Bubbi um svörtu gleraugun hjá Hemma Gunn: „Ég var bara út úr stónd“ Árni Sæberg skrifar 24. janúar 2022 20:40 Bubbi með svört sólgleraugu, þó alls ekki „stónd“. Vísir/Vilhelm Bubbi Morthens kveðst muna eftir nánast öllum þeim skiptum sem hann kom fram í þáttum Hemma Gunn. „Það er ástæða fyrir því að ég var alltaf með kolsvört Ray-Ban gleraugu í öllum Hemma Gumm þáttunum, það var bara vegna þess að ég var út úr stónd,“ segir hann. Bubbi brást við nýjasta þætti Verbúðarinnar á Facebook í gær, líkt og svo margir. Þar segist hann ekki hafa búist við því að sjá vísun í þættina Á tali með Hemma Gunn. Atriði í nýjasta þættinum, þar sem sögupersónur voru við upptöku á þætti Á tali með Hemma Gunn, hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Margrét Gauja Magnúsdóttir vakti til að mynda athygli á því að upprunalegu húsbandi þáttanna hafi séð bregða fyrir í þættinum, en hún er dóttir Magnúsar Kjartanssonar, hljómsveitarstjóra þess. Þáttastjórnendur Reykjavíkur síðdegis slógu á þráðinn til Bubba í dag og fóru þau um víðan völl saman. Bubbi greindi til að mynda frá því að þær verbúðir sem hann bjó á hafi ekki verið jafnsnyrtilegar og sú sem sjá má í þættinum. Ekkert grín að fá Elsu Lund á sig Þá barst talið að Á tali með Hemma Gunn en Bubbi var þar tíður gestur á sínum tíma. Hann segist hafa verið á eiturlyfjum í öll þau skipti sem hann kom fram í þáttunum, enda hafi hann verið í mikilli neyslu á þeim tíma. „Það er ástæða fyrir því að ég var alltaf með kolsvört Ray-Ban gleraugu í öllum Hemma Gumm þáttunum, það var bara vegna þess að ég var út úr stónd,“ segir hann. Þáttastjórnendur spurðu Bubba hvort þáttur Verbúðarinnar í gær hafi vakið upp minningar af heimsóknum til Hemma. „Já, Jesús Pétur maður. Ég meina Laddi í Elsu Lund gervi var auðvitað einhvers konar náttúruafl. Og það var ekki þægilegt að fá Elsu Lund, sem virti engin mörk, á sig. Hvað þá þegar maður var stónd,“ segir hann og hlær dátt. Þá segir hann þá Hemma Gunn hafa verið mjög góða vini og það að koma í þættina til hans hafa verið magnað. „Eins og hann var hrikalega óöruggur með sjálfan sig og í mikilli krísu með sitt sjálf, þá hafði hann einhvern hæfileika sem gerði það að verkum að allir sem komu til hans blómstruðu,“ segir Bubbi. Viðtalið við Bubba má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Verbúðin er því sem næst heilagur sannleikur Eins og þjóðin komst að í gærkvöldi sprakk allt í loft upp í Verbúðinni. Handalögmál milli tveggja aðalpersóna í þætti sjálfs Hemma Gunn – hið persónulega drama þáttanna er að nálgast hápunkt sinn í 5. þætti af átta. Eins og vera ber ef horft er til byggingar í leikverkum Grikkjanna; ris, hvörf og kennsl – Kaþarsis. 24. janúar 2022 07:00 Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Bubbi brást við nýjasta þætti Verbúðarinnar á Facebook í gær, líkt og svo margir. Þar segist hann ekki hafa búist við því að sjá vísun í þættina Á tali með Hemma Gunn. Atriði í nýjasta þættinum, þar sem sögupersónur voru við upptöku á þætti Á tali með Hemma Gunn, hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Margrét Gauja Magnúsdóttir vakti til að mynda athygli á því að upprunalegu húsbandi þáttanna hafi séð bregða fyrir í þættinum, en hún er dóttir Magnúsar Kjartanssonar, hljómsveitarstjóra þess. Þáttastjórnendur Reykjavíkur síðdegis slógu á þráðinn til Bubba í dag og fóru þau um víðan völl saman. Bubbi greindi til að mynda frá því að þær verbúðir sem hann bjó á hafi ekki verið jafnsnyrtilegar og sú sem sjá má í þættinum. Ekkert grín að fá Elsu Lund á sig Þá barst talið að Á tali með Hemma Gunn en Bubbi var þar tíður gestur á sínum tíma. Hann segist hafa verið á eiturlyfjum í öll þau skipti sem hann kom fram í þáttunum, enda hafi hann verið í mikilli neyslu á þeim tíma. „Það er ástæða fyrir því að ég var alltaf með kolsvört Ray-Ban gleraugu í öllum Hemma Gumm þáttunum, það var bara vegna þess að ég var út úr stónd,“ segir hann. Þáttastjórnendur spurðu Bubba hvort þáttur Verbúðarinnar í gær hafi vakið upp minningar af heimsóknum til Hemma. „Já, Jesús Pétur maður. Ég meina Laddi í Elsu Lund gervi var auðvitað einhvers konar náttúruafl. Og það var ekki þægilegt að fá Elsu Lund, sem virti engin mörk, á sig. Hvað þá þegar maður var stónd,“ segir hann og hlær dátt. Þá segir hann þá Hemma Gunn hafa verið mjög góða vini og það að koma í þættina til hans hafa verið magnað. „Eins og hann var hrikalega óöruggur með sjálfan sig og í mikilli krísu með sitt sjálf, þá hafði hann einhvern hæfileika sem gerði það að verkum að allir sem komu til hans blómstruðu,“ segir Bubbi. Viðtalið við Bubba má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Verbúðin er því sem næst heilagur sannleikur Eins og þjóðin komst að í gærkvöldi sprakk allt í loft upp í Verbúðinni. Handalögmál milli tveggja aðalpersóna í þætti sjálfs Hemma Gunn – hið persónulega drama þáttanna er að nálgast hápunkt sinn í 5. þætti af átta. Eins og vera ber ef horft er til byggingar í leikverkum Grikkjanna; ris, hvörf og kennsl – Kaþarsis. 24. janúar 2022 07:00 Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Verbúðin er því sem næst heilagur sannleikur Eins og þjóðin komst að í gærkvöldi sprakk allt í loft upp í Verbúðinni. Handalögmál milli tveggja aðalpersóna í þætti sjálfs Hemma Gunn – hið persónulega drama þáttanna er að nálgast hápunkt sinn í 5. þætti af átta. Eins og vera ber ef horft er til byggingar í leikverkum Grikkjanna; ris, hvörf og kennsl – Kaþarsis. 24. janúar 2022 07:00
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“