Þá segjum við einnig frá því að sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson telja báðir líklegt að við verðum laus við faraldurinn fyrir páska. Tillögur að afléttingaráætlun verða kynntar í lok vikunnar en Kári segir ekki eftir neinu að bíða og vill afnema bæði sóttkví og einangrun.
Við lítum einnig á stemninguna í Búdapest í dag eftir að Íslendingar töpuðu naumlega fyrir Króötum auk þess sem við kíkjum á fólk sem horfði á leikinn yfir bólusetningu í Laugardalshöll í dag.
Þá kynnum við okkur verðhækkanir sem eru í kortunum, áhuga fólks á að vinna áfram í fjarvinnu eftir faraldurinn og hittum elsta St. Berhards hund landsins.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Stöðvar 2 Vísis klukkan hálf sjö.