Ein kona að fjárfesta fyrir hverja þrjá karlmenn í Kauphöll Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. janúar 2022 13:12 Kristín Hildur Ragnarsdóttir, sérfræðingur í viðskiptalausnum hjá Deloitte og meðlimur í Fortuna Invest, segir konur vanta fleiri kvenfyrirmyndir þegar kemur að fjárfestingum. Staðan sé sú að ein kona fjárfesti í hlutabréfakaupum í Kauphöll fyrir hverja þrjá karlmenn. Kristín verður ein þeirra sem taka þátt í pallborðsumræðum UAK í kvöld undir yfirskriftinni Fjárhagsleg valdefling: Konur fjárfesta. Að valdefla ungar konur og hvetja þær til að fjárfesta er liður í jafnréttisbaráttunni. „Meirihluta fjármagns í heiminum er stýrt af körlum og ef litið er á kynjahlutföll þeirra sem eiga hlutabréfaviðskipti í Kauphöll hefur ein kona verið að fjárfesta fyrir hverja þrjá karlmenn síðast liðin ár,“ segir Kristín Hildur Ragnarsdóttir, sérfræðingur í viðskiptalausnum hjá Deloitte og meðlimur Fortuna Invest. Kristín er ein af þátttakendum í pallborðsumræðu Ungra athafnakvenna, UAK, á opnunarviðburði félagsins sem haldinn verður í kvöld klukkan 20. Markmið viðburðarins er að ýta undir fjárhagslega valdeflingu kvenna, sem félagið segir ómissandi lið í að uppræta kynjajafnrétti. Kristín er þessu sammála. „Án fjárhagslegs jafnréttis munum við aldrei ná fullu jafnrétti og því er mjög mikilvægt að fræða ungar konur um fjárfestingar með valdeflingu kvenna til hliðsjónar.“ Kristín segir ýmsar ástæður fyrir því að konur fjárfesta í mun minna mæli en karlmenn. Hluti skýringarinnar eru staðalímyndir. Konum hreinlega vanti fyrirmyndir í heimi fjárfestinga. „Það skiptir miklu máli að getað speglað sjálf okkur í fyrirmyndunum sem hafa því miður ekki verið fjölbreyttar hingað til,“ segir Kristín. Að mati Kristínar er fjölbreytileiki á verðbréfamarkaði jafn mikilvægur og hann er á öðrum sviðum. „Hvort sem það er við töku fjárfestingaákvarðana, stýringu fjármagns eða á fjármálamarkaðnum í heild sinni.“ Hún telur þróunina þó í rétta átt, þótt hæg sé. „Við í Fortuna Invest höfum mikla trú á því að tölur fyrir árið 2021 um kynjahlutföll þeirra sem eiga hlutabréfaviðskipti í Kauphöll eigi eftir að sýna okkur jákvæðari þróun í þessum efnum og vonandi um ókomna tíð.“ Viðburðinum er streymt af Facebook og er öllum opinn. Yfirskrift viðburðarins er Fjárhagsleg valdefling: Konur fjárfesta. Viðburðurinn hefst með hugvekju frá Hrönn Margréti Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra og meðstofnanda Feel Iceland. Í kjölfarið fara fram pallborðsumræður um konur og fjárhagslega valdeflingu þeirra. Til viðbótar við Kristínu verða þátttakendur pallborðsins Marta Birna Baldursdóttir, verkefnastýra kynjaðrar fjárlagagerðar í fjármála og efnahagsráðuneytinu og Svana Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri og meðeigandi Frumtak Ventures. Rut Kristjánsdóttir stýrir panelumræðunum. Kauphöllin Jafnréttismál Tengdar fréttir „Áhugavert að heyra karlkyns forstjóra tala á þennan hátt“ Ungar og öflugar athafnakonur sem starfa á eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlandanna hafa tengt saman íslensk fyrirtæki og erlend til að miðla af reynslu Íslendinga af jafnréttismálum í atvinnulífinu. 