja að við óbreytt ástand ætti hér að nást þokkalegt hjarðónæmi fyri páska. Hjarðónæmi ætti að nást í kring um 28. mars til 15. apríl ef áfram heldur sem horfir. Ætla má að um tvö þúsund eða fleiri smitist daglega af veirunni.vísir „Ég held að við klárum þennan faraldur í byrjun aprílmánaðar, sem er þess vegna og í því ljósi besti mánuður ársins,,“ segir Kári. Og þetta þykir sóttvarnalækni sem fréttastofa ræddi við í dag ekki endilega ólíkleg tímalína. „Ég hef sagt það áður að þetta ferli sem við erum að leggja af stað með núna það muni taka einhverjar vikur. Við erum hérna að byggja upp ónæmi, veiran er að ganga og smita fólk og þannig fáum við aukið ónæmi í samfélagið og það mun draga þróttinn úr veirunni. Við vitum ekki hvað það mun taka langan tíma nákvæmlega,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Það muni taka nokkrar vikur að komast út úr ómíkron-bylgjunni sem sé vonandi sú síðasta. „Það tekur ákveðinn tíma að ná þessu. Og við megum ekki missa móðinn og flýta okkur um of og halda að þetta gangi of hratt. Það verður kannski stóra áskorunin á næstunni að halda mönnum á þeirri línu en menn hafa svo sem misjafnar skoðanir á því eins og svo mörgu öðru,“ segir Þórólfur. Vill aflétta öllu innanlands og afnema einangrun Og þar hefur hann rétt fyrir sér. Vegna vægra veikinda ómíkron-afbrigðisins telur Kári nefnilega skynsamlegast að leyfa veirunni að flakka, svo að segja. Allavega að ráðast í miklar tilslakanir sem fyrst. „Ég er að tala fyrir því að við förum að afnema sóttkví og einangrun. Ég held að forsendur fyrir því að halda því áfram séu afar veikar. En samt enn þá forsendur fyrir samkomutakmörkunum eða hvað? Nei, ég held að við eigum að afnema allar samkomutakmarkanir innanlands en halda áfram að vera vökul fyrir því hvernig veiran streymir inn í landið á landamærunum,“ segir Kári. Þórólfur tók ekkert illa í þessar hugmyndir Kára þegar fréttastofa bar þær undir hann í morgun en taldi reynsluna hafa sýnt að það væri skynsamlegast að fara frekar varlega í afléttingar heldur en að fara of geyst í þær og þurfa síðan draga þær til baka. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Íslensk erfðagreining Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Niðurstöður fyrsta hluta mótefnarannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar liggja fyrir. Próteinið sem líkaminn myndar eftir að hafa smitast af kórónuveirunni kemur ekki fram fyrr en þremur vikum eftir sýkingu og því gefur rannsóknin mynd af stöðunni eins og hún var rétt í byrjun ómíkron-bylgjunnar. Því mun sami hópur fara aftur í mótefnamælingu að þremur vikum liðnum til að sjá hversu margir smituðust í millitíðinni. „Ég hugsa að það væri ekkert fáránlegt að álykta sem svo að við séum með tvisvar til þrisvar sinnum fleiri sem hafa sýkst heldur en hafa greinst,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Nálgumst hálfa leið að hjarðónæmi Gefum okkur þá að varfærnari spá Kára sé rétt, það er að segja að tvöfalt fleiri hafi smitast af veirunni en greinst með hana. Það þýddi að um 32 prósent þjóðarinnar hefði þegar fengið Covid-19. Vonir standa til að hjarðónæmi náist þegar 70 til 80 prósent þjóðarinnar hafa smitast. Og ef tvöfalt fleiri smitast daglega en greinast í sýnatöku gera það um tvö þúsund manns á dag Þá verðum við komin upp í 70 prósent hlutfall þjóðarinnar þann 28. mars og 80 prósent þann 15. apríl. Það er að segja að við óbreytt ástand ætti hér að nást þokkalegt hjarðónæmi fyri páska. Hjarðónæmi ætti að nást í kring um 28. mars til 15. apríl ef áfram heldur sem horfir. Ætla má að um tvö þúsund eða fleiri smitist daglega af veirunni.vísir „Ég held að við klárum þennan faraldur í byrjun aprílmánaðar, sem er þess vegna og í því ljósi besti mánuður ársins,,“ segir Kári. Og þetta þykir sóttvarnalækni sem fréttastofa ræddi við í dag ekki endilega ólíkleg tímalína. „Ég hef sagt það áður að þetta ferli sem við erum að leggja af stað með núna það muni taka einhverjar vikur. Við erum hérna að byggja upp ónæmi, veiran er að ganga og smita fólk og þannig fáum við aukið ónæmi í samfélagið og það mun draga þróttinn úr veirunni. Við vitum ekki hvað það mun taka langan tíma nákvæmlega,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Það muni taka nokkrar vikur að komast út úr ómíkron-bylgjunni sem sé vonandi sú síðasta. „Það tekur ákveðinn tíma að ná þessu. Og við megum ekki missa móðinn og flýta okkur um of og halda að þetta gangi of hratt. Það verður kannski stóra áskorunin á næstunni að halda mönnum á þeirri línu en menn hafa svo sem misjafnar skoðanir á því eins og svo mörgu öðru,“ segir Þórólfur. Vill aflétta öllu innanlands og afnema einangrun Og þar hefur hann rétt fyrir sér. Vegna vægra veikinda ómíkron-afbrigðisins telur Kári nefnilega skynsamlegast að leyfa veirunni að flakka, svo að segja. Allavega að ráðast í miklar tilslakanir sem fyrst. „Ég er að tala fyrir því að við förum að afnema sóttkví og einangrun. Ég held að forsendur fyrir því að halda því áfram séu afar veikar. En samt enn þá forsendur fyrir samkomutakmörkunum eða hvað? Nei, ég held að við eigum að afnema allar samkomutakmarkanir innanlands en halda áfram að vera vökul fyrir því hvernig veiran streymir inn í landið á landamærunum,“ segir Kári. Þórólfur tók ekkert illa í þessar hugmyndir Kára þegar fréttastofa bar þær undir hann í morgun en taldi reynsluna hafa sýnt að það væri skynsamlegast að fara frekar varlega í afléttingar heldur en að fara of geyst í þær og þurfa síðan draga þær til baka.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Íslensk erfðagreining Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira