Erlent

Óvænt afmælisveisla í Downingstræti enn eitt höggið fyrir Johnson

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Boris Johnson á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir.
Boris Johnson á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Vísir/Getty

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður hafa verið viðstaddur afmælisviðburð í Downingstræti í júní 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Johnson hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið fyrir önnur veisluhöld vorið 2020 og hafa þingmenn jafnvel kallað eftir afsögn hans.

Boris John­son, for­sætis­ráð­herra Bret­lands, á undir högg að sækja um þessar mundir vegna veislu­halda meðan harðar sam­komu­tak­markanir voru í gildi í Bret­landi en ITV greinir frá því í dag að svo virðist sem að John­son hafi verið viðstaddur af­mælis­veislu í Downing stræti sumarið 2020.

Að því er kemur fram í frétt ITV um málið er talið að Carri­e John­son, eigin­kona for­sætis­ráð­herrans, hafi skipu­lagt ó­vænta af­mælis­veislu um miðjan dag þann 19. júní sem að um 30 manns sóttu. Þá hafi annað teiti átt sér stað um kvöldið.

Að­eins níu dögum fyrr hafði John­son biðlað til al­mennings að forðast sam­komur innan­dyra eftir fremsta megni. Sam­kvæmt þá­verandi reglum máttu að­eins sex manns safnast saman utan­dyra og tveir innan­dyra.

Tals­menn ríkis­stjórnarinnar hafa þó al­farið neitað því að fjöl­mennt teiti hafi farið fram á staðnum heldur hafi að­eins nokkrir fjöl­skyldu­með­limir fagnað með John­son innan­dyra.

Þá hafi hópur starfs­manna sem voru við störf þann dag safnast saman á skrif­stofu John­son til að óska honum til hamingju með daginn. Sjálfur hafi John­son að­eins verið þar í um tíu mínútur.

Fyrr í mánuðinum baðst John­son af­sökunar á því að hafa sótt garð­veislu í Downing­stræti 19 í maí 2020 en hann hefur verið sakaður um að ljúga að breska þinginu um hvað hann vissi um sam­kvæmið.

Hann sagðist hafa talið að um vinnu­við­burð væri að ræða og full­yrti að enginn hefði varað hann við að veislu­höldin væru brot á sam­komu­tak­mörkunum, líkt og Dominic Cummings, fyrr­verandi ráð­gjafi John­son hélt fram.

Guar­dian greindi frá því í síðustu viku að þing­menn breska Í­halds­flokksins væru sagðir leggja drög að því að koma for­sætis­ráð­herranum frá. Fram­ganga hans síðustu vikur og mánuði hafi grafið veru­lega undan trú­verðug­leika hans.


Tengdar fréttir

Ríkisstjórnin sökuð um að hóta þingmönnum og jafnvel kúga þá

Þingmenn Íhaldsflokks Englands, sem vilja velta Boris Johnson, forsætisráðherra, úr sessi sem leiðtogi flokksins, hafa orðið fyrir hótunum frá meðlimum úr ríkisstjórn Bretlands. Þetta segir einn þingmaður flokksins og ráðleggur hann flokksbræðrum sínum og systrum sem hafa orðið fyrir kúgunum að leita til lögreglunnar.

Enn uppljóstrað um djamm í Downingsstræti

Starfsmenn Downingsstrætis 10, skrifstofu forsætisráðherra Breta hafa nú enn og aftur verið sakaðir um veisluhöld á sama tíma og almenningi var gert að fara eftir ströngum sóttvarnareglum sem bönnuðu allt slíkt.

Boris John­son biðst af­sökunar á veislu­höldum í sam­komu­banni

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, baðst í dag afsökunar á að hafa sótt garðveislu sem fram fór í garði Downingstrætis 10 í maí 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi. Stjórnarandstæðingar hafa krafist afsagnar forsætisráðherrans vegna málsins.

Johnson situr fyrir svörum um ólögleg veisluhöld

Boris Johnson forsætisráðherra Breta situr fyrir svörum í breska þinginu í dag og er fastlega búist við því að þingmenn stjórnarandstöðunnar og einnig hans eigin flokksmenn muni ganga hart fram gegn honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×