18. nóvember 2021 07:00 Hvers vegna velja konur á miðjum aldri að hætta sem stjórnendur en ekki karlar? Ný íslensk rannsókn gefur til kynna að konur um miðjan aldur velji að hætta í æðstu leiðtogastörfum eftir að hafa farið í ítarlega sjálfsskoðun. Atvinnulífið þarf að huga að fjölbreyttari leiðum til að missa ekki þessar konur frá sér. 11. nóvember 2021 07:00 UAK og jafnrétti: Óhefðbundið kvennamót í fótbolta hefst á mánudag Úrslit Global Goals World Cup (GGWCUP) verða haldin í fyrsta sinn á Íslandi dagana 8.-10. nóvember. Munu gestir víðsvegar að úr heiminum ferðast til Íslands til að taka þátt í mótinu. Félag ungra athafnakvenna, UAK, eru gestgjafar mótsins. 4. nóvember 2021 18:42 Þegar karlmenn grípa fram í fyrir konum Rannsóknir hafa sýnt að það er oftar gripið fram í fyrir konum þegar þær eru að tala, í samanburði við karlmenn. 28. október 2021 07:00 Stjórnarkonur ósáttar: Karlaklíkur útiloka konur í forstjórastólinn Stjórnarkonur í skráðum félögum á Íslandi telja ráðningaferli í forstjórastól oft útilokandi fyrir konur. Þær kalla stjórnir í heild sinni til ábyrgðar. Þá telja margar ráðningaferlin oft meingölluð. Það eigi einnig við um ráðningar þar sem leitað er til fagaðila. Þetta og fleira kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtar eru í dag og meira en helmingur stjórnarkvenna í skráðum félögum á Íslandi tók þátt í. 22. júní 2021 07:01 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
„Meirihluta fjármagns í heiminum er stýrt af körlum og ef litið er á kynjahlutföll þeirra sem eiga hlutabréfaviðskipti í Kauphöll hefur ein kona verið að fjárfesta fyrir hverja þrjá karlmenn síðast liðin ár,“ segir Kristín Hildur Ragnarsdóttir, sérfræðingur í viðskiptalausnum hjá Deloitte og meðlimur Fortuna Invest. Kristín er ein af þátttakendum í pallborðsumræðu Ungra athafnakvenna, UAK, á opnunarviðburði félagsins sem haldinn verður í kvöld klukkan 20. Markmið viðburðarins er að ýta undir fjárhagslega valdeflingu kvenna, sem félagið segir ómissandi lið í að uppræta kynjajafnrétti. Kristín er þessu sammála. „Án fjárhagslegs jafnréttis munum við aldrei ná fullu jafnrétti og því er mjög mikilvægt að fræða ungar konur um fjárfestingar með valdeflingu kvenna til hliðsjónar.“ Kristín segir ýmsar ástæður fyrir því að konur fjárfesta í mun minna mæli en karlmenn. Hluti skýringarinnar eru staðalímyndir. Konum hreinlega vanti fyrirmyndir í heimi fjárfestinga. „Það skiptir miklu máli að getað speglað sjálf okkur í fyrirmyndunum sem hafa því miður ekki verið fjölbreyttar hingað til,“ segir Kristín. Að mati Kristínar er fjölbreytileiki á verðbréfamarkaði jafn mikilvægur og hann er á öðrum sviðum. „Hvort sem það er við töku fjárfestingaákvarðana, stýringu fjármagns eða á fjármálamarkaðnum í heild sinni.“ Hún telur þróunina þó í rétta átt, þótt hæg sé. „Við í Fortuna Invest höfum mikla trú á því að tölur fyrir árið 2021 um kynjahlutföll þeirra sem eiga hlutabréfaviðskipti í Kauphöll eigi eftir að sýna okkur jákvæðari þróun í þessum efnum og vonandi um ókomna tíð.“ Viðburðinum er streymt af Facebook og er öllum opinn. Yfirskrift viðburðarins er Fjárhagsleg valdefling: Konur fjárfesta. Viðburðurinn hefst með hugvekju frá Hrönn Margréti Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra og meðstofnanda Feel Iceland. Í kjölfarið fara fram pallborðsumræður um konur og fjárhagslega valdeflingu þeirra. Til viðbótar við Kristínu verða þátttakendur pallborðsins Marta Birna Baldursdóttir, verkefnastýra kynjaðrar fjárlagagerðar í fjármála og efnahagsráðuneytinu og Svana Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri og meðeigandi Frumtak Ventures. Rut Kristjánsdóttir stýrir panelumræðunum.
Kauphöllin Jafnréttismál Tengdar fréttir „Áhugavert að heyra karlkyns forstjóra tala á þennan hátt“ Ungar og öflugar athafnakonur sem starfa á eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlandanna hafa tengt saman íslensk fyrirtæki og erlend til að miðla af reynslu Íslendinga af jafnréttismálum í atvinnulífinu. 18. nóvember 2021 07:00 Hvers vegna velja konur á miðjum aldri að hætta sem stjórnendur en ekki karlar? Ný íslensk rannsókn gefur til kynna að konur um miðjan aldur velji að hætta í æðstu leiðtogastörfum eftir að hafa farið í ítarlega sjálfsskoðun. Atvinnulífið þarf að huga að fjölbreyttari leiðum til að missa ekki þessar konur frá sér. 11. nóvember 2021 07:00 UAK og jafnrétti: Óhefðbundið kvennamót í fótbolta hefst á mánudag Úrslit Global Goals World Cup (GGWCUP) verða haldin í fyrsta sinn á Íslandi dagana 8.-10. nóvember. Munu gestir víðsvegar að úr heiminum ferðast til Íslands til að taka þátt í mótinu. Félag ungra athafnakvenna, UAK, eru gestgjafar mótsins. 4. nóvember 2021 18:42 Þegar karlmenn grípa fram í fyrir konum Rannsóknir hafa sýnt að það er oftar gripið fram í fyrir konum þegar þær eru að tala, í samanburði við karlmenn. 28. október 2021 07:00 Stjórnarkonur ósáttar: Karlaklíkur útiloka konur í forstjórastólinn Stjórnarkonur í skráðum félögum á Íslandi telja ráðningaferli í forstjórastól oft útilokandi fyrir konur. Þær kalla stjórnir í heild sinni til ábyrgðar. Þá telja margar ráðningaferlin oft meingölluð. Það eigi einnig við um ráðningar þar sem leitað er til fagaðila. Þetta og fleira kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtar eru í dag og meira en helmingur stjórnarkvenna í skráðum félögum á Íslandi tók þátt í. 22. júní 2021 07:01 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
„Áhugavert að heyra karlkyns forstjóra tala á þennan hátt“ Ungar og öflugar athafnakonur sem starfa á eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlandanna hafa tengt saman íslensk fyrirtæki og erlend til að miðla af reynslu Íslendinga af jafnréttismálum í atvinnulífinu. 18. nóvember 2021 07:00
Hvers vegna velja konur á miðjum aldri að hætta sem stjórnendur en ekki karlar? Ný íslensk rannsókn gefur til kynna að konur um miðjan aldur velji að hætta í æðstu leiðtogastörfum eftir að hafa farið í ítarlega sjálfsskoðun. Atvinnulífið þarf að huga að fjölbreyttari leiðum til að missa ekki þessar konur frá sér. 11. nóvember 2021 07:00
UAK og jafnrétti: Óhefðbundið kvennamót í fótbolta hefst á mánudag Úrslit Global Goals World Cup (GGWCUP) verða haldin í fyrsta sinn á Íslandi dagana 8.-10. nóvember. Munu gestir víðsvegar að úr heiminum ferðast til Íslands til að taka þátt í mótinu. Félag ungra athafnakvenna, UAK, eru gestgjafar mótsins. 4. nóvember 2021 18:42
Þegar karlmenn grípa fram í fyrir konum Rannsóknir hafa sýnt að það er oftar gripið fram í fyrir konum þegar þær eru að tala, í samanburði við karlmenn. 28. október 2021 07:00
Stjórnarkonur ósáttar: Karlaklíkur útiloka konur í forstjórastólinn Stjórnarkonur í skráðum félögum á Íslandi telja ráðningaferli í forstjórastól oft útilokandi fyrir konur. Þær kalla stjórnir í heild sinni til ábyrgðar. Þá telja margar ráðningaferlin oft meingölluð. Það eigi einnig við um ráðningar þar sem leitað er til fagaðila. Þetta og fleira kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtar eru í dag og meira en helmingur stjórnarkvenna í skráðum félögum á Íslandi tók þátt í. 22. júní 2021 07:01