Handbolti

Stjarnan hefur fundið þjálfara

Sindri Sverrisson skrifar
Stjörnukonur eru í 5. sæti Olís-deildarinnar.
Stjörnukonur eru í 5. sæti Olís-deildarinnar. vísir/vilhelm

Stjarnan hefur lokið leit sinni að eftirmanni Rakelar Daggar Bragadóttur sem þjálfara kvennaliðs félagsins í handbolta.

Rakel og stjórn handknattleiksdeildar Stjörnunnar komust að samkomulagi um starfslok hennar fyrir rúmri viku.

Nú hefur Hrannar Guðmundsson verið ráðinn í hennar stað og skrifaði hann undir samning sem gildir til ársins 2024.

Hrannar var síðast aðstoðarþjálfari Aftureldingar en hefur einnig starfað fyrir ÍR.

Fyrsti leikur Stjörnunnar undir stjórn Hrannars verður gegn Haukum á Ásvöllum á laugardaginn. Um mikilvægan leik er að ræða fyrir Stjörnuna sem er í 5. sæti Olís-deildarinnar með 10 stig, þremur stigum á eftir Haukum og KA/Þór.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